Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Qupperneq 33

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Qupperneq 33
lenzkri sagnfræði lengi sjá stað, og verða þau vissu- lega ávallt talin til grundvallarrita þeirrar greinar. Auk sagnfræðiritunar fékkst dr. Þorkell mjög við útgáfustarfsemi, og er þar ekki sízt að minnast hins mikla nytjaverks hans, er hann bjó bréf og ritgerðir Stephans G. Stephanssonar til prentunar. Er það rit- verk 4 bindi. Safnverkið „Merkir Islendingar“ í 5 bindum er og ágætt rit, sem margir liafa haft yndi af að lesa. Hér er aðeins vikið að nokkrum höfuðritum dr. Þorkels, en margra annarra er ógetið, og er hann rneðal afkastamestu fræðimanna íslenzkra. III Dr. Þorkell Jóhannesson var óvenju þroskaður maður, er hann settist, 26 ára að aldri, í háskólann haustið 1922. Gerðist hann þá nokkur for- vígismaður í félagsmálum og var meðal hinna fyrstu manna, sem gegndu formennsku í stúdentaráði háskólans, en það var stofnað skömmu áður en hann settist i skól- ann. Veitti hann og um hríð forstöðu Mensae academicae og var formaður stúdentagarðsnefndar. Þá er brýnt efni til að minnast þess hér, að hann átti sæti í ritnefnd hins fyrsta tölu- blaðs af Stúdentahlaði 1. des. 1924. Mun hann hafa verið hvatamaður og forgöngumaður þeirrar útgáfu, enda var hann það ár formaður stúdenta- ráðs. Hann lauk meistaraprófi árið 1927. Liðu síðan 17 ár frá því, að hann sagði skilið við skóla sinn, unz hann tók við prófessorsembætti sínu 1944, er hann gegndi óslitið í 16 ár. Dr. Þorkell var kjörinn rektor fyrsta sinni í maí 1954 og síðan end- urkjörinn 1957 og 1960. Hefir pró- fessor Alexander Jóhannesson einn gegnt lengur rektorsembætti en hann. Dr. Þorkell var búinn mörgum ágæt- um kostum sem rektor. Hann var hygginn maður, laginn að koma fram málum stofnunarinnar, tillagna- góður og úrræðagóður, mikill mannasættir og gædd- ur slíkum persónutöfrum ljúfmennsku og góð- mennsku, að öllum hlaut að þykja einlæglega vænt um hann. Rektorstíð dr. Þorkels hefir verið grósku- og fram- faratímabil í sögu háskólans. Háskólanum hafa verið sett ný lög og reglugerð, prófessorum og öðrum kenn- urum hefir fjölgað, og kjör kennara, einkum dósenta og lektora, hafa batnað. Starfsemi háskólans hefir aukizt að öðru leyti, m. a. hefir verið stofnað til STUDKNTABLA8 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.