Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Síða 27

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Síða 27
geta leyft sér allmikið sjálfstæði. í flestum kjör- dæmum eiga þingmenn hins vegar á hættu að falla, sérstaklega ef illa árar fyrir ílokki þeirra. Þreyttir þingmenn draga sig fremur í hlé en að taka á sig fallhættu. Yngri menn eða óþreyttir og áhugasamir frambjóðendur taka við. Þing- mannaliðið endurnýjast að öllum jafnaði hratt. Flokksforingjar og ráðherrar eru í sömu hætt- unni og aðrir. Að þessu leyti dregur aðferð ein- menningskjördæma úr hœttunni á valdahroka. í hlutfallskosningum margmenningskjördæm- anna er frambjóðendum hins vegar raðað á lista, og þar hefur flokkurinn einatt mikil ráð um niðurröðun. Valdið er því miðsækið. Það þarf samt ekki að falla í hendur miðstjórnar, heldur kann að lenda hjá sterkum manni í stóru kjördæmi, t.d. sterkum manni innanflokks á Vestfjörðum. Meirihluti þingmanna er í svo- nefndum „öruggum sætum“, þ.e. þeir eru svo ofarlega á framboðslista, að þeir eiga alls ekki á hættu að falla í kosningum. Þeir fá því á sig svipmót emhœttismanna, sem er tryggð sú réttar- staða til œviloka. Nokkrir frambjóðendur eru hins vegar í svonefndum „baráttusætum“, þ.e. þeir eru því sæti á framboðslista, sem flokkur á á hættu að missa eða gerir sér vonir um að vinna. Þessir frambjóðendur eru oft betri og vinsælli menn en hinir, sem í „öruggu sætunum“ eru. Þeim er ætlað það hlutskipti að bjarga listanum. Allt í einu verður það þeim jafnan persónulegt áfall, ef þeir falla. Kjördæmaskipunin hefur djúpstœð áhrif áflokk- ana og valdahlutföll innan þeirra. Einmenningskjördæmi með meirihlutaatkvæði í einni umferð stuðla að tveggja flokka kerfi. M.ö.o. sundurleitum þjóðfélagsöflum og hags- munahópum er þjappað saman í tvo stóra flokka. Þeir verða því samnefnari þessara afla, þar sem reynt er að þrœða bil allra minnihluta og gera mönnum ekki um of mishátt undir höfði. En þar sem forkólfar flokkanna þurfa þó á kjördegi ekki að hafa miklar áhyggjur af öflunum lengst til vinstri og hægri, sem hvert sem er skila sér, stendur styrrinn milli stóru flokkanna um at- kvœði óltáðra kjósenda, sem tvístíga á milliflokk- anna. Báðir flokkarnir verða því miðflokkar, oft vinstri miðflokkur og hægri miðflokkur, eins og t.d. í Bretlandi. Flokksforingjar eiga samt oftast nær í höggi við sterka stjórnar- andstöðu og því verða oft breytingar á skipun miðstjórna þessara flokka. Hlutfallskosningar stuðla hins vegar að mörg- um sjálfstæðum flokkum. í þá velst því fremur einlitur hópur manna með lík áhuga- og hags- munamál. Stjórnarandstaða innan flokkanna er því einatt máttvana og flokksforkólfar geta farið sínu fram. Leiðtogar miðflokka hljóta þá oft það hlutskipti að semja um þátttöku sitt á hvað til hægri og vinstri, og sveiflast því flokk- arnir eins og pendúll eftir pólitískum veðra- brigðum fram og aftur, en vanakjósendurnir venjast slíku, enda njóta þeir oftlega aðstöðu flokksins í ríkisstjórn.-- Loks hefur kosningatilhögunin að öllum lík- indum áhrif á viðhorf kjósenda. Einmennings- kjördæmi stuðla að hófsemi kjósenda í stjórn- málum, en hlutfallskosningar stuðla að ofstæki. Hlutfallskosningar gefa öfgafullum kjósendum í stórum kjördœmum fœri á að veljast saman og koma málsvörum sínu á þing. Einmennings- kjördæmin stía þeim sundur inn í stóru flokk- ana, þar sem þeir verða atorkumiklir baráttu- menn. Þegar öfgaflokkar hafa myndazt á grund- velli hlutfallskosninga, leiðast flokkarnir í þá freistni á atkvœðaveiðum sínum að dekra við ofstopasinnaða kjósendur með dagblaðaskrifum sínum og þoka þann veg öllum sínum kjósenda- skara í öfgaátt. Tveggja flokka kerfi einmenn- ingskjördæma með kosningu í einni umferð gerir ekki á slíku þörf. Þá dekra stóru flokk- arnir meó dagblaðaskrifum sínum við óháðu kjósendurna á milli flokkanna. Fyrir bragðið verður öll rökræða skynsamlegri, vegna þess að þessir óháðu kjósendur eru þess oft umkomnir að sjá báðar hliðar hvers máls. í Bretlandi og Kanada, þar sem tveggja flokka kerfið tíðkast, kjósa menn ekki aðeins milli flokka og frambjóðenda. Þeir eru um leið að kveða upp dóm um, hvaða ríkisstjórn skuli sitja að völdum næsta kjörtímabil. Þeir velja á milli ríkisstjórnarinnar og „skuggaráðuneytis" stjórnarandstöðunnar, þ.e. ráðherralista hennar. Þar sem gildir að heita má algert tveggja flokka kerfi, eins og í Bretlandi, er atkvœði hvers kjósanda afar þungt á metunum. í þessu felst og mismunun í vil stærri flokknum. Honum er tryggður traustur þingmeirihluti. í kosning- unurn árið 1955 og 1959 gilti svonefnt sveiflu- lögmál: 1% tilfærsla á atkvæðum á milli flokk- anna leiddi til 3% tilfærslu á þingsætum. í kosningunum 1955, 1959 og 1964 stóðst svo- nefnt teningslögmál nokkurn veginn: Hlutfall milli þingsætatalna flokkanna er sama og hlut- fall milli kjörfylgis þeirra í þriðja veldi. Ef hlut- fall milli kjörfylgis flokkanna er 2/3, þá er hlut- fall milli þingmanna þeirra (2/3)3 = 8/27. 27 STÚDENTABLAÐ

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.