Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Síða 20

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Síða 20
Utanríkisviðskipti Grein eftir Pétur Thorsteinsson, ráðuneytisstjóra. Eins og á öðrum sviðum atvinnulífsins er æskilegt, að þeir sem starfa að utanríkisvið- skiptum, hafl sem bezta menntun. Um það mun enginn ágreiningur vera. Milliríkjaviðskipti í heiminum fara stöðugt vaxandi. Fjöldi ríkja, sem þátt taka í þeim viðskiptum, hefír aukizt mjög, vörutegundum fjölgar og vörumagnið eykst, og samkeppni verður æ harðari. Þetta hefir leitt til nauðsynjar á aukinni skólamennt- un, þ.á.m. háskólamenntun, á sviði utanríkis- viðskipta víða um lönd, og fjölgun á kennslu- greinum í þeim efnum, því að þörf á sérfræð- ingum í hinum ýmsu greinum viðskiptanna fer vaxandi. Hjá fáum þjóðum er utanríkisverzlun eins stór þáttur í þjóðarbúskapnum og hjá íslend- ingum, vegna þess hve framleiðslan er einhæf. Aragrúa vörutegunda þarf að flytja til lands- ins frá fjölmörgum löndum, og sá innflutn- ingur mun aukast með fjölgun þjóðarinnar og vaxandi kröfum til lífsins. Þörf er því á stöðugt auknum útflutningi. Fram að þessu hefir út- flutningurinn verið mjög einhæfur sem kunnugt er, — allt að 95% sjávarafurðir, og afgangurinn lítt unnar landbúnaðarvörur. Að innflutnings- verzlun vinnur all fjölmenn verzlunarstétt. Að útflutningsverzlun vinna hins vegar mjög fáir aðilar og á það fyrst og fremst rót sína að rekja til fábreytni útflutningsframleiðslunnar, en auk þess eru viðskipti þessi á fárra höndum fyrir til- stuðlan hins opinbera og að ósk framleiðenda. Þannig eru aðallega tveir aðilar, sem annast út- flutning frystra sjávarafurða, Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna og Samband ísl. samvinnufélaga. Sölusamband ísl. fiskframleiðenda annast allan útflutning saltfisks. Skreiðarútflutning annast fyrst og fremst Skreiðarsamlagið og S.Í.S.; Síldarútvegsnefnd annast ein allan saltsíldar- útflutning. Útflutningur á landbúnaðarafurðum er fyrst og fremst í höndum Sambands ísl. sam- vinnufélaga o.s.frv. Þótt öll þessi fyrirtæki séu stór á íslenzkan mælikvarða, eru þau örsmá á mælikvarða markaðslanda okkar. Þessi smæð er önnur af tveimur aðalástæðum fyrir núver- andi fyrirkomulagi á sviði útflutningsmála, en aðstæður á mörkuðunum fyrir helztu útflutn- ingsvörur okkar er hin aðalástæðan. Öllum kemur saman um, að við þurfum að gera stóraukið átak í útflutningsmálum, og hefir þegar verið hafizt handa í þeim efnum. Sjávaraflann má nýta betur en gert hefir verið með því að fullvinna meira af því hráefni, sem nú fæst úr sjó, en auk þess má nýta fleiri tegundir sjávarafurða en gert hefir verið. Hvað land- búnað snertir eru afurðirnar nú unnar meira en áður, og vonandi verður þess ekki langt að bíða að hætt verði alveg að selja ull, gærur og önnur skinn sem hrávörur úr landi; og væntanlega hefst brátt útfiutningur á loðvöru. Á sviði gróðurhúsaafurða kunna að skapast útflutn- ingsmöguleikar áður en langt um líður. Leitað er að jarðefnum, sem nota má til iðnaðarfram- leiðslu. Stóriðnaður er hafinn í landinu með út- flutning að markmiði. Fámenni