Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Page 24

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Page 24
Framtíð háskólabúvísinda Grein eftir dr.Stefán Aðalsteinsson, búfjárfrœðing. Undanfarna áratugi hefur allmikið verið um það rætt og ritað að stofna búvísindadeild við Háskóla íslands. Á sama tíma hefur mikið verið rætt um mögu- leikana á því að efla Framhaldsdeildina við búnaðarskólann á Hvanneyri og stofna full- kominn landbúnaðarháskóla á þeim grunni, sem þar er fyrir. Að mínum dómi verða búvísindadeild við Háskóla íslands ekki gerð fullkomin skil, nema fyrst verði skoðað niður í kjölinn, hvað Fram- haldsdeildin á Hvanneyri hefur upp á að bjóða. Það virðist lítil ástæða til að stofna til bú- vísindadeildar við H.í. og leggja niður Fram- haldsdeildina á Hvanneyri, ef Framhaldsdeild- in getur með lítilli viðbót sinnt þvi hlutverki, sem búvísindadeild við H.í. er ætlað. Eins er lítil ástæða til að láta tilveru Fram- haldsdeildarinnar tefja tilkomu búvisindadeild- ar við H.Í., ef fyrirsjáanlegt er, að Framhalds- deildin gegnir öðru hlutverki heldur en búvís- indadeild við H.í. er ætlað, eða er Framhalds- deildin á of langt í land að fullnægja þeim kröf- um, sem gera verður til vísindalegrar menntunar í landbúnaði. Fram til þessa hafa íslendingar orðið að sækja háskólamenntun í búvísindum til annarra landa. Einna flestir hafa sótt menntun sína til Den kgl. Veterinær- og Landbohöjskole í Kaup- mannahöfn, en á síðari árum hefur þeim fjölgað, sem sækja menntun sína til Norges Landbruks- högskole á Vollebekk í Noregi. Allmargir hafa numið í Bretlandi, nokkrir í Sviþjóð og nokkrir í Bandaríkjunum. Allmikill munur er á þeim háskólum, sem hafa útskrifað íslenzka landbúnaðarkandidata, bæði að því er varðar inntökuskilyrði og náms- efni. í Danmörku og Noregi hefur stúdentspróf t.d. ekki verið fullkomin skylda, heldur hefur verið hægt að taka sérstakt undirbúningsnám undir háskólana í þessum löndum og hefja nám í háskólunum, ef frammistaða í undirbúnings- námi þessu hefur verið nógu góð. í báðum þess- um skólum hefur mikil áherzla verið lögð á hagnýta þekkingu á landbúnaði. í Noregi er búnaðarskólapróf skilyrði fyrir inngöngu og eins, þó að um nemendur með stúdentspróf sé að ræða, en í Danmörku hefur búnaðarskóla- próf ekki alltaf verið gert að skilyrði, ef umsækj- andi hefur stúdentspróf. Inntökuskilyrði i land- búnaðarnámi við aðra háskóla erlendis mun yflrleitt vera stúdentspróf án nokkurra sérstakra krafna um undirbúning í landbúnaði. Framhaldsdeildin á Hvanneyri var stofnuð árið 1947 og útskrifaði fyrstu nemendurna árið 1949. Tilgangurinn með Framhaldsdeildinni var fyrst og fremst sá að bæta úr tilfinnanlegum skorti á héraðsráðunautum á vegum búnaðar- sambandanna. Lengi vel var námið við Framhaldsdeildina tveggja vetra og eins sumars nám, og var krafízt búnaðarskólaprófs með I. einkunn og almenns undirbúningsnáms, sem mun að meðaltali hafa verið einhvers staðar á milli gagnfræðaprófs og stúdentsprófs. Árið 1965 var samþykkt ný reglugerð fyrir Framhaldsdeildina á Hvanneyri, og með henni var námstíminn lengdur úr tveimur vetrum í þrjá. Inntökuskilyrði voru eftir sem áður bún- aðarskólapróf með I. einkunn (7.25), en auk þess er nú