Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Side 7

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Side 7
Varla hafdi lyngt í lofti eftir langvarandi stjórnfrelsisbaráttu sídari hluta 19. aldar ogflutning þingræðisstjórnar til íslands árið 1904 í fyrsta sinn í sögu landsins, þegar harðvítugar deilur hófust að nýju um samband landanna tveggja, Danmerkur og íslands. Árið 1908 var lagt fram uppkast að sambandslögum milli Danmerkur og Islands, sem fulltrúanefndir beggja aðila höfðu orðið nœr einróma ásáttar um. Uppkastinu var hafnað við þjóðaratkvaði eftir eina harkalegustu kosningabaráttu, sem sögurfara af hér á landi. Jón Ólafsson, ritstjóri og alþingismaður, sá hinn landsþekkti höfundur íslendingabrags, œvintýramaður og ,,Ameríkuagent“ var einn þeirra minnihlutamanna, sem samþykkja vildu Uppkastið. Nokkru síðar, eða átrið 1911, flutti hann á fundi meó Heimastjórnarmönnum i félagi þeirra Fram þá skemmtilega skeleggu rœðu, sem ritnefndþessa blaðs hefur orðið ásátt um að birta hér í heild. Hún lýsir sérstœðum viðhorfum hans til fulls skilnaðar landanna, sem hann t.d. telur fráleitt tímabæran, fyrr en hér á landi búi a.m.k. fjórðungur manna úr milljón. að kveða að og draga til stafs. Ekki eiginlega heldur í því að kunna litlu töfluna. Ekki fremur en það er nokkur hey- skapur að eiga orf og ljá og hrífu. Ekki fremur en það eru nokkur aflabrögð að eiga fleytu, öngul og færi. Orf, ljár og hrífa eru að eins am- boð, áhöld til heyskapar. Fleyta, öngull og færi eru aðeins tæki til að afla með. Eins er lestur og skrift. Þau eru ekki mentunin sjálf — að eins tœki til mentunar. Alt er undir því komið, að þau sé notuð, og notuð rétt— oss til gagns. Því hvað er mentun? Hún er samræmilegur þroski alls manneðlis vors. Hún er í því fólgin, að eiga heil- brigða sál i heilbrigðum líkama. Vér verðum að kunna að hugsa og álykta rétt, og vér verðum að afla oss þekkingar á manneðlinu sjálfu, eðli sjálfra vor; þekkingar á náttúr- unni, svo að vér getum lifað hollu lífi, varist sjúkdómum — varist aldur- tila fyrir örlög fram. Hver viðauki við meðalaldur einstaklinganna er auk- ning á efnahag þjóðarinnar. En vér verðum að afla oss einnig þekkingar á náttúrunni, svo að vér getum gert oss hana undirgefna. Allar framfarir í atvinnuvegum hvila á aukinni þekking á náttúrunni og högum hennar. Þær eru árangur af rannsóknum vísindamannanna og til- raunum fræðimannanna. Því eigum vér að styðja og styrkja vísindin — og listirnar. Alt, sem menntar mannsandann, styður fram- farir vorar í öllum greinum. Það eru ekki efnafrœðingarnir einir, sem gagna oss, svo mikið sem bú- naður, vöruverkun og heilsufræðin eiga þeim að þakka. Það eru líka skáldin, sem kenna okkur að þekkja manneðlið. Því skul- um vér ekki sjá eftir skáldastyrk, sem kemur vel niður, þó að of mikið megi af öllu gera í því sem öðru. Vér höf- um varla gert of mikið af því enn. Eða þá heimspekingarnir og sagn- frœðingarnir. Hvað er sagan annað en reynsla liðinna tímaf Og heim- spekin kennir oss að skilja og þekkja mannsandann og draga lærdóma af sögu liðinna tíma. Þessir menn styrkja oss því í því, að skilja rétt nútíðina og verða nýtari þegnar í þjóðfélaginu. Hvað er það sem heldur þjóðinni saman sem þjóðf Sem eflir metnað hennar og sjálfstæðistilfinning, styrkir hana og þroskar sem einstakling í félagi þjóðannaf Það er ástin til átthaganna, ætt- jarðarástin. Það eru sameiginlegar minningar, sögulegur arfur, scrkenni hennar sem þjóðar meðal þjóðanna. I einu orði: það er þjóðernið. Og hvert er þess skírasta einkenni og styrkasta stoðf Hvað fremur en tungan okkar og þeir fjársjóðir, sem hún varðveitir í bókmentum vorumf Sé það því nokkurs virði að vera þjóð — sé það hjartans-mál tilfinning- anna og líisþróttar-uppspretta, þá virð- ið ekki alt of lítils starf okkar, sem reynum að varðveita og fága þennan gimstein — tunguna. Hugsið því aldrei um vísindin, að þau sé fánýt, af því að þau verði ekki „látin í askana". Jú, víst verða þau „látin í askana", og meira en það. Án árangurs þeirra yrði ykkur lífið óbærilegt — bæði andlega og líkamlega. Ykkur skortir ekki annað en nægilega þekkingu, til að skilja það, að alt, sem er ykkur dýrmætt í andans heimi, og 'óll at- vinna hvers einasta ykkar hvílir á árangrinum af starfi vísindamannanna. Það er enn satt og verður um alla eilífð satt, sem Jónas Hallgrímsson kvað: „Vísindin efla alla dáð orkuna styrkja, viljan hvessa, vonina glæða, hugann hressa, farsældum vefja lýð og láð". III. [.Fram ! Fram ! Afram ! — Fyrst er ad verða 250,000]. Því segi ég það: allir vildum vér gjarnan verða mentaðri þjóð en vér erum. Og mentunin á að gera oss færa um að verða eýnaðri þjóð. Og bætt- ur efnahagur og frekari hagnýting á auðsuppsprettum landsins á að auka fólksfj'óldann í landinu. Þetta þrent: aukning mentunar, efna- hags og fólksjj'ólda — það er tak- tnark, sem vér fremst af öllu eigum nú að stýra að. STÚDENTABLAÐ

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.