Stúdentablaðið - 01.12.1969, Síða 32
Kjördæmaskipan
Grein eftir
Sighvat Björgvinsson, ritstjóra.
Þau rösk 50 ár, sem stjórnmálasamtök jafn-
aðarmanna hafa starfað hér á íslandi hefur það
verið eitt af meginstefnumálum þeirra samtaka
að fyllsta lýðræðis og jafnréttis sé gætt varð-
andi kjördæmaskipan og kosningafyrirkomulag.
Lýðræði og jafnrétti þegnanna er einn megin-
þáttur jafnaðarstefnunnar og því fyllilega eðli-
legt, að íslenzkir jafnaðarmenn skyldu hafa
frumkvæði um breytingar á kjördæmaskipan
og kosningalöggjöf í lýðræðisátt. Þeir sem
lesið hafa fyrstu frumdrögin að stefnuskrá Al-
þýðuflokksins svo og kynnt sér skrif Alþýðu-
blaðsins á frumbýlingsárum þess munu enda
komast að raun um að kröfur um lýðræðislegt
fyrirkomulag, — jafnrétti þegnanna til þess að
hafa áhrif á meðferð þjóðmála, skipa þar hvað
fremstan sess.
Það er því og hefur jafnan verið skoðun
jafnaðarmanna, að kjördæmaskipun og kosn-
ingalöggjöf beri fyrst og fremst að tryggja lýð-
ræðislegt jafnrétti milli skoðanahópa og ef
kjördæmaskipunin og kosningafyrirkomulagið
á hverjum tíma auðnast ekki að tryggja þennan
megintilgang þá beri að gera þar breytingar á,
svo þeim tilgangi verði náð.
Samkvæmt þessu hefur Alþýðuflokkurinn
jafnan leitað samstarfs við aðra stjórnmála-
flokka í landinu þegar hann hefur talið slíkra
breytinga þörf á kosningafyrirkomulagi og það
er athyglisverð staðreynd að núverandi kjör-
dæmaskipan og kosningalöggjöf er til orðin
ekki hvað sízt fyrir frumkvæði Alþýðuflokks-
ins.
Svo farið sé fljótt yfir sögu þá var það m.a.
eitt af kosningastefnumálum „hræðslubanda-
lagsins“ svonefnda að gera breytingar á kjör-
dæmaskipuninni áþekkar þeim og gerðar voru
1959 og taka um leið upp hlutfallskosningar.
Þegar til f’ramkvæmdanna átti að koma neitaði
Framsóknarflokkurinn hins vegar að standa
við þetta samkomulag, svo engar breytingar
voru gerðar á kjördæmaskipuninni í tíð vinstri
stjórnarinnar og fékkst þeim ekki framgengt
fyrr en Alþýðuflokkurinn hóf samstarf við
Sjálfstæðisflokkinn á árinu 1959.
Hlutfallskosningar.
Ég held að það fari ekki á milli mála, að með
þeirri breytingu, sem gerð var á kjördæmaskip-
uninni og kosningafyrirkomulagi árið 1959 var
spor stigið í rétta átt. Fyrir þá breytingu var
misrétti borgaranna, hvað snerti hlutfallsleg
áhrif þeirra á kjör alþingismanna, orðið með
endemum og uppbótaþingsætin unnu þar hvergi
upp á móti. Jafnframt var þá þegar orðið Ijóst,
að kosningafyrirkomulagið gerði það að verk-
um, að flokkur, sem naut fylgis minnihluta þjóð-
arinnar gat auðveldlega fengið meirihluta á
þingi en flokkur, sem naut fylgis þó nokkuð stórs
hóps kjósenda átti það jafnframt á hættu að fá
engan mann kjörinn á þing. Ég held að enginn
þurfi að hugsa sig tvisvar um svarið við þeirri
spurningu hvort hér hafi verið um að ræða æski-
leg viðhorf frá lýðræðislegu sjónarmiði.