krafízt annaðhvort stúdentsprófs eða góðrar frammistöðu úr eins vetrar undir- búningsnámi, þar sem kennd eru tungumál, er svarar til málakunnáttu í stærðfræðideildum menntaskólanna og jafngildi máladeildarnáms í stærðfræði. Með lengingu námstímans hefur fjölbreytni í námsgreinum aukizt og námstími í aðal- greinum lengzt. Náminu er nú háttað þannig, að á I. ári eru kenndar 12 stundir á viku í efnafræði, þar af helmingur verklegt, í eðlisfræði eru 6 stundir á viku, þar af 3 i verklegu, í grasafræði 7 stundir, þar af 3 í verklegu, í gerlafræði 3 stundir, þar af ein í verklegu og auk þess 4 stundir í lifeðlis- fræði, 3 stundir í stærðfræði og 1 stund i söng á viku. Samtals eru því kenndar 36 stundir á viku á 1. ári, þar af 13 verklegar. Á tveimur seinni námsárunum í Framhalds- deildinni er eftirfarandi tíma á viku veitt í þær námsgreinar, sem kenndar eru hvorn vetur: Jarðræktarfræði 12 st., þar af 1 st. verklegt, bú- fjárfræði 16 st., þar af 4 st. verklegt, mjólkur- fræði 1 st., erfðafræði 3 st., búnaðarhagfræði 4 st., búreikningar 3 st., þar af 1 stund í verk- legu, hagfræði, almenn, 2 st. atvinnusaga 2 st., landbúnaðarlög 1 st., véla- og verkfærafræði 6 st., þar af 2 verklegar, byggingafræði 2 st., ís- lenzka, þar í framsögn 4 st., tilraunareikningur 3 st., sálarfræði 2 st., líffærafræði 2 st., dýra- fræði 1 st., steina- og jarðfræði 2 st., fiskirækt 1 st., landmælingar og teiknun 3 st., þar af 2 verk- legar, söngur 2 st. Samtals verður námið 36 stundir á viku hvort ár, og alls er gert ráð fyrir 27 vikna námstíma á námsárinu. Námsefnið á 2. og 3. ári er að miklu leyti sniðið eftir námsefninu við landbúnaðarhá- skólana í Noregi og Danmörku, en lagað að íslenzkum aðstæðum, eftir því sem föng eru á. Heimilt er að nota allt að 1 mánuð að suinri bæði surnrin milli námsvetra til sumarnám- skeiða, og skulu þá fyrra sumarið haldin nám- skeið í grasasöfnun, landmælingum, dýraskoð- um o.fl., en síðara sumarið í rannsóknaverk- efnum, verklegum tilraunastörfuin, verkfæra- athugunum o.fl. Hver nemandi skal skila aðalritgerð fyrir lokapróf, og skal hún fjalla um efni, er hann velur með aðstoð kennara. Prófskírteini að loknu námi veitir rétt til að nota titilinn búfræðikandidat (B.Sc.) samkvæmt reglugerðinni. Sú leið, sem valin hefur verið við menntun- ina á Hvanneyri, byggir að verulegu leyti á öðrum leiðum að náminu heldur en stúdents- prófi. Að vísu sækja alltaf nokkrir stúdentar nám í framhaldsdeildinni, en þeir hafa fram til þessa verið í miklum minnihluta. Þessi mismunur á undirbúningi undir nám í Framhaldsdeildinni á Hvanneyri og námi við Háskóla íslands gerir það að verkum, að námið á Hvanneyri verður tæplega talið heyra undir akademiskt nám í þeim skilningi, sem í slíkt nám hefur verið lagður fram til þessa. Þó hafa nokkrir nemendur frá Framhalds- deildinni stundað sérnám í búvísindum við erlenda háskóla. Þá hafa þeir yfirleitt tekið eitt ár í almennu landbúnaðarnámi við erlendan landbúnaðarháskóla, áður en sérnámið hófst. Þannig hafa tveir Hvanneyrarkandidatar tekið lisensiat-próf frá Norges Landbrukshögskole með ágætum árangri, og sá þriðji er langt STÚDEWTABLAÐ „Bókvitið verður i askana látið1’* 24

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.