Stúdentablaðið - 01.12.1969, Page 36
og Chain Coffin Child Memorial Fund veitti
$ 31.500 styrk til rannsókna Dr. Guðmundar
Eggertssonar í erfða- og líffræði. Auk þess
margt fleira er hér verður ekki upptalið.
Kennaralið.
Vegna hinnar öru þróunar Háskóla Islands
urðu töluverðar breytingar á kennaraliðinu.
Urðu þær helztar, að prófessor Theodór B.
Líndal lét af embætti fyrir aldurs sakir. Þá var
dr. Björn Björnsson skipaður prófessor í guð-
fræðideild og Margrét Guðnadóttir prófessor í
læknadeild. Einar Björnsson og Gaukur Jör-
undsson voru skipaðir prófessorar við laga-
deild. í verkfræði og raunvísindadeild var dr.
Sigurður Þórarinsson skipaður prófessor. Einn-
ig urðu þær breytingar í þeirri deild, að dr.
Guðmundur Eggertsson var settur prófessor í
almennri líffræði og þeir mag. Örn Helgason
og mag. Þorsteinn Þorsteinsson voru settir
dósentar. í lyfjafræði lyfsala var dr. Vilhjálmur
Skúlason skipaður dósent. Þá komu einnig að
skólanum tveir erlendir kennarar, fil. kand.
Ingrid Wetin og prófessor John G. Allee.
Nýstúdentar.
Enn einu sinni var sett nýtt met í fjölgun stúd-
enta við Háskólann. Innrituðust á síðast liðnu
hausti 458 nýstúdentar. Þar af skráðust 10 í
guðfræðideild, 80 í læknadeild, 5 í tannlækna-
deild, 9 í lyfjafræði lyfsala, 34 í lögfræðideild,
47 í viðskiptadeild, 151 í heimspekideild, auk
þess 19 erlendir stúdentar í þá sömu deild, 32 í
verkfræðideild og 71 í verkfræðideild BA. Er
greinilegt hve mikið aðdráttarafl hin nýja raun-
vísindadeild hefur, en þar hefur stúdentum
fjölgað meira en um helming frá því í fyrra.
Stúdentastjarnan.
Á síðasta ári var stofnuð Stúdentaakademía
innan Stúdentafélags Háskólans og skyldi hún
á ári hverju veita heiðurstákn fyrir frábær störf
á sviði vísinda, lista eða bókmennta. Var heiðurs-
tákni þessu valið nafnið Stúdentastjarnan og
skyldi veitt íslendingi. Varð þetta í fyrsta sinn
gert þann 1. desember í fyrra og hlaut prófess-
or Þorbjörn Sigurgeirsson stjörnuna fyrir vís-
indastörf sín.
Inntökuskilyrði.
Mikil blaðaskrif og þjark varð á síðasta
sumri um inntökuskilyrði í læknadeild. Stóð
rimman milli ráðamanna innan Háskólans og
stúdenta en menntamálaráðherra skyldi hafa
úrskurðarvald. Er ekki ástæða til að rifja upp
þann málarekstur hér, en þau urðu lokin, að
þann 20. okt. s.l. undirritaði forseti íslands
reglugerðarbreytingu og segir þar svo um
læknadeild: „Aðgang að læknisfræðinámi í
læknadeild hafa þeir, sem lokið hafa stúdents-
prófi frá íslenzkum menntaskóla eða öðru
samsvarandi prófi. Deildin getur þó sett lág-
markseinkunnir í stúdentsprófi, sem skilyrði
fyrir inntöku. Réttur þeirra, er falla á fyrsta
árs prófinu til áframhaldandi setu í deildinni
skal ekki vera meiri en réttur nýstúdenta til
inngöngu“. Takmarkanir voru því ekki settar
að sinni.
Fundir og ráðstefnur.
Margir erlendir fræðimenn sóttu skólann
heim á árinu og fluttu hér fyrirlestra. Einnig
hefur verið haldið uppi margs konar öðru
menningarlífi svo sem bókmennta- og list-
kynningum. Þá var haldið norskt- íslenzkt
réttarsöguseminar á Akureyri á vegum ORA-
TORS, félags laganema, og viðskiptafræðistúd-
entar héldu ráðstefnu, þar sem fjallað var um
stöðu viðskiptafræðingsins í þjóðfélaginu. Hér
að auki voru haldnar ýmsar samkomur og ferðir
farnar, jafnt til lærdóms og andlegrar upp-
lyftingar.
Stúdcntakórinn.
Stúdentakórinn lætur enn til sín heyra af
fullum krafti. Kom hann meðal annars fram á
Háskólahátíðinni. Þó hafa þær breytingar orðið
á, að Jón Þórarinsson stjórnar kórnum ekki
lengur og er það því missir. En maður kemur í
manns stað og fyllir nú Atli Heimir Sveinsson
skarðið.
Stúdentaþing.
Stúdentaþingið var haldið dagana 23. til 24.
ágúst og voru þar að venju rædd ýmis hagsmuna
og velferðarmál íslenzkra stúdenta. I tilkynningu
STÚDENTABLAÐ
36