Stúdentablaðið - 01.12.1960, Qupperneq 34
Stúdentar frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1960
Fremri röð jrá vinstri: Kolbrún Sigurðardóttir, Sigurbjiirg Snorradóttir, Ásdís V. Jónsdóttir, Sigrún Helgadóttir, Sig-
urbjörg H. Jóhannsdóttir, Margrét Stefánsdóttir, Sigríður Þorvaldsdóttir, Sigurlaug A. Gunnarsdóttir. — Aftari röð
írá vinstri: Eysteinn Pétursson, Sigurður G. Jónsson, Sverrir lngólfsson, Sveinbjiirn Benediktsson, Njörður O. Geirdal,
Páll Pétursson, Gunnar Gunnarsson, Jóhann S. Hannesson,skólameistari, Baldur Eyþórsson, Olafur N. Elíasson, \'aldi-
tnar Brynjólfsson, Páll Skúlason, Magnús H. Pétursson.
kennslu í lyfjafræði lyfsala við háskólann, og aðstaða
til kennslu í eðlisfræði og efnafræði hefir stórum
batnað. Ráðizt hefir verið i meiri byggingarfram-
kvæmdir en dæmi eru til, síðan byggingu háskóla-
húss lauk, og háskólahappdrættið, sem stendur fjár-
hagslegan straum af þeim framkvæmdum flestum,
hefir eflzt mjög þessi árin.
Ekki verður svo skilizt við þetta mál, að ekki sé
minnzt þess ntikla þáttar, sem heimili dr. Þorkels átti
í rektorsstarfi hans. Fjöldamargir menn, bæði inn-
lendir og erlendir, nutu mikillar gestrisni á hinu vist-
lega og menningarlega heimili rektorshjónanna, frú
Hrefnu Bergsdóttur og dr. Þorkels, en þau hjón voru
frábærir gestgjafar. Munu minningarnar um glað-
værð góðra stunda á heimili þeirra seint fyrnast í
hugum okkar vina þeirra.
IV
Dr. Þorkell Jóhannesson verður öllum þeim minn-
isstæður, sem af honum höfðu kynpi, og dómar
manna utn mannkosti hans og persónuleika eru mjög
á einn veg. Hann var mikill drengskaparmaður, jafn-
lyndur og góðlyndur, en gat verið fastur fyrir, við
hvern sem var að etja. Yfir svip hans hvíldi rósemi
og jafnvægi og einstök heiðríkja. Handtakið trausta
og hið hlýja bros hans mun seint gleymast. Góðgirni
hans var við brugðið, og aldrei heyrði ég hann hall-
mæla manni, en hitt var ríkt í honum að bera blak af
mönnum og finna þeim nokkuð til málsbóta. Hann
var æðrulaus og óvílinn, og allt málskraf var honum
lítt að skapi.
Að dr. Þorkeli Jóhannessyni er mikill sjónarsviptir
hér í háskólanum, og öllum er hann harmdauði. Líf
hans og lát fyrir aldur fram er oss öllum brýning um
að vinna íslenzkum vísindum það, er vér framast
megum, og að hlynna að og vinna þeirri stofnun, Há-
skóla íslands, sem honum var svo kær.
Háskóli Islands þakkar ómetanleg störf rektors
síns og blessar minningu hans.
Armann Snœvarr.
34
STÚDENTABI.AÐ