Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Síða 11

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Síða 11
Umrœður um menntamál . . undirstöðumenntunin er ekki nógu góð og ekki nógu hagnýt.“ Um fátt hefur meir verið rcett og ritað að undanförnu en málefni Háskóla Islands, ástand og horfur. Og svo sem sjá má, er þetta Stúdentablað, 1. desember 1969, að verulegu leyti helgað háskólamálum. Ritnefnd fékk nokkra valda menn til umræðna á þessum vettvangi og telur þá tilhögun skoðana- skipta bceði skemmtilega til tilbreytingar og gagnlega. Þeir, sem rœða hér saman, eru þeir Magnús Már Lárusson, rektor Háskóla Islands, prófessor Guðmundur Eggertsson, Magnús Gunnarsson, stud. oecon, formaður S.F.H.Í., Allan Vagn Magnússon, stud. jur., formaður Stúdentaráðs, Geir Vil- hjálmsson, stud. med., Helgi Skúli Kjartansson, stud. phil. og Þorsteinn Ingólfsson, stud. jur. Umrœðunum stjórnar Baldur Guðlaugsson, stud. jur. ,, . . . þörf á meiri sérmenntun í atvinnulífinu." B.G. í skýrslu Háskólanefndar segir, að tala þeirra stúdenta, er stunda nám við Háskóla íslands muni væntanlega verða um 2500 árið 1975 og talsvert á fjórða þúsund um eða upp úr 1980 eða þrisvar sinnum hærri en tala þeirra stúdenta, sem nú stunda nám við Háskólann. Segir síðan í skýrslu háskólanefndar, að aukin aðsókn að háskólanámi muni væntanlega leiða til þess, að fjöldi þeirra, er lokið hefðu háskóla- prófi innan þess aldursflokks, ykist úr þremur prósentum, eins og verið hefur að undanförnu, í 10-15% kringum 1985. Heildarfjöldi háskóla- menntaðra manna á starfsaldri hefði þá aukizt úr 2600 árið 1968 í 7-8000 árið 1985 og meira en tvöfaldast miðað við fólksfjölda og mann- afla í landinu. Ég vildi þá fyrst spyrja rektor að því, hvort hann telji ekki, að sú staðreynd hljóti að breyta eðli háskólamenntunar, að 10-15% hvers aldurs- flokks hafi lokið háskólaprófi? M.M.L. Það þarf alls ekki að vera. Það er þegar búið í sumurn löndum að ná þessari tölu, þessum 15%, t.d. hjá Svíum, og eðli háskóla- menntunar í því landi hefur ekki breytzt vitund við það. Hitt er það, að hér er þegar fyrir þó nokkru byrjað á því vegna knýjandi þarfar gagnfræðaskóla að framleiða kennara með B.A. próf, en hins vegar skortir á í dag, að við getum menntað kennara fyrir menntaskólana. Það liggur í hlutarins eðli, að sé hlutfallstalan orðin þetta mikil af árganginum, má ekki eingöngu binda sig við þær greinar, sem fyrir eru. Þá myndu t.d. lögfræðingar fara fram á lokun hjá sér, svo að ég taki eina af gömlu deildunum. Það er staðreynd, að það er þörf á meiri sér- menntun á ýmsum sviðum í sjálfu atvinnulífinu, en hins vegar höfum við þá sérstöðu, að flest fyrirtæki okkar eru það smá, að þau hafa ekki efni á að veita sér þann munað að fá hæfa starfs- krafta. í dag er ástandið þannig, að við getum tekið allt bókhald fyrirtækjanna í landinu, sett það inn á tölvu og þyrftum ekki til þess nema á að gizka þrjá sérfræðinga. G.V, Við megum ekki gleyma þeim hluta menntunarinnar, sem er hið almenna mennt- unargildi. Menntafólk á að vera hæft til að gegna hinum margvíslegustu störfum í þjóð- félaginu, en ekki vera álitið eingöngu til þess fallið að taka við einhverjum skýrt afmörkuð- um störfum að prófi loknu. M.M.L. Jú, þetta er alveg rétt, enda er það t.d. svo í Engilsaxneska heiminum enn í dag, að frekar almenn undirstaða undir háskólanám? mynda þennan breiða menntunargrundvöll, og síðar getur maðurinn sérhæft sig í hinum ýmsu greinum. Læri maðurinn eina grein vel og skipu- lega, þá getur hann einnig með þeim aðferðum, sem hann hefur lært, glímt við hin ótrúlegustu önnur viðfangsefni og meira að segja orðið heimskapasítet á því sviði. B.G. Teljið þér ekki, prófessor Guðmundur, að það vanti nokkuð á, að þetta sjónarmið um almenna menntun ríki hér? G.E. Jú, ég held, að þetta komi sérstaklega núna til greina, þegar verið er að fara af stað með nýjar greinar, raungreinarnar. Það er mikið vandamál, hvort fara á inn á braut sér- hæfingar frá upphafi, eða hvort velja skuli þá 11 STÚDENTABLAÐ

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.