Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 26

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 26
Einmenningskjördæmi Grein eftir Sigurð Gizurarson, lögfrœðing. Síðustu einmenningskjördæmin hér á landi voru lögð niður árið 1959, þegar landinu var skipt niður í nokkur stór margmenningskjör- dæmi með hlutfallskosningum. Á þessum tímamótum þögnuðu samt ekki í eitt skipti fyrir öll þær raddir, sem halda hinni gömlu skipan á loft. Enn sakna margir þing- málafundanna, sem óaðskiljanlega fylgdu gamla fyrirkomulaginu, þess baráttuhita og orðsnilld- ar, sem lyfti þessum samkomum upp yfir grá- mollu hversdagsins. Enn þá sakna margir af eldri kynslóðinni þessara mannamóta, þó að nú megi stytta sér stundir við sjónvarp og margt fleira. En hér er meira um að vera, en fjölbreytni mannlífsins. Reglur um kosningarétt eru möndullinn í stjórnskipun hvers lands, þar sem lýdrceði ríkir. Á þeim veltur mikið, hversu stjórnarskrár að öðru reynast. Að hyggju fróðra manna markar kjördæmaskipunin djúp spor í allt þjóðmálalíf þess lands, þar sem hún er í gildi. í hverju einmenningskjördæmi um sig er kosið um eitt þingsæti. í þeim er venjulega við- haft meirihlutaatkvæði, þ.e. sá hlýtur kosningu, sem flest fær atkvæðin, og jafnt þó að hann fái miklu færri en helming greiddra atkvæða. Menn tala um tiltölulegan meirihluta. Sumsstaðar bregða menn samt á það ráð að láta kjósa aftur, ef enginn fær meira en helming greiddra at- kvæða í fyrri umferðinni. í síðari umferð draga venjulega flestir aftur framboð sitt nema tveir sigurstranglegir frambjóðendur, sem til úrslita keppa. Meirihlutaatkvæði í einni umferð í ein- menningskjördæmum er tíðkað i móðurlandi þingræðisins, Bretlandi, og svo í Kanada og Bandaríkjum Norður-Ameríku. í fimmta lýð- veldinu franska er notað meirihlutaatkvæði í tveimur umferðum í einmenningskjördæmum frá því á árinu 1958. Á bernskudögum lýðræðisins í flestum lönd- um Vestur-Evrópu á öndverðri 19. öld létu margir hugsjónamenn sér einkar annt um að efla og fullkomna lýðræðið sem mest þeir máttu. Þeir óttuðust ofríki meirihlutans. Þá var fundin upp aðferð hlutfallskosninga, sem skyldi miða að því að vernda rétt minnihlutanna til áhrifa og þátttöku í stjórn landanna. Kjósa skyldi um mörg þingsæti í stórum margmenningskjördæm- um og úthluta þeim til flokkanna í réttu hlut- falli við kjörfylgi. Þessi skipan var fyrst tekin upp í Belgíu árið 1899 og síðan víða í Evrópu m.a. á Norðurlöndum. Til hlítar var sú skipan lögfest hér á landi árið 1959. Kosningatilhögunin hefur áhrif á flokka- skipun lands, þar sem hún gildir. a. Því er haldið fram, að hlutfallskosningar stuðli að mörgum flokkum, sem séu óháðir hver öórum. Ef þjóð- félagsaðstæður að öðru leyti ýta undir sundrung, getur slíkt orðið hættulegt, leitt til stjórnleysis og síðan kannski einræðis. Dæmi : Atvinnuleysi og önnur óáran hrjáði Weimarlýðveldið þýzka og setti stjórnarfarið úr skorðum á árunum 1920-30. Kosningatilhögunin stemmdi alls ekki stigu við flokkafjölguninni. Árið 1933 þegar Hitler komst löglega til valda, lagði hann niður alla flokka nema nazistaflokkinn, en flokk- arnir voru þá orðnir helmingi fleiri en árið 1919. b. Menn telja, að meirihlutaatkvœði í tveimur umferóum í einmenningskjördœmum stuó/i aó mörgum flokkum, sem oft séu háðir hver öðrum. í fyrri umferðinni bjóða flestir flokkarnir fram sjálfstætt í von um aukið fylgi. í síðari umferð reyna minnihlutaflokkarnir að sameinast um framboð gegn stærsta flokknum, og hann leitast einnig við að afla sér bandamanna. Þessu ber vitni reynslan í keisaradæmi Þýzkalands fyrir 1919, í þriðja lýðveldinu franska og sömuleiðis í því fimmta eftir valdatöku de Gaulle 1958. c. Þá telja menn, að meirihlutaatkvœði í einni urnferð í einmenningskjördœmum stuðli að tveim- ur stórum Jlokkum, er um vö/din keppi. Sú hefur reynslan orðið i Bretlandi, Kanada og Banda- ríkjum Norður-Ameríku. Kjósendur kinoka sér við að kasta atkvæði sínu á glæ með því að kjósa smáflokka, en freistast til að taka þátt í úrslita- snerru milli tveggja frambjóðenda stóru fiokk- anna. Kosningatilhögunin hefur vafalítið áhrif á stöóuframbjóðenda. Einmenningskjördæmi leiða að öðru jöfnu til dreifingar valdsins, og nánari tengsla milli kjósenda og þingmanna. í fáeinum kjördæmum ná vissir frambjóðendur svo mikl- um vinsældum, að þeir hljóta kosningu þrá- sinnis, hvað sem gengi flokks þeirra annars líður. Persónufylgi þeirra nær langt út fyrir flokksraðir. Þeir verða sterkir þingmenn, sem STÚDENTABLAÐ 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.