Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Síða 40

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Síða 40
Frá ORATOR, félagi laganema 1. Félagsmenn í Orator voru 193 á síð- asta starfsári og vantar nokkuð á að allir laganemar gangi í félagið. Starfsemi félagsins var nokkuð um- fangsmikil á árinu og til marks um það má benda á, að útgjöld félagsins jukust um rúm 100% eða úr 240 þúsund árið 1968 í 494 þúsund og er þá ótalinn út- gáfukostnaður Úlfljóts, sem verður hátt á þriðja hundrað þúsund. II. Almennir félagsfundir voru haldnir átta á árinu. Var þar rætt um margvísleg efni á sviði lögfræði m.a. um almanna- tryggingar, ábyrgðartryggingar, sveita- félög, kjördæmaskipan, eignarnám o.fl. Til þessara funda voru fengnir hinir merkustu fræðimenn, svo sem prófessor Gaukur Jörundsson, Guðjón Hansen tryggingarfræðingur, Arnljótur Björns- son héraðsdómslögmaður og Sigurður Gizurarson cand. jur. III. Þrjár málflutningsæfmgar voru haldnar á árinu og var til þeirra vandað að venju, leidd voru vitni og aðilar og málsskjöl öll fjölrituð og þeim dreift til laganema. 3. sjónvarpsþáttur félagsins „Réttur er settur“ var fluttur 22. febrúar s.l. og endursýndur í september. 4. sjón- varpsþátturinn var síðan sýndur hinn 10. september. Jafnframt var endursýndur 2. þátturinn og hafði félagið nokkrar tekjur af þessum þáttum, en þó munu þeir lang ódýrasta