Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Qupperneq 33

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Qupperneq 33
flokka er myndu þá skiptast á um stjórn lands- ins. Þetta er vissulega sjónarmið út af fyrir sig, að okkur sé svo brýn nauðsyn á styrkri stjórn að við eigum að löggilda til frambúðar ein- ungis tvo stjórnmálaflokka á íslandi. Fyrst lagt er út á þá braut mætti þá ekki alveg eins lögskipa það, að einungis einn flokkur starf- aði — út úr því dæmi kæmi sjálfsagt enn styrk- ari stjórn. Hins vegar ætti þeim mönnum, er slík rök færa fram að vera það ljóst, að með því eru þeir beinlínis að lýsa þeirri skoðun sinni, að lýð- ræði á íslandi hafi gengið sér til húðar og sé með öllu óstarfhæft nema því séu settar þungar hömlur. Áherzlan er lögð á það, að skapa stjórnvöldum sterkari aðstöðu, væntanlega í þeim tilgangi, að þau geti komið sínum málum fram án teljandi ótta við viðbrögð almennings í landinu. Til þess að svo megi verða, er al- menningi sniðinn sem þrengstur stakkur i stjórnmálum, honum ætlað að velja á milli tveggja flokka en allar þær skoðanir, sem ekki falla heim og saman við stefnumál tvíbura- flokkanna fyrirfram dæmdar dauðar, ómerkar og áhrifalausar. í sama mund eru svo löggiltir til frambúðar tveir stjórnmálaflokkar, sem næst- um er ógerningur að hrinda af stalli. Nýskipan í kosningamálum. Ekki má skilja framangreind orð mín svo, að ég telji núverandi kosningafyrirkomulag með öllu gallalaust. Á því eru ýmsir misbrestir, sem þó er auðvelt að lagfæra án þess að kerfis- breyting sé gerð. í því sambandi kemur m.a. mjög til athug- unar, að ákvæðum stjórnarskrárinnar urn skipt- ingu alþingismanna milli kjördæma verði breytt á þann veg, að með ákveðnu millibili breytist tala þingmanna í hverju einstöku kjördæmi í sem nánustu samræmi við fjölda kjósenda, án þess að til stjórnarskrárbreytingar þurfi að koma í hvert skipti. Sú lagfæring, sem gerð var 1959 á fjölda þing- manna í kjördæmi dró nokkuð úr misrétti kjós- enda eftir því hvar þeir eru búsettir á landinu. Á síðari árum hefur þetta misrétti aftur farið í vöxt og fyrirsjáanlegt er, að breytingar þarf að gera á skiptingu þingmanna milli kjördæma með nokkuð reglulegu millibili, til þess að nokk- uð jafnrétti geti haldizt hvað snertir hlutfalls- leg áhrif kjósenda á kjör alþingismanna. Jafnframt er mjög athugandi að taka upp svipað hlutfallskosningafyrirkomulag og tiðkað er í Danmörku, en þar er um persónubundnar hlutfallskosningar að ræða. Samkvæmt þvi kerfi er bæði hægt að greiða framboðslistanum sem heild atkvæði og eins einstökum fram- bjóðendum. Þetta kerfi felur raunverulega í sér alla helztu kosti hlutfallskosningafyrirkomu- lagsins svo og persónubundinna kosninga þar eð kjósendur geta greitt þeim frambjóðendum listans atkvæði, einum eða fleirum, sem þeir vilja styðja, algerlega án tillits til þess, hvernig á listann hefur verið raðað. Reynsla Dana af þessu kosningakerfi hefur verið mjög góð, það er tiltölulega einfalt í framkvæmd og niður- staðan hefur orðið sú, að mestan stuðning kjósenda hafa fengið annars vegar reyndir stjórnmálamenn, sem njóta trausts meðal al- mennings og hins vegar ungt fólk, sem getið hefur sér sérstaklega gott orð með þátttöku sinni í félags- og stjórnmálastarfsemi. Samkvæmt þessu kerfi skiftir ekki megin- máli hvernig frambjóðendum er raðað á fram- boðslista og frambjóðendur, sem eru óánægðir með það sæti, sem þeir hafa verið settir í geta skotið sínu máli til kjósenda enda mjög al- vanalegt, að frambjóðandi, sem settur hefur verið neðarlega á lista fái mikið fieiri persónu- atkvæði en menn ofar á listanum og nái því kjöri. Svipað kosningakerfi, þó nokkuð flóknara, er notað á írlandi með sama árangri og er mjög einfalt að koma á fót áþekku kosningafyrir- komulagi hér á landi innan ramma hlutfalls- kosninga. Enda þótt margt megi að vísu finna að því kosningakerfi, sem notað hefur verið á íslandi s.l. áratug þá ætti fólki að vera það ljóst, að hlutfallskosningar eru það lýðræðislegasta kosn- ingafyrirkomulag, sem unnt er að styðjast við. Hlutfallskosningarnar hafa því svo marga og ótvíræða kosti, ef við framvegis viljum styðjast við lýðræðislega stjórnarhætti í landi voru, að við eigum ekki að varpa þeirri kosningafram- kvæmd fyrir borð í fljótræði, enda þótt að framkvæmdinni megi finna og þá sízt þar sem tiltölulega er mjög auðvelt að gera á því kerfi breytingar, sem leiða til þeirrar niðurstöðu um aukin stjórnmálaáhrif almennings, sem eftir er sótzt. Sighvatur Björgvinsson. 33 STÚDENTABLAÐ

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.