Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Síða 10

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Síða 10
mannfjölda hennar, mentun eða stjórn- skipulagi — alt þetta er, í einum skiln- ingi, ný og ný skref, er leiða til skiln- aðar. Þegar Canada-fylkin mynduðu fylkja-samband sitt, þá var það auð- vitað stig í skilnaðar-áttina"". Jafnvel Beaconsfield lávarður sagði í trúnaði við Malmesbury lávarð (Mal- mesbury: Memoirs oý a?i Ex-Minister), að lýðlönd Breta hlytu að skilja við Bretland og verða óháð innan fárra ára, og hann hikaði ekki við að segja, að þangað til væru þær, eins og nú væri komið, mylnusteinn um háls Bretlandi". Síðan þetta var ritað, hefir Canada heimtað, og fengið, leyfi til að gera á eigin hönd verzlunar-samninga við útlendar þjóðir, undir nafni utanríkis- ráðherrans brezka og á hans ábyrgð. Hún hefir einnig stofnað hjá sér hæsta-rétt og þannig losnað að mestu undan dómsvaldi Breta. Hún má nú heita á skilnaðar-þröminni, og þó þyk- ist hún ekki enn við skilnaði fullbúin, og veit þó vel, að ekki mundi Bret- land aftra henni, og að henni er eng- in hætta búin af Bandaríkjunum. Stjórr nálamenn þar eru svo hyggnir, að þeir sjá, að Bandaríkjunum er arð- samara og í alla staði hagkvæmara, að hafa arðvænleg viðskifti við vinar- þjóð í nábýli við sig, heldur en að eiga að stjórna nauðugri þjóð, er mundi hata þá, ef þeir grönduðu sjálfs- forræði hennar. Lfkt rná nú segja um Australíu. Ég heyri nú, að orðnar muni í ár yfir 7 milíónir íbúa í Canada. Þó þykist hún ekki enn vera vel við skilnaði búin eða fær í þann sjó. En vér, 80 þúsundirnar, með mikl- ar auðsuppsprettur í sjó og á landi, sem bæði Bretar, Þjóðverjar og Frakk- ar líta girndaraugum til, — vér tölum um að vér séum færir um að standa á eigin fótum að öllu. Bera allan kostnað við þjóðríkis-stjórn og sendi- herra (— vér höfum nú séð lítið mark á, hvað einn kostar ossl), og við her- búnað, sem að engu haldi kæmi. Þeim álögum risum vér aldrei undir. Þær yrðu svo þungar, að fólkið flýði úr landi, alt magn til framfara drægi úr oss; oss fækkaði í stað þess að fjölga, og innan örfárra ára kæmi Bretinn og slægi verndarhendi sinni yfir oss eins og yfir Búa. Þeir gætu notað, og mundu nota, fossana okkar, bújarðirnar, Iandhelgina. Þá fjölgaði að vísu aftur í landi — af Bretum. En þjóðernið vort væri þá búið að vera. Islenzku hræðurnar yrðu ósjálf- stæður vinnulýður brezkra húsbænda. Þá mætti setja íslendingum — þjóð- inni íslenzku — þetta graflétur: ))Þeir þektu ekki sinn vitjunartíma, þvi urðu þeir ajmáðir úr þjóðanna tölua. Nú eru fáeinir ungir menn að blása upp Danahatur, sem hér var alveg út dautt. Brýna fyrir oss illa með- ferð danskrar stjórnar á oss fyrr á öldum. En hverja sök á in danska þjóð (sízt in núverandi) á því? Það voru einvaldskonungar Dana á umliðnum öldum, sem léku oss sárt, og fóru þó enn verr með sína dóriskn þegna en oss. Bænda-ánauðina dönsku og tréhestinn þektum vér þó aldrei nema af afspurn. VI. [Eg vildi ekki skilnad, þótt bodinn væri. — Hvað munu barna-barna-barna barna-b'orn vor scgja? — Hvcrnig lítur heimurinn þá útr — Iðjulausir ft a?ntídar-draumar\. Hvað eigum vér þá að hugsa um „skilnað" ? Vér lifum nú í vinsamlegri og frið- samlegri sambúð við mentuðustu og göfuglyndustu þjóð Norðurálfunnar, ef eigi heimsins. Vér höfum átt kost á að verða sjálf- stætt, fullvalda ríki, með betri kjörum en nokkrum hefði komið til hugar að heimta, hvað þá heldur vænta, fyrir 5 árum. Enginn íslendingur er sá, sem ekki vilji þjóð sinni allan veg og virðing, sem hún er fær um að rísa undir. Allir mundum vér óska, að vér vær- um svo stórt veldi, fjölment, auðugt, mentað og voldugt, að vér værunr færir í allan sjó — já, að vér gætum haft litlu, mentuðu, auðsælu Danmörk fyrir skjólstæðing okkar. Állir vildum vér vera svo mikilsigld þjóð, að vér gœtutn skilið við Dan- mörku, ef oss þætti þess þörf og oss væri það hagur. Á þatin hátt erum vér allir skiln- aðarmenn. En stæði oss skilnaður til boða nú, þá vildi ég ekki þiggja hann. En eigum vér þá ekki samt að hafa skilnaðinn fyrir takmark, keppa að honum? Nei, og aftur nei! Auknitig veltnegunar, auðsœldar, mentunar, fólksfj'ólgunar í latidinu — i hagkvœmu jaýnréttis-satnbandi við Dani — það á að vera vort takmark, en ekki skilnaður. Reki þar að, þá er við erum komnir undir græna torfu, að niðjar vorir verði einhvern tíma vaxnir skilnaði, þá kemur hann af sjálfu sér — ef þeir þá óska hans. En hvort svo verði, um það get- um vér ekkert vitað. Heimurinn getur orðið svo breyttur þá, að vér getum enga hugmynd gert oss um það. Má vera að þá verði allur hernað- ur horfinn; þjóðirnar hafi að eins sameigið alþjóða-lögreglulið til að gera aðför að lögum hverri þeirri þjóð, er eigi hlýðir úrslitum alheims dómstóls- ins, sem þá verður á kominn. Má vera, að smáþjóðirnar tengist þá nánari böndum í stað þess áð fjar- lægast og skilja. Má vera líka, að öll þjóðerni, smá og stór, myndi þá hvert sitt ríki — og þá verðum vér vafalaust eitt þeirra. Skilnaðurinn kemur þá undir eins og vér erum honum vaxnir og höfum hans þörf og óskurn hans. En hann kemur þá sem eðlileg afleiðing vaxtar vors, vaxtar að auð, mentun og mann- fjölda. Þessi vöxtur á að verða vort fram- tíðar-takmark, en ekki skilnaðurinn. Ilann getur ekkert takmark verið í sjálfu sér. Það viðfangsefni liggur svo langt frammi í ófyrirsjáanlegum ókomnum tíma, að vér verðum að fela það niðj- um vorum, sem þá lifa, að ráða fram úr því, eftir því sem þá hagar til. Það er ekki vort hlutverk að taka fram fyrir hendurnar á niðjum vorum í ófyrirsjáanlegri framtíð. Jón Ólafsson. STÚDENTABLAÐ

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.