Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Side 17

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Side 17
Hér verður að spyrna við fótum. Áhugi met- orðagjarnra einstaklinga á völdum verður að víkja fyrir nauðsyn áhrifa þeirra fjölmörgu vel menntuðu einstaklinga, sem þjóðfélagið elur upp. Metnaður verður að beinast að afköstum á einhverju sviði og því má ekki ýta undir met- orðagirndina með því að launa valdhafa fyrir það eitt að vera í áhrifastöðu. Það er hlutverk ungu kynslóðarinnar og sérstaklega stúdenta að sjá svo um, að sú hugarfarsbreyting verði hjá þjóðinni, að þau gildi mannlífsins, sem mest stuðla að jákvæðri þróun við nútímaaðstæður, séu í hávegum höfð. Menntamaðurinn og þjóðfélagið. Ég sé fyrir mér gæsahúð hinna róttæku nei- hrópandi — ég er ekki framleiðsluvara — geml- inga, meðal lesenda minna. Þessir menn hafa gleymt fæðingu sinni og þykjast hafnir yfir þjóð- félagið. En þjóðfélagið er ekkert annað en tæki mannsins til félagslegra átaka, til nýtingar sam- taka við framkvæmdir. Þjóðfélagið er ekki líf- vera, það má breyta því. Tæknin lifir ekki sjálf- stæðu lífi, hún er búin til af manninum og háð vilja hans. Hugmyndafræði er nytsöm, en hún er ekki til annars en að losa manninn við það tímasóandi erfiði að vera sífellt að hugsa hvert mál ofan í kjölinn. Þjóðfélagið er ekki öðruvísi en við höfum gert það. Það er sérstakt hlutverk mennta- mannsins að vera aflvaki þjóðfélagslegra breyt- inga, til þess á hann að vera hæfur. Við erum ekki að mennta stúdenta til að sinna fyrirfram skilgreindum verkefnum eingöngu, heldur til að takast á við vandamál framtíðarinnar. Því er það að „þörf þjóðfélagsins fyrir mennta- menn“ er nokkuð, sem ekki er hægt að skil- greina að nokkru viti. Eftirspurn á vinnumarkaði getur hæglega gjörbreytzt á örfáum árum. Eftirspurnin eftir ófaglærðum starfskrafti fer sífellt minnkandi og eftirspurnin eftir háskóla- menntuðu fólki vaxandi. Hér er ekki einungis um að ræða auknar menntunarkröfur vegna þróunar atvinnulífsins, tæknivæðingar, heldur orsakar aukin menntun þróun í atvinnulífinu, þetta helzt i hendur. Þessvegna er fjárfesting i menntun jafnframt fjárfesting í þróun atvinnu- lífsins. Hinsvegar höfum við takmarkað fjár- magn til ráðstöfunar í þágu menntamála og því skiptir miklu máli á hvers konar menntun á- herzla er lögð. Þar á vissulega að taka tillit til áætlaðrar mannaflaþarfar, en einnig þarf að leggja til grundvallar stefnu um framtiðarupp- byggingu atvinnuveganna. Svo koma stúdentar og vilja fá að læra það sem þeim sýnist og hvað skal þá gera. Langeinfaldast er að leyfa þeim það, leyfa þeim frjálsan aðgang að því námi sem háskólinn á annað borð býður uppá algjör- lega án fjöldatakmarkana. Kröfur um lág- markseinkunnir séu eingöngu settar til að tryggja nauðsynlega hæfni. Ef biðraðir myndast þar sem afkastagetan er takmörkuð og ekki fæst fjármagn til að auka hana, þá það. Nú hefur háskólanefnd tekið þá stórmerku ákvörð- un að hleypa öllum stúdentum inn í háskólann og látið háskólanum smávægilegri framkvæmda- atriði eftir. Þá er ekki annað að gera en að búa til það margar námsbrautir að ekki hlaðist of mikill fjöldi í hverja um sig. Með áróðri og skyn- samlegum stýrisaðgerðum stjórnvalda og há- skólans má vissulega framkalla eðlilega dreif- ingu stúdenta á námsbrautir, þar eiga ekki neinar þvingunaraðgerðir að þurfa að koma til. Það er alls ekkert óeðlilegt við það, að ætla stúdentum svolitla skynsemi. Hættan er sú, að hagsmunabarátta hinna gömlu embættadekr- andi menntastétta, sem óttast samkeppni við nýja starfshópa, komi til með að standa í veg- inum fyrir þessari þróun. Ofan á þetta bætist óttinn við ofljölgun I eigin menntastétt og af- leiðingin er sú úlfakreppa hringavitleysunnar, sem við höfum kynnzt undanfarið. Þetta eru múrar, sem verður að brjóta. „Bókvitifi veróur i askana látió>> 17 STÚ DENTABLAÐ

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.