Stúdentablaðið - 01.12.1960, Blaðsíða 24
DAVÍÐ STEFÁNSSON FRÁ FAGRASKÓGI:
Langt inn í skóginn leitar hindin særð
og leynist þar, sem enginn hjörtur býr,
en yfir hana færist fró og værð.
Svo fjarar lífið út . . .
Ó, kviku dýr,
reikið þið hægt, er rökkva tekur að
og rjúfið ekki heilög skógarvé,
því lítil hind, sem fann sér felustað
vill fá að deyja ein á bak við tré.
Um blóð, sem fyrr var bæði ungt og heitt,
mun bleikur mosinn engum segja neitt.
En þii, sem veizt og þekkir allra mein,
og þú, sem gefur öllum lausan taum,
lát fölnað laufið falla af hverri grein
og fela þennan hvíta skógardraum.
Er fuglar liefja flug og morgunsöng
og fagna því, að ljómar dagur nýr,
þá koma öll hin ungu, þyrstu dýr
að uppsprettunnar silfurtæru lind —
öll, nema þessi eina, hvíta hind.
Úr Ijóðabókinni I dögun.
V
24
STUDENTABLAÐ