Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Side 6

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Side 6
Skilnaður Islands og Danmerkur eftir Jón Ólafsson, ritstjóra. Skilnaður ríkistengsla Danmerkur og íslands. Tala flutt í „Fram“, félagi Heimastjórnar- flokksins í Reykjavík n.Febrúar 1911. I. [Inngangur. Takmark hverrar pjódar). Eigi maður að innibinda í einni stuttri setningu, hvað er og á að vera takmark liverrar þjóðar, þá verður svarið: velvegnun þjóðarinnar. Auðvitað verður að taka orðið vel- vegmin í sinni fullu merkingu — ekki um efnahaginn einan, þó að hann sje auðvitað einn ómissandi liður. Vér könnumst öll við það, að „mað- urinn lifir ekki á einu saman brauði". Þegar ég því tala um „velvegnun", þá á ég við alla velvegnun, andlega og líkamlega. Það má segja, að takmark einstak- lingsins sé alveg ið sama: velvegnun. En þjóðin (eða ríkið, þar sem þjóð og ríki falla saman) er sú heild, sem innibindur í sér alla sína einstaklinga. Takmark ríkis eða þjóðheildar er því: sem mest velvegnun sem Jiestra (eða helzt allra) einstaklinga. Til þess að eitt ríki eða stjórnar- heild geti látið einstaklingum sínum vegna vel, eða eflt velmegun þeirra, og sjálfs sín, þá verður það: 1. að efla persónu-frelsi og hegðan- frelsi þeirra; 2. að efla menningu þeirra, þ. e. andlega og líkamlega mentun og hollustu; efla heilbrigði sálar og líkama; 3. að efla efnahag einstaklinganna; 4. að styðja hagsýniiega hagnýting auðsuppsprettna landsins, svo að fólkinu geti fjölgað svo sem at- vinnuvegirnir leyfa. 5. Með þessu tvennu síðast talda (aukning efnahags og fjölgun'fólks- ins) eflir ríkið þrótt sinn til að standa sem sjálfstæð heild gagn- vart öðrum jafningjum sínum. II. [.Mentun vor íshndinga. — Vér eigum að verða mentaðri p/'óð]. Þetta er þá það takmark, sem vér Islendingar eigum að stefna að. Er nokkur sá íslendingur til, sem ekki vilji þetta? Vafalaust enginn. Öll börn vilja verða stór, vilja verða fullorðið fólk. Vildum vér ekki allir, að vér vær- um mentaðri þjóð en vér erum? Vafalaust. Því að þótt verið sé oft að telja oss trú um, að vér séum vel mentuð þjóð — meðal inna mentuð- ustu —, þá er þetta ekki satt. Ef það eitt er mentun, að kunna að lesa og eitthvað að klóra — ja, þá erum vér með mentuðustu þjóðum, því að þær þjóðir eru færri, þar sem jafn- fáir meðlimir þjóðfélagsins og hjá oss kunna ekki að lesa og klóra nafnið sitt. En þetta er í sjálfu sér engin ment- un. Það er engin mentun í að kunna

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.