Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1957, Page 43

Stúdentablaðið - 01.12.1957, Page 43
STÚDENTABLAÐ 33 Annáll Háskólans Háskóli íslands var settur fyrsta vetrardag að viðstöddum forseta íslands og fleira stórmenni. Hátíðin hófst með því, að Dómkirkjukórinn og Þorsteinn Hannesson óperusöngvari fluttu þætti úr Háskólakantötu dr. Páls Isólfssonar við Háskólaljóð Þorsteins Gíslasonar undir stjórn tónskáldsins. Rector magnificus, dr. Þorkell Jóhannes- son, flutti þá setningarræðu sína. Siðan voru enn fluttir þætt- ir úr Háskólakantötunni. Þá ávarpaði rektor nýstúdenta og afhenti þeim háskólaborgarabréf sín. Loks var þjóðsöngurinn sunginn. 1. desember Hátíðahöldin 1. desember hófust með guðsþjónustu í kap- ellu Háskólans. Síra Jón Auðuns prédikaði, en Bræðralag, kristilegt félag stúdenta, sá um guðsþjónustuna. Eftir hádegið flutti Þórarinn Björnsson skólameistari ræðu lir útvarpssal, en veður hamlaði því, að ræðan yrði flutt af svölum Alþingishússins. Síðdegis var haldin samkoma í hátíðasal Háskólans. Þar flutti formaður stúdentaráðs ávarp, Guðmundur Jónsson lék á píanó, en síðan var rætt um framtíðarhorfur íslendinga. Ræðumenn voru Ásgeir Þorsteinsson verkfræðingur, dr. Broddi Jóhannesson, dr. Jóhannes Nordal og prófessor Niels Dungal. Forseti íslands var viðstaddur samkomuna. Um kvöldið var hóf að Ilótel Borg, og voru forsetahjónin meðal gesta. Þá flutti Guðmundur Ásmundsson hrl. ræðu. Skemmtu menn sér við dans fram eftir nóttu. Bókmenntakynningar voru tvær á síðasta vetri. Fyrri kynningin var haldin sunnu- daginn 16. des., og voru þá kynnt verk Gríms Thomsens. For- maður Stúdentaráðs flutti ávarp, Andrés Bjömsson cand. mag. hélt erindi um skáldið, en Lárus Pálsson leikari, Þor- steinn Hannesson óperusöngvari, Kristín Anna Þórarinsdóttir leikkona, Gunnar G. Schram cand. jur. og Konráð Sigurðsson stud. med. fluttu nokkur kvæða Gríms. Aðsókn var góð að kynningu þessari. Síðari kynningin var haldin sunnudaginn 31. marz. Var þá fjallað um dr. Helga Pjeturss. Að venju flutti formaður Stúd- entaráðs ávarp. Síðan flutti Jóhannes Áskelsson jarðfræðing- ur erindi um náttúrufræðinginn Helga Pjeturss og bók- menntalegt gildi verka hans. Gunnar Ragnarsson heimspek- ingur hélt erindi um heimspekikenningar dr. Helga, sem mikla athygli vakti, enda spunnust bæði blaðaskrif og funda- höld út af þvi. Úr verkum dr. Helga lásu þeir Óskar Halldórs- son stud mag. og Ólafur Jens Pétursson stud. philol. Báðum kynningunum var útvarpað af segulbandi, skömmu eftir að þær höfðu verið fluttar. Ein bókmenntakynning hefur verið haldin á þessum vetri, 16. nóvember s.l., en þá var 150 ára afmæli Jónasar Hall- grimssonar og kynningin helguð honum. Formaður stúdenta- ráðs flutti ávarp, dr. Einar Ól. Sveinsson prófessor flutti erindi um skáldskap Jónasar, en Herdís Þorvaldsdóttir leik- kona, Lárus Pálsson leikari, Þorsteinn Ö. Stephensen leikari, Ása Jónsdóttir stud. phil. og Sveinn Skorri Höskuldsson stud. mag. lásu úr kvæðum hans. Bókmenntakynning þessi tókst vel og var húsfyllir. I bókmenntakynninganefnd áttu sæti Benedikt Blöndal stud. jur., formaður, Magnús Þórðarson stud. jur. og Ólafur Pálmason stud. mag. Kosningar til stúdentaráðs fóru fram 19. október. Fram komu fimm list- ar, A-listi borinn fram af Stúdentafélagi jafnaðarmanna, B- listi borinn fram af Félagi frjálslyndra stúdenta, C-listi bor- inn fram að Félagi róttækra stúdenta, D-Iisti borinn fram af Vöku, félagi lýðræðissinn- aðra stúdenta, og E-listi bor- inn fram af Þjóðvarnarfélagi stúdenta. Leikar fóru svo, að A-listi hlaut 61 atkvæði og einn mann kjörinn, Emil R. Hjart- arson stud. med., B-listi hlaut 115 atkvæði og einn mann kjörinn, Leif Jónsson stud. med., C-listi hlaut 101 at- kvæði og einn mann kjörinn, Guðmund Guðmundsson stud. med., D-listi hlaut 314 atkvæði og fimm menn kjörna, Birgi ísl. Gunnarsson stud. jur., Boga Melsted stud. med., Ólaf G. Einarsson stud. jur., Hörð Sævaldsson stud. odont. og Magnús Þórðarson stud. jur., og E-listi hlaut 61 atkvæði og einn mann kjörinn, Olaf Pálmason stud. mag.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.