Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Page 21

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Page 21
Prój. dr. ÞÓRIR KR. ÞÓRÐARSON: Sundurlausir þankar um hlutverk guðfræðideildar nauðsyn má sanna með lögmáli pyngjunnar. Þyrfti jafnframt að minna á jjörf frumvísinda oftar en gert er, — í stærðfræði og lífeðlisfræði, svo að eitthvað sé nefnt. En matið á verðgildi hinna ýmsu viðfangs- efna mannsandans má ekki brjálast. Heimsskoðun mannsins má ekki falla í skugga kjarneðlisfræðanna (til dæmis). Maðurinn þarf að átta sig — skilja sjálf- an sig — í þeim heimi, sem raunvísindin rannsaka. Lögmálin sem stýra samskiptum og hugarfari þess lifandi fólks, sem lifir og hrærist á rannsóknarstof- unni, skipta jafnmiklu máli og hræringar efnisins í tilraunaglasinu. * Víða um heim ræða menn um hlutverk það, sem háskólar gegna í þjóðfélaginu. og hverjar skyldur þeim eru lagðar á herðar um að kynna í jijóðlífinu viðfangsefni háskólamanna og helztu niðurstöður. Menn telja jsað þjóðfélagslega mikilvægt. enda eru háskólar máttarstoðir margra Jsjóðfélaga, joótt j)að eigi e. t. v. ekki við um Háskóla Islands á sama veg og annars staðar gerist. Raunar má segja, að sam- bandi þjóðlífs og háskóla hafi lítt verið sinnt hér, og að við séum í þessu efni eftirbátar annarra jjjóða, einkanlega J)ó engilsaxnesku þjóðanna. Hlutverk Háskólans er að vera vísindaleg rann- sóknarstofnun og vísindaleg fræðslustofnun, segir í lögum. Vísindi gegna því hlutverki i þjóðfélagi að rannsaka umhverfi mannsins í náttúru og mannlegu félagi; Jjau beita þeim aðferðum við könnunina, sem kallaðar eru vísindalegar aðferðir að ahnennu sam- þykki. Jafnframt skoðar maðurinn umhverfi sitt í öðru ljósi, t. a. m. skáldlega og trúarlega. Sú skoðun er einnig rannsóknarefni. Vísindi í rýmri merkingu eru J)ví sú könnun umhverfis mannsins, sem tekur í Jjjónustu sína huglægt innsæi hans, er hann skoðar umhverfi sitt og sjálfan sig og spyr um inerkingu og tilgang. Þau rannsaka sem sé ekki einvörðungu or- sakasambönd og byggingu heldur spyrja að sannleik- anum. A þýzku er talað um Geisteswissenschaften. Á ís- lenzku hefir Jretta verið nefnt hugvísindi og er eigi einhlítt. Margir vilja einskorða merkingu orðsins „vísindi“ við hin svokölluðu raunvísindi, er byggja á mælingum og túlkun þeirra, og neita rannsóknum bókmennta, tónlistar og hinnar heimspekilegu og guðfræðilegu hugsunar um vísindanafn, en telja þó t. d. fornleifafræði og málfræði vera á mörkunum. Ef hér væri um vísindaheitið eitt að ræða, mætti hverjum manni standa á sama J)ótt nægja léti heitið „fræði“ um vísindagreinar á borð við lögfræði, bók- menntafræði og guðfræði, svo að nokkuð sé nefnt, en kallaði „vísindi“ eðlisfræðina, efnafræðina og skyldar greinar. En hér er um meira en heitið eitt að tefla. Það er verðgildis matið, sem um ræðir. íslendingar mættu gjarna vakna til vitundar um brýna nauðsyn efldra tæknivísinda á landi hér. Þá STUDENTABLAÐ 21

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.