Stúdentablaðið - 01.12.1960, Side 39
sjft'á ‘f4afnat'át'ittuittt
Um langan aldur var Kaupmannahöfn höfuðlær-
dómssetur íslenzkra stúdenta. og eru þeir ekki fáir
Islendingarnir, sem lesið liafa fræði sín og notið
lífsins lystisemda í þeirri frægu borg við sundið.
Margur góður Frónbúinn hefur gist Garð, og á
Danagrund hafa menn glaðzt og grátið. Þar hafa ís-
lendingar drukkið og dansað og dreymt um fagrar
konur, en aðrir svipt sig Iífi í heimsins sorg og sút.
Nú, þegar Hafnarvist er orðinn þverrandi þáttur í
Iífi íslenzkra slúdenta, er það ef til vill ekki ófróðlegt
að gægjast í endurminningar nokkurra Hafnarstúd-
enla og hyggja að, hverjum augum þeir hafa skoðað
dvöl sína þar.
„Hér er að mörgu gaman, ef maður hefði nóga peninga til
að nota sér það, en ekki get ég fundið smekk í ])ví, sem fólk
hefir sér hér til lystisemda.
Mest fær á ntig hljóðfærasöngurinn, og að heyra hann und-
ir eikigreinunum, sem yfirskyggja á allar síður, gerir mann
næstum frá sér numinn fyrst í stað. Alt getur maður haft hér,
sem upphugsað verður, með peningum, og séu þeir Itil],
takmarkar ekkert manns frjálsræði nema flugurnar og flærn-
ar, sem livorki geía um kopar né seðla. Fólkið hérna er
fjarskalega glaðlynt og bægilegt og strax til reiðu með alls
kyns þénustu, en alt verður að kosta peninga. Verst af öllu
kann ég við skrattans móð]inn] og get ég aldrei liðið sjálfan
ntig, þegar ég lít utan á mig.“
(tíréf Tómasar Sœmundssonar, bls. 19.)
„A Garði bjó Garðprófasturinn. 1 minni tíð dr. jur. Larsen
prófessor. Hann var kvæntur niaður, og munu þati hjón liafa
verið vel látin af stúdentum, bæði íslenzkum og dönskum.
Þótt ég kæmi oft á Garð, sá ég þar aldrei kvenmann. Blessað
kvenfólkið liefur líklega verið alger bannvara þar. Þess má
því geta nærri, hvert reginhneyksli það hefur verið í augum
prófessors Larsens, er liann komst að því, að danskur stúdent,
sem auk þess las guðfræði, hafði eftir háttatíma tekið stúlku
inn um gluggann hjá sér. Glugginn sneri út að Köbmager-
gade. Ekki man ég, hvort stúdentinn var rekinn af Garði, en
sagt var mér, að það liefðu þótt málsbætur fyrir hann, að
stelpurnar, sem liann togaði inn til sín í gegnum gluggann,
voru tvær. Þá kom og á minni tíð ennþá meira hneyksli fyrir
í Borchs Collegium. Ekki áttu lögfræðinemar þar neinn hlut
að máli, því að sú saga gekk, að í „Statúttunum", þ. e. reglu-
gerð fyrir stofnunina, stæði, að ekki fengju þar inngöngu
„Jurister og andre Skurke". Atvikið var sýnt í myndum í
skopblaðinu „Blæksprutten". Fyrir framan dyrnar hjá einum
stúdentinum stóðu fallegir dömuskór, og stóð prófessorinn
liálfboginn með gleraugu og undrunarsvip yfir þessu fyrir-
brigði. I textanum við myndina stóð, að stúdentinn hefði í
misgripum iátið skó stúlku sinnar fram fyrir dyrnar, en ekki
sína skó, eins og venja lians var.“
(Minningabók Guðmundar Eggerz, bls. 81—2.)
„Lá í rúminu til SVi. Eg ætlaði reyndar oft að fara á fætur,
en það varð ekkert úr því. Ég ætlaði bara að liggja, meðan
ég væri að telja 100. ... Nei. Ég lá lengur. Það voru allar
taugar svo slakar og linar. Velgjan var svo notaleg. Ég tímdi
varla að lireyfa mig. Eg var ekki vakandi og ekki sofandi.
Ilálfar hugsanir flugu gegnuin liuga minn, ein eftir aðra.
Svona hefði ég getað legið allan daginn. Seinast fór Gísli á
fætur, og þá gat ég ekki verið þekktur íyrir að liggja lengur.
Gekk út.á Löngulínu. Las „Ungdom í Digt og Sang“. Lá og
mókaði 2 tíma um miðjan daginn. Það er svo indælt að
móka. Um kvöldið var ég uppi hjá Einari og Glosa. Vér rædd-
um um ýmislegt, kvennafar, túra, skuldir og peningaklípur
o. s. frv. Samtal vort var allskemmtilegt. Háttaði 11.“
(Olafur Davíðsson: Eg lœt allt fjúka —, 307.)
„I milli smátúra rninna út um landið lifði ég all-glöðu
lífi inni í horginni, og bjó unt tíma með skemmtilegum fé-
lagsmanni, Snorra Pálssyni frá Siglufirði; hann henti mikið
gaman af glensvísum, og gerðum við formannavísur, sem við
kölluðum, um landa vora, sem með stakri reglusemi „reru á
kvöldin í Kobbabúð", o: sátu að sumbli hjá Jakobsen nokkr-
um f „Skaftinu". ... Margar skopvísur voru þá á gangi í
Höfn, en engin illindi, og var því öll viðkynning frjálsari en
stundum á iindan og eftir. En þótt ég tæki þált í skopi og
öðru gamni landa, liélt ég hvorki þá, áður né síðan á lofti
glettniskveðlingum mínum, og því hefur mest af því gleymzt,
enda var hið lakara jafnóðum brennt. Lét mér og aldrei vel
sá kveðskapur, þótt ég henli gaman að honum hjá öðrum.“
(Matthías Jochumsson: Sögukaflar af sjálfum
mér, bls. 200—201.)
STUDENTABLAÐ
39