Vitaskuld hefur núverandi kosningafyrir-
komulag og kjördæmaskipun ýmsa ágalla, sem
hægt er að bæta úr en það er hins vegar ekkert
álitamál, að megineinkenni þess fyrirkomulags,
— hlutfallskosningarnar, eru mikil lýðræðisleg
framför frá því kosningafyrirkomulagi, sem
áður gilti. Það nær að mínu viti ekki nokkurri
átt, ef í lýðfrjálsu landi á með löggjöf að koma
í veg fyrir það, a,ö tiltölulega stórir hópar kjós-
enda verði sviptir þeim rétti að fylgja skoðunum
sínum fram á löggjafarsamkundu þjóðarinnar
og kjósa fulltrúa úr sínum hópi til þess að hafa
hönd í bagga með afgreiðslu þjóðmála.
Ég fæ með engu móti séð, enda mæla allar
staðreyndir á móti því, að tveir fiokkar geti
gerzt fulltrúar fyrir þær skoðanir á stjórnmál-
um, sem uppi eru meðal heillar þjóðar, og aðrar
stjórnmálaskoðanir en finna má í viðkomandi
fiokkum eigi fyrir fram að vera dæmdar úr
leik.
Slíkt getur ekki verið lýðræði og ef við á
annað borð viljum tryggja lýðræðislega stjórnar-
hætti í landinu þá verður það ekki gert með öðru
móti en því, að hinum ýmsu skoðanahópum sé
fenginn réttur til þess að hafa hlutfallsleg áhrif
á stjórn landsins og meðferð landsmála. Slíkt
lýðræðislegt jafnrétti er aðeins hægt að tryggja
með hlutfallskosningum og því væri það ó-
umdeilanlega fráhvarf frá lýðræði, ef slikt
kosningafyrirkomulag yrði lagt niður.
Flokkavald.
Einna mest hefur kveðið að því, þegar nú-
verandi kosningafyrirkomulag er gagnrýnt, að
halda því á lofti að það kerfi stuðli að auknu
fiokkavaldi um val frambjóðenda og röðun
þeirra á lista. Vissulega er það rétt, að þegar
stjórnmálafiokkur efnir til framboðs þá hneigist
hann til þess að velja þá menn, sem í framboðið
eigi að fara. Sömuleiðis vill hann hafa nokkra
hönd í bagga með því, hvernig hann raðar
frambjóðendunum á framboðslistann og fer þá
aðallega eftir tvennu — í fyrsta lagi, hversu
viðkomandi er vel til framboðs fallinn, og í
öðru lagi, hvort um er að ræða einstakling, sem
fiokkurinn telur þeim eiginleikum búinn, sem
prýða góðan þingmann. Eins og menn vita fer
það ekki alltaf saman að vera góður frambjóð-
andi og starfhæfur þingmaður.
Það má vel vera, að á þessu sviði sé vald
flokkanna of mikið og kjósendur fái ekki í nógu
ríkum mæli að velja þá einstaklinga af viðkom-
andi frambjóðendum á lista einhvers fiokks, er
þeir helzt vilja styðja. Flokkarnir reyna hins
vegar vitaskuld að bjóða fram menn, sem líkur
eru á því, að almenningur vilji styðja, en slíkt
mat stjórnmálafiokks getur vitaskuld brugðizt
enda stærstur hluti kjósenda óflokksbundinn og
getur ekki haft bein áhrif á val eða mat fiokk-
anna. Afturhvarf til einmenningskjördæmaskip-
unar mundi ekki breyta hér neinu um, því ekki
dettur mér það í lifandi hug, að stjórnmála-
fiokkar myndu eitthvað síður vilja hafa hönd í
bagga um val frambjóðenda enda þótt í stað
listaframboðs kæmi framboð eins manns.
Hræddur er ég um, að ef velja á einn mann til
framboðs í nafni stjórnmálafiokks mundu á-
tök hagsmunahópa innan fiokkanna verða mun
harðari og illvígari en nú á sér stað og fiokks-
klíkuvaldið í framboðsmálum færast því mjög í
vöxt.
Styrk stjórn.
Ein meginröksemd þeirra, sem leggja á-
herzlu á að horfið verði frá hlutfallskosningum
og tekið upp einmenningskjördæmafyrirkomu-
lag er sú, að það leiði til styrkari ríkisstjórnar
þar eð með einmenningskjördæmaskipan sé
aðeins starfsgrundvöllur fyrir tvo stjórnmála-
STÚDENTABLAÐ
32