Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Page 4

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Page 4
Reykjavík 16.11.‘69. A Háskóli íslands einhverjum skyldum að gegna við atvinnuvegi þjóðarinnar ? Allt fram á þennan dag hefðu margir hinna bóklœrðu svarað þessari spurningu neitandi. Nú er viðhorfið breytt. Skyndi- legir erfiðleikar hafa vakið okkur upp af vcerum blundi. Hefur íslenzkt þjóðfélag ekki skort ákveðna stétt, háskólamenntaðra starfskrafta, sérhœfða í þágu atvinnulífsins ? Menn, sem treyst geta stöðu fyrirtœkjanna og haldið þeim í takt við tímann. Má ekki aó einhverju leyti rekja erfiðleika atvinnuveganna og um leið þjóðarinnar til skorts á mönnum, er hafa tileinkað sér þá þekkingu og tœkni, sem fyrirtœki nútímans krefjast ? Þegar við lítum yfir atvinnusögu okkar Islendinga verður það deginum Ijósara, að Háskólinn hefur að mestu brugðizt því hlut- verki að veita straumum nútíma þekkingar inn í hið virka þjóðlíf Þetta andvaraleysi hefur orsakað óeðlilega þróun í framleiðslu- atvinnuvegum þjóðarinnar. Því aðeins getum við haldið efnahagslegu sjálfstœði í framtíð- inni, að við bvggjum upp heilbrigt efnahagskerfi, sem sjái þegn- unum fyrir álíka lífskjörum og í nágrannalöndunum. Undirstaðan hlýtur að vera vel menntað og framsœkið vinnuafl og afkastamikil framleiðsla byggð á íslenzkri tœknikunnáttu. Hlutverk Háskólans í uppbyggingu atvinnuvega íslendinga getur því verið mikið og er aðkallandi, þörfin fyrir nýjar námsleiðir knýjandi. Nýjar náms- brautir eru því ekki neyðarráðstöfun vegna fjölgunar stúdenta, heldur þjóðhagsleg nauðsyn. Samhliða hagnýtum námsleiðum verður að efla rannsóknir í þágu atvinnuveganna, í tengslum við hinar ýmsu deildir Háskólans. Markið á að vera efling íslenzkra atvinnuvega og hagnýting náttúruauðlinda okkar hrjóstruga lands. Rannsóknir merkra, íslenzkra vísindamanna hafa þegar sýnt og sannað, hvað hér er í húfi. Sjálfstœðisbarátta lítillar þjóðar verður harðari en nokkru sinni fyrr, þegar þjóðir heimsins hqfa sameinazt í stórar efnahagsdeildir. Leiðin til þess að mceta harðnandi scimkeppni er ekki einangrun, heldur alhliða efiing framleiðslu atvinnuveganna og íslenzkra vísinda. Góðir stúdentar. Með því að helga 1. des. þessu mikilvœga verkefni, undirstrikum við þýðingu þess fyrir þjóðinni. Um leið minnum við stjórnvöld Háskólans á, hina tafarlausu þörf fyrir nýjar hagnýtar náims- leiðir. Hagsmunir þjóðarinnar allrar eru að veði. Magnús Gunnarsson, stud. oecon. STÚDEIMTABLAÐ 4

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.