Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Síða 12

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Síða 12
Það var eingöngu vegna þess að ísland var vel á verði að þetta tókst ekki. Einbeitt afstaða fulltrúa okkar í laganefndinni kom því til leiðar að þetta mál var tekið fyrir á ráðstefnunni í Genf 1958 og síðan aftur á annarri ráðstefnu í vor sem leið. Þótt okkur auðnaðist ekki að bera fullnaðarsigur af hólmi á þessum ráðstefnum er það ótrúlegt hve mikið hefur áunnizt. Hugmyndin um 3 mílna fisk- veiðilögsögu liggur steindauð í valnum. Landgrunns- reglan sýnist ekki sigurstrangleg í bili, en auðséð er að allt stefnir að því að almenn viðurkenning fáist á réttinum til 12 mílna fiskveiðilögsögu talið frá grunn- línum. Ég er hræddur um að sá hefði ekki verið talinn mikill spámaður sem þetta sagði fyrir, þegar markið var ekki hærra sett hjá okkur en að reyna að fá Faxa- flóa friðaðan fyrir botnvörpuveiðum. Eru þó ýmsir enn í fullu fjöri sem muna þann tíma. Y Sögu 12 mílna reglugerðarinnar sem gekk í gildi 1. september 1958 er óþarft að rekja hér í löngu máli, svo margir hafa tekið af mér það ómak undanfarnar vikur í ræðu og riti. Tvískinnungur auðkenndi afstöðu ríkisstjórnar jjeirrar sem með völdin fór á íslandi mestan hluta árs 1958. Utanríkisráðherra hafði sent ágæta sér- fræðinga til Genf og mikið hafði á unnizt á ráðstefn- unni. Voru allir á einu máli um það að sjálfsagt væri að fylgja því eftir. En sjávarútvegsmálaráðherra var sá embættismaður sem átti að gefa út nýja reglugerð samkvæmt landgrunnslögunum. Hann hafði farið beint frá Genf á siglinganámskeið austan járntjalds. Svo var að sjá sem þar hefði það verið aðalnáms- greinin hvernig auðveldast væri að lenda í árekstr- um. Fyrir honum var það aðalatriðið framan af sumri að reyna að koma í veg fyrir að kannaðar væru allar leiðir til að koma málstað íslands fram með friðsamlegu móti. Aðrir á stjórnarskútunni reyndu að hamla á móti, en i maílok var skútan strönduð á þessum boða. Þaðan bar hana aftur, hrip- leka, þótt hún marraði á yfirborðinu unz sjálfur for- sætisráðherrann kippti úr henni neglunni á jólaföst- unni. Eitt höfðu kennararnir austan tjalds þó séð fyrir, óviturleg viðbrögð Breta í málinu, og ]rau ein urðu 12 lil að bjarga orðspori lærisveinsins í bili. Um annað missýndist lærimeisturunum. Þeir höfðu vonað að gremjan myndi svipta fslendinga allri dómgreind og flæma þá úr NATO og annarri vestrænni samvinnu. En þarna varð gifta Islands sterkari. Einhverjum kann að þykja hér hart að orði kveð- ið, en það er síður en að svo sé. Það kom ljóslega fram á Genfarráðstefnunni síðari nú í vor, að það sem íslenzkir kommúnistar telja máli skipta er ekki það að við náum rétti okkar, heldur hitt að við styðj- um Sovétríkin í því að löghelga 12 mílna almenna landhelgi, — þ. e. a. s. að minnka það svæði þar sem siglingar eru frjálsar. íslendingar eiga síður en svo samleið með hagsniunum Sovétríkjanna í þessu efni. Hefðum við gengið á það lagið gat það aðeins leitt til þess að flæma frá okkur samúð þeirra þjóða sem okkur er mest um vert að vinna á okkar band í mál- inu. Hvort vilja menn heldur lifa í friði við nágranna sína eða ófriði? Ég svara fyrir mig: í friði, Frá sjón- armiði þeirra sem svo hugsa var það viturlega ráðið þegar rikisstjórn íslands gaf brezku landhelgisbrjót- unum upp sakir í vor. Eins og kunnugt er varð það lil þess að þeir misstu herskipaverndina til lögbrota og hafa að mestu haldið sig utan íslenzku markalín- unnar síðan. VI Þetta vopnahlé sem ég minntist á hefur orðið til þess að nú hafa verið teknar upp friðsamlegar við- ræður milli ríkisstjórna Islendinga og Breta. Um það leyti sem þær hófust sá ég skrýtinn mann tvístíga í Tjarnargötu með spjald sem á var letrað: SAMNINGAR ERU SVIK. Hefur nokkur maður heyrt fáránlegri lífsreglu? Eru þá öll mannleg viðskipti, öll menning, svik? Er- um við ekki alltaf að reyna að ná samkomulagi við náunga okkar um smá atriði og stór? Er það kannske boðskapurinn að ekkert hafi gildi nema hnefaréttur- inn? Ég held spurningunum áfram. Er ekki hugsanlegt að til séu í Hull eða Grimsby einhverjir vitrir menn, sem aðhyllast sömu meginreglu að samningar séu svik? Og setjum nú svo að þessum heimspekinga- skóla í báðum löndum tækist að sannfæra ríkisstjórn- STUDENTAB LA Ð

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.