þjóðarinnar torveldar samkeppnis- aðstöðu okkar á heimsmarkaðinum. Stærstu fyrirtækin hafa beztu aðstöðuna. Því er okkur nauðsyn á samvinnu við erlenda aðila að því er stóriðju snertir. En tvímælalaust eru mögu- leikar á margvíslegum iðnaðarútflutningi í smærri stíl, ef rétt er á haldið, og er nú verið að gera ýmsar tilraunir í því efni t.d. varðandi skip, báta, húsgögn, bjór og veiðarfæri. En margar aðrar vörur koma til greina. Meðal þeirra eru að sjálfsögðu listiðnaður og handavinna. Verði ísland aðili að EFTA, eins og horfur eru á, mun aðstaða til aukins útflutnings verða stórum betri en nú. Við ýmis vandamál er að etja, þegar hefja á nýjan útfiutning. Fyrirtækin eru smá, og hafa venjulega svo lítið fjármagn, að þeim veitist erfitt að standa undir þeim taprekstri, sem oft er óhjákvæmilegur fyrstu árin, meðan verið er að skapa vörunni markað. Skortur er á þekk- ingu og reynslu, að því er snertir framleiðslu fyrir erlendan markað, vinnubrögð við sölu úr landi og markaðsleit. í útflutningsmálum lítillar þjóðar hefir það meginþýðingu, að um gæða- vörur sé að ræða, og traust og öryggi í við- skiptum. íslendingar þurfa að fá orð á sig fyrir vandaða vöru, nákvæmni og áreiðanleik, ann- ars verður samkeppnin of erfið. Hið opinbera veitir ýmiskonar þjónustu á sviði viðskiptamála, einkum útflutningsmála. Til dæmis eru viðskiptamál meðal aðal-hlutverka utanríkisþjónustunnar, og eru margvísleg störf á því sviði unnin í sendiráðunum. Fyrirgreiðsla á þessu sviði er veitt af utanríkisráðuneytinu og viðskiptaráðuneytinu, og einnig af fiskimála- sjóði, framleiðsluráði landbúnaðarins, útflutn- ingsnefnd iðnþróunarráðs, vörusýningarnefnd og öðrum opinberum aðilum. Auk þess hefir nú Félag íslenzkra iðnrekenda sett á stofn út- fiutningsþjónustu. Þörf sýnist vera á aukinni þjónustu hins opinbera á sviði markaðsrannsókna og markaðs- leitar, ekki sízt vegna stöðugt vaxandi sam- keppni og vaxandi kynningar- og auglýsinga- kostnaðar. Og ekki virðist óeðlilegt, að slik þjónusta væri hlutfallslega meiri hjá íslending- um en öðrum vegna þess hve íslenzk fyrirtæki eru smá og fjármagnslítil, er aftur stafar af smæð þjóðarinnar. Nauðsynlegt er að skipa allri þjónustu hins opinbera á sviði útflutningsmála þannig, að kraftarnir dreifist sem minnst og að komizt verði hjá tvíverknaði. Sjálfsagt má bæta talsvert þá skipan sem nú er. Verkefni fyrir unga háskólamenntaða menn á íslandi eru mörg á sviði utanríkisviðskipta á næstu árum: í framleiðslu- og stjórnunarstörf- um, við uppbyggingu nýrra útflutningsgreina, útflutningsverzlun, markaðsrannsóknir og markaðsleit. En einnig má búast við, að út- flutningsþjónusta hins opinbera og annarra að- ila verði aukin. Hér hefur verið rætt um vöruútflutning. En vonandi verður einnig um aukinn útflutning að ræða á þjónustusviðinu, á sviði flugmála, sigl- inga og ferðamála. Og að sjálfsögðu verða næg verkefni á sviði innflutningsverzlunar sem fyrr. Á öllum þessum sviðum er þörf menntaðra manna, sem gæddir eru dug, bjartsýni og hug- kvæmni. „Bókvitið veróur í askana látið“ STÚDENTABLAÐ 20

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.