Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Side 37

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Side 37
f' DAVÍÐ STEFÁNSSON FRÁ FAGRASKÓGI: ISyrhiu Þér finnst þú snauður, lífið lítils virði. Þú leitar meiri hvíldar — ekki byrði. Hvort sást þú aldrei mold, sem rótlaus rýkur, rekald, sem hrekst um hafið, lauf, sem fýkur? Þig skortir festu, hyrði til að bera. Að bera eitthvað þungt — það er að vera. Ur Ijóðabókinni I dögun. _________________________________________________________________________________________________^ Frá ritnefnd Kitnehid þessa blaðs þykir rétt aS gera stutta grein fyrir störfum sínum. Hún var kosin á almennum stúdentafundi í nóvemberbyrjun, og var á þeim fundi samþykkt að aðalnrál dagsins skyldi vera landhelgis- málið. A þeim óvenjulega stutta tíma, sem nefndin hafði til útgáfu blaðsins, var samstarfið ætíð með ágætum. Að vísu var ágreiningur um sjónarmið aðalgreina blaðsins. Minni hlutinn (J. Ó. og S. S.) lagði í upphafi til. að fjallað yrði um málið í samræmi við ályktun al- menns slúdentafundar 13. okt. sl., þar sem lýst er yfir andstöðu við nokkrar tilslakanir frá 12 mílna fiskveiðilögsögu. Meiri hlutinn (Á. E., J. S. og H. B. I féllst ekki á þetta. Þá bar minni hlutinn fram málamiðlunartillögu þess efnis, að greinarnar um málið yrðu tvær, og þar kæmi fram hvort tveggja sjónarmiðið í landhelgis- deilunni. Meiri hlutinn féllst ekki á þessa málamiðl- unartillögu og stakk upp á og samþykkti þá greinar- höfunda, sem í blaðið rita. Minni hlutinn var and- vígur þessum greinarhöfundum á þeirn forsendum, að þeir myndu lúlka sjónarmið í landhelgisdeilunni, sem voru í andstöðu við ályktun almenns stúdenta- fundar 13. okt. sl. og lagði til, að fengnir yrðu greinarhöfundar, sem rituðu í samræmi við fyrr- nefnda ályktun og andstætt þeim sjónarmiðum, er í blaðinu birtast. Meirihlutinn leit ætíð svo á, að hann hefði verið kosinn vegna skoðana sinna á landhelgismálinu. Stúdentafundurinn í nóvember hafnaði og tillögum minnihlutans með atkvæðagreiðslu. Ágreiningur var því í grundvallaratriðum um, hvor stúdentafundurinn teldist ráða meiru. RITNEFND STIJDENTABLAÐ 37

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.