Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Side 44

Stúdentablaðið - 01.12.1960, Side 44
Reykjanesvita, og nutum við leiðsögu vitamálastjóra. Er komið var til bæjarins, var toppstöðin við Elliða- ár skoðuð. í þessum ferðalögum okkar höfum við alls staðaj hlotið beztu viðtökur, en sérstaklega ber þó að þakka ágæta leiðsögu og fyrirgreiðslu próf. Finnboga R. Þorvaldssonar. Sumarið 1959 sóttu verkfræðinemar um sérstakan styrk vegna kostnaðar við nám í landmælingu. Menntamálaráðuneytið vísaði málinu til fjárveitinga- nefndar, en mælti með að veitt yrðu lán, en ekki styrkir. Alþingi afgreiddi síðan málið án frekari breytinga. Fjárveitingin var tekin á fjárlög 1960 og kom því of seint, til að þeir, sem upprunalega sóttu um hana, nytu góðs af. Með þessu hefur verið ráðin nokkur bót á fjár- hagsörðugleikum verkfræðinema á 3. ári, er þeir eru að námi allt sumarið. Frá Orator, félagi laganema Orator, félag laganema, var stofnað 1923. í fyrstu var félagið aðeins málfunda- og skemmtifélag, en færði smám saman út kvíarnar, og árið 1947 hóf það útgáfu Ulfljóts, sem kemur reglulega út og flytur greinar lögfræðilegs efnis. -— í núverandi stjórn eru eftirtaldir menn: Magnús Þórðarson, formaður, Skúli Pálsson, varaformaður og ritstjóri Ulfljóts, Þórður Guðjohnsen, aðstoðarritstjóri, Stefán Hirst, gjaldkeri, og Guðrún Erlendsdóttir, ritari. Störf félagsins sl. ár hafa verið með svipuðum hætti og undanfarin ár og ekki er ástæða til að rifja upp, haldnir hafa verið málfundir og almennir fé- lagsfundir o. s. frv. Hátíðisdagur Orators var að venju haldinn 16. febrúar. Hófst hann með því, að laganemar fóru í Hæstarétt og hlýddu á erindi dr. jur. Þórðar Eyjólfs- sonar, forseta hæstaréttar. Eftir hádegi var bæjar- þing Orators sett í Háskólanum, en um kvöldið var gengið til veizlu í Þjóðleikhússkjallaranum. I haust var farið í hinn árlega vísindaleiðangur, og var Litla-Hraun heimsótt. Þaðan var ekið að As- hildarmýri, þar sem próf. Theodór B. Líndal flutti erindi. Sl. vetur var tekin upj) sú nýbreytni, að Guðmund- ur Ásmundsson, hrl., var fenginn til að kenna laga- nemum undirbúning og meðferð dómsmála. Gafst þetta mjög vel, og vonumst við til, að þessi þáttur kennslunnar haldist. Á vormisseri kom til lagadeildarinnar góður gest- ur, þar sem var próf. Eugene N. Hanson, forseti laga deildar í Ohio Northern University. Kenndi hann skaðabótarétt og hélt jafnframt fyrirlestra almenns efnis. Mikið var um utanferðir laganema sl. ár. Formað- ur Orators sótti þing og hátíð laganema í Stokk- hólmi. I júní var haldið 12. mót norrænna laganema í Noregi, og sóttu það 4 laganemar héðan, Skúli Páls- son, Birgir Isl. Gunnarsson, Jón Ragnarsson og Ólafur Stefánsson. Nú i haust fóru prófhæstu laganemar í seinni hluta til Bandarikjanna í 3 vikna boði ríkisstjórnarinnar þar. Þeir, sem það hnoss hrepptu, voru Birgir ísl. Gunnarsson, Jóhannes Helgason og Guðrún Erlends- dóttir. Ferðuðust þau víða um og sóttu tíma í laga- skólanum við Ohio Northern University. Er von til, að komið verði á gagnkvæmum stúd- entaskiptum við þann skóla. Mikil aðsókn hefur verið að lagadeildinni undan- farin ár, og er það gleðiefni, að í haust innritaðist hópur stúlkna, og er það vonandi vísbending þess, að hið veikara kyn fælist ekki deildina eftirleiðis svo sem verið hefur. ÁRNl KRISTINSSON: Frá Félagi læknanema Hið 27 ára gamla Félag læknanema hefur lifað fjörmiklu lifi liðið ár sem endranær. Félagsmenn eru milli 190 og 200, enda eru allir læknastúdentar ipse facto meðlimir félagsins. Haldnir hafa verið fundir mánaðarlega allan skólatímann. Hafa merkir læknar flutt fræðileg erindi um hugfólgin mál, rædd félags- 44 STÚDENTABLAf)

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.