Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Side 18

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Side 18
Nægir fagþekkingin ein ? Grein eftir Jóhann Hannesson, skólameistara. Fyrir rúmum þrjátíu árum sá ég það haft eftir rektor frægs menntaskóla í Kaupmanna- höfn, að í skóla hans væru engin agavandamál: yfirburðaþekking kennaranna sæi fyrir því. Ef taka má orð rektorsins trúanleg sem lýsingu á hugsunarhætti nemenda snemma á fjórða tug aldarinnar, er hér um að ræða ágætt dæmi um það, hvílík bylting hefir átt sér stað í skóla- málum á síðari árum. Ég efast að vísu ekki um, að nemendur kunni enn að meta þekkingu kennara í kennslugrein sinni, og ég er viss um, að þeim er enn jafnilla við að vera reknir á gat, en eftir minni reynslu fer fjarri því, að þorri nemenda nú á dögum líti upp til lærifeðra sinna með óttablandinni lotningu, vegna þekk- ingar þeirra einnar saman. Skiptir þar engu máli, hvort um skólakennara eða háskóla- prófessor er að ræða. Mig brestur þekkingu til að gera grein fyrir öllum orsökum þeirra viðhorfsbreytinga, sem hér er um að ræða. En ég held það liggi í augum uppi, að ein meginorsökin sé hin öra fjölgun þeirra, sem leita sér æðri menntunar. Eftir því sem nemendahópurinn vex, eftir því verður hann sundurleitari um áhugamál, þarfir, náms- hvatir, undirbúning og getu. Hingað til hefir athygli manna einkum beinzt að áhugamálun- um og þörfunum, og þeim er nú reynt að sinna með því að fjölga námsbrautum, auka fjöl- breytnina í menntaframboðinu, eins og það hefir verið kallað. Vaxandi mismun í undir- búningi og getu hefir hins vegar síður verið gaumur gefinn, nema þá helzt af þeim, sem skipa hættunni á „lækkun standarda“ æðsta sessinn meðal hinna fjölmörgu vandamála, sem nú blasa við æðri skólum. Langminnstri at- hygli hefir verið beint að þeim vanda, sem í því felst, að ungt fólk leitar nú æðri menntunar af margvíslegum öðrum hvötum en þeim, sem áður mátti telja vísar, og lagðar hafa verið til grundvallar skipulagi, kennsluháttum og próf- kröfum æðri skóla. Að því leyti sem Háskóli íslands er ekki tækniskóli — þ.e.a.s. skóli, sem býr menn undir nákvæmlega tiltekin störf, sem krefjast ná- kvæmlega takmarkaðrar þekkingar og þjálf- unar — stefnir hann að því fyrst og fremst, á sama hátt og langflestar hliðstæður hans og fyrirmyndir, að framleiða fræðimenn og vís- indamenn. Starfsemi hans byggist í stórum dráttum á þeirri forsendu, að nemendurnir hafi allir ekki einungis getu heldur einnig vilja og löngun til að verða sérfróðir rannsóknarmenn — að þeir séu allir endanlega prófessoraefni. Hlutverk háskólans hefir með öðrum orðum um fram allt verið viðhald og endurnýjun hinnar akademísku stéttar. Það þarf naumast aö taka það fram, að þessu hlutverki verður sérhver háskóli að gegna. En hitt ætti að vera jafnljóst, að enginn háskóli getur nú takmarkað sig við þetta hlutverk eitt, sízt af öllu einka- háskóli heillar þjóðar. Fjölgun námsbrauta í Háskóla íslands er mikil nauðsyn. Hverri minnstu hreyfingu í þá átt ber að fagna, og öll þjóðin mun sameinuð í þeirri von, að háskólanum megi takast að opna nemendum sínum nýjar dyr jafnört og dyrum verður þar lokað, og af sömu djörfung og einbeitni. En það eitt að bjóða nemendum fjölbreyttara námsefni nægir ekki. Ég trúi ekki að þess verði langt að bíða, að talsverður hluti stúdenta leggi stund á háskólanám með annað fyrir augum en að verða vísindamenn og fræði- menn. Og þörfum þess hóps verður aldrei rétti- lega sinnt, ef hefðbundin sjónarmið þeirra há- skóladeilda, sem fyrir eru, ganga í arf til hverr- ar nýrrar deildar eða undirdeildar jafnskjótt og hún tekur til starfa. Jafnframt því sem Háskóli íslands færir út kennslusvið sitt verður hann ó- hjákvæmilega að breyta sjálfsmynd sinni, hug- myndum sínum um tilgang háskólanáms og hlutverk háskóla í menntakerfi þjóðarinnar. Á fundi háskólastúdenta ekki alls fyrir löngu lét einn þeirra svo um mælt, að það væri lítil reisn yfir háskóla, sem legði aðaláherzlu á að útskrifa kennara. Ég vil sízt af öllu vanþakka þann áhuga á kennaramenntun, sem meir og meir hefir borið á hjá forráðamönnum háskól- ans. En ég er illa svikinn — og Háskóli íslands væri þá raunar engum öðrum háskóla líkur STÚDENTABLAÐ „Bókvitið verður í askana látiðu 18

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.