Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Page 21

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Page 21
Háskólinn og atvinnulífíð Grein eftir Svein Björnsson, verkfrœðing. Þegar Háskóli íslands var stofnaður, var hann eins og aðrar stofnanir afkvæmi síns tíma og umhverfís. Þjóðin var að vísu fátæk, atvinnulíf fábreytt og verkmenning frumstæð, en fram- faraskeiðið, sem hófst upp úr aldamótunum, boðaði hins vegar nýja tíma, og stofnun há- skóla var táknræn fyrir þann vorhug, sem íkti með þjóðinni. Það hefði mátt ætla, að Háskólinn yrði, þegar fram liðu stundir, forystuaðili um rannsóknir á náttúru og auðlindum landsins, jafnframt því sem hann leitaðist við að verða atvinnuveg- unum að liði með því að miðla þeim nýrri þekk- ingu til aukinnar verkmenningar og fjölbreytt- ari atvinnuhátta. Ekki tjáir að sakast um það nú, þótt skólinn hafi farið á mis við þetta hlutskipti, og skal sízt dregið úr því gildi, sem stofnunin hefur haft fyrir þjóðina. Vissulega hefðu margar af þeim stofnunum, sem risið hafa upp í landinu á síðustu þrem til fjórum áratugum til hagsbóta fyrir atvinnulífið, sem bezt getað fallið að skipu- lagi og hlutverki háskóla og getað tengt hann þannig á raunhæfan hátt atvinnulífinu. Að svo skyldi ekki verða, hefur óneitanlega haft í för með sér nokkra einangrun skólans, en við því mátti sízt í þessu fámenna landi. Spurt er nú, hvernig skólinn geti orðið at- vinnurekstri og þá einkum iðnaði að liði. Er slíkri spurningu nokkuð vandsvarað. Að við- skiptafræðingum undanskildum hefur t.d. iðn- aðurinn ekki átt því að venjast að fá starfs- krafta frá Háskólanum, eða að geta leitað með vandamál sín til hans. Reyndar er það svo, að í verksmiðjuiðnaði t.d. hefur verið tiltölulega fátt um sérmenntað fólk, ekki sízt háskóla- menntað. Með fáum undantekningum hafa iðnfyrirtæki náð þeirri stærð, að geta notfært sér sérmenntaða starfskrafta að ráði. Hefur þetta verið einn af þeim annmörkum, sem smæð og fjöldi rekstrareininganna hafa haft í för með sér. Væntanlega á skipulagsbygging (struktur) fyrirtækja hér á landi eftir að taka nokkrum breytingum í framtíðinni, þannig að fyrirtækin stækki og verði færri. Má reyndar þegar finna þess dæmi, að sú þróun sé í aðsigi í iðnaði og að hann muði ráða til sín sérmenntaða starfs- krafta í ríkara mæli en verið hefur. Má vænta þess, að slík eftirspurn muni skiptast nokkuð í tvö horn. Annars vegar, er lýtur að hinni tæknilegu hlið rekstrarins, svo sem framleiðslu- skipulagningu, gæðaeftirliti, nýtingu framleiðslu- tækja, vinnuafls og hráefna. Hins vegar, er lýtur að almennri stjórnun, rekstrarhagfræði og sölutækni. Um fyrri verkefnaflokkinn, þ.e.a.s. þann tæknilega, virðist auðsætt, að tækni- fræðingar með sérþjálfun í rekstrar- og fram- leiðslutækni sinni slíkum verkefnum. Tækni- fræðingum með slíka sérþjálfun og verklega sérkunnáttu að baki fer nú fjölgandi, og þarf vart að efa, að kunnátta þeirra komi að góðum notum í iðnaði okkar. Síðari flokkurinn, sem ég nefndi, þ.e. stjórnun og rekstrarhagfræði, má segja, að hafi verið viðfangsefni viðskipta- deildar, þótt nám þar hafi, ef til vill, til þessa ekki verið nægilega sérgreint til þess að fullnægja þessum þörfum til fulls. Mætti hugsa sér að inn- leiða í námsskrá viðskiptafræðideildar valgrein- ar, sem miðuðu að meiri sérhæfni en nú er, svo sem: Stjórn og rekstur iðnfyrirtækja, heild- verzlana, sveitarfélaga, banka, tryggingafélaga, markaðsmál o.s.frv. Hversu vítt yrði unnt að fara út í slíka skiptingu, skal ekki dæmt um hér, en vart þarf að efast, að atvinnulífinu yrði tví- mælalaust fengur i slíku, og ætti þetta að geta orðið til að tengja deildina atvinnurekstri lands- manna nánar en nú er. Mætti hugsa sér, að nem- endur gætu sótt sér æfingar- og rannsóknarefni beint í viðkomandi atvinnurekstur. Auk þess mætti gjarnan hugsa sér, að við- skiptadeildin gæfi starfandi stjórnendum í at- vinnulífinu kost á námskeiðum, þar sem kynn- ing, fræðileg og verkleg, færi fram á megin- þáttum stjórnunarmála. Er þarna átt við eins konar yfirlitskynningu, þar sem helztu sérsviðum stjórnunar yrðu gerð nokkur skil, svo sem framleiðslustjórnun, fjármálastjórnun, starfs- mannastjórnun, sölustjórnun o.s.frv. Er vart að efa, að slíkt mundi stuðla rnjög að jákvæð- um tengslum milli forystumanna atvinnulífs- ins og Háskólans. Þær hugmyndir, sem hér hafa verið settar fram, miðast við það námsskipulag og þær námsleiðir, sem um er að ræða við Háskóla íslands í dag. Er vandséð, að við núverandi að- stæður geti starfsemi annarra deilda komið að hagnýtum notum fyrir atvinnurekstur í landinu, svo um muni. Ljóst er, að t.d. Reiknistofnun Háskólans, verkfræðideild og lögfræðideild hafa vissa hagnýta þýðingu fyrir atvinnurekstur landsmanna, en þar er um að ræða samfélags- þarfir, sem varla verða túlkaðar sem sérmál at- vinnurekstrarins. Að sjálfsögðu mætti hugsa sér að skipu leggja nám við Háskóla íslands með verulega öðrum hætti en nú er. Mun það vera ein megin- tillaga háskólanefndar, að nám við háskólann verði í aðalatriðum skipulagt sem þriggja ára og í sumum tilvikum fjögurra ára almennt nám, er leiði til kandídatsprófs af „baccalaureatus“- gráðu. Yrði farið inn á þessa braut, mundu greinilega skapast ný viðhorf og opnast leiðir, til að Háskólinn gæti í mun ríkara mæli en nú er, sinnt ýmsum sérþörfum þjóðfélagsins. Það er þó utan ramma þessarar stuttu greinar að fjalla um þær, og verður hér því látið staðar numið. „Bókvitið verður í askana látið“ 21 STÚDEIMTABLAÐ

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.