Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Side 9

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Side 9
yfir neinu þeirra; en Danir ótakmark- að fullveldi í þeim 'óllum. Eftir frv. hefðu bæði löndin orðið „frjáls og fuilvalda" ríki, með tak- mörkunum, sem þau bœði lögðu á sig með samningi. En þessu höfnuðum vér, heimskir og fávísir keipakrakkar — því að ann- að vórum vér ekki þá. Illu heillil Það er sú sárasta óhamingja, sem yfir þetta land hefir komið síðan það reis úr sjó. Gamli sáttmáli og uppgjöfin á hönd konungsvaldinu var ekkert á móti því. Engum manni, sem þekkir til mann- kynssögunnar, getur dulizt, að þótt aldrei hefðum vér gert gl. sáttmála, þá hlaut svo að hafa farið síðar, eftir því sem hertæki breyttust, að vér hefðum hlotið að missa sjálfstæði vort og verða hernumið land — Hollendingum eða Bretum að bráð, ef eigi öðrum fyrri. V. [.Skilnadur — Erum vér vaxnir Jionum r — Er hatm œskilegur P — Canada. Goldwin Smith. Beaconsjield. — Grafletur yfir pjóð- erni vort\ Vér erutn þjóð! Vér áttum kost á að verða sjálfstæð, „frjáls og fullvalda" þjóð, en þágum það ekki. Vér vildum verða ókáð þjóð, slíta sambandinu við Dani. Því að „persónusambandið" er fullur skilnaður við Dani. Konungssamband eitt er ekkert sam- band milli þjóða. Sagan hefir sýnt það, og hún hefir sýnt meira: hún hefir sýnt, að kon- ungssamband er ókugsandi héðan af nokkurstaðar í heimi. Dönum dettur aldrei í hug að ganga að því. Fyrri vilja þeir leyfa oss fullan skilnað. En setjum svo, að skilnaður að fullu og öllu standi oss til boða. Og ég tel vfst, að Danir mundu aldrei óska að hefta oss frá honum með hervaldi, ef hann væri einhuga ósk allrar þjóð- ar vorrar eða yfirgnæfandi meirihluta hennar. En er hann þá æskilegur oss? Erum vér menn fyrir honum? Enginn af „skilnaðarmönnum" vor- um, sem enn hefir látið til sín heyra, hefir álitið oss færa um að taka skil- naði nú þegar — nema Bjarni frá Vogi. Dr. Jón Þorkelsson lét jafnvel á sér heyra á þingmálafundi hér fyrir fáum dögum, að það kynni að verða ein 150 ár (hálf önnur öld!) þangað til að til skilnaðar kæmi. En er það ekki barnaskapur að byggja stjórnmálastefnu 1911 á því, hvað verða kunni anno 2061 i!!! Hvað vitum vér um það nú, hvernig umhorfs kann að verða í heiminum 2061 ? Ég sagði áðan, að vér skyldum fyrst um sinn hafa þá einu „pólitík", að verða mentaðri og efnaðri þjóð og ná ibúatölu 250,000. Þér segið e. t. v., að þess verði eins langt að bíða. Ekki ætti það að þurfa að verða. Þar sem auðsuppsprettur lands eru lítt hagnýttar, eins og hér, en þær hins vegar nægar til að bera geipilega fólksfjölgun — eins og hér —, þá eru þess dæmi, að mannfjöldi hefir tvó- faldast á 23 árnm. Eftir því gætum vér eftir 50 ár verið orðnir orðnir 320,000, og á 100 árum I1/4 mílfón. Ég segi ekki það verði. En ég segi, að það geti orðið. Gæti auðveldlega orðið, ef vér hefð- um þegið framboðið fullveldi og varið öllu afli voru til að efla atvinnuvegi þessa lands, í stað þess að slíta þeim upp í árangurslausu, vonlausu og vit- lausu stjórnmálaþrasi. Canada hafði 1801 240,000 íbúa, en 1901 (100 árum síðar) 5,470,000 íbúa. Þar hefir fólkstalan miklu meira en tvöfaldast á hverjum 23 áruni að meðaltali síðustu 100 árin. Og þó hygg ég að folkstalan hafi vaxið miklu mest síðustu 10 árin (1901—1911 > Ef vér þiggjum það fullveldi, sem oss var boðið (þ. e. a. s., ef þess er enn kostur), þá getum vér lagt járn- braut austur yfir Suðurlands-undirlend- ið, framkvæmt ina miklu áveitu, sem þar hefir verið ráðgerð. Og þá geta einar tvær sýslur þar, eða hálf-önnur, fætt og borið vel 250,000 íbúa. Auð- vitað spryttu þeir ekki upp á svip- stundu, en fólkinu hlyti að fjölga þar hraðfara — meðfram við innflutning. En það er svo hvervetna um heim, hvar sem tvær fjarlœgar þjóðir eru í sambandi, önnur minni en hin stærri, að þar hlýtur minni þjóðin að vaxa, ef atvinnuvegir og náttúruskilyrði leyfa. Og því meir sem hún vex, því meir þarfnast hún nýs og betra skipulags á stjórn sinni, og að lokum kemur sá tími, að hún losnar úr sambandinu, eins víst eins og eplið fellur til jarð- ar, þegar það er fullþroska. Maður hét Goldwin Smith, dáinn árið sem leið. Hann hefur þótt merk- astur og frægasturpólitiskur ritgerðahöf- undur (essayistj á brezka tungu síð- ustu 50 ár. Hann var fyrst háskóla- kennari í Oxford í sögu; síðan við Cornell-háskólann í Ithaka, þá er hann yar stofnaður; þá við Toronto-há- skóla í Canada; en síðustu 10—11 árin lifði hann í Nevv York á eigum sínum. — Hann unni ættjörðu sinni (Bretlandi) hugástum. Það er nógu gaman að heyra, hvað hann sagði um þetta efni, meðan ég var vestra („Questions of the day“. N. Y. 1893). Hann er að tala um skilnað brezku lýðlendanna við Bret- land, sem hann telur óhjákvæmilegan heldur fyrr en síðar úr þessu. Hann segir svo um skilnaðinn: „Einhvern tíma rekur að því, því að engum manni dettur í hug, að Australía og Canada haldi ávalt áfram að verða háð Bretlandi. Engum dett- ur í hug að ímynda sér, að amerísku lýðlendurnar, sem eitt sinn vóru, þær sem nú heita Bandaríki Ameríku, hefðu með nokkru móti getað haldið áfram alt fram á þennan dag að vera lýðlendur, þó að aldrei hetði risið neinn ágreiningur milli þeirra og Ge- orgs 3- — Blatchford lávarður sagði: ,,„Sá tími kemur í lífi allra fjarlægra þjóða, hversu náið sem samband þeirra hefir upphaflega verið, að hvor þeirra um sig verður að halda sína leið, hvort heldur í innanlands-málum eða utanríkis-málum, óhindruð af hand- leiðslu hinnar. Og hvenær sá tfmi kemur, það er alt komið undir þrosk- unar-vexti þjóðarinnar. Sérhver vöxt- ur í auðlegð smærri þjóðarinnar, í STÚDENTABLAÐ

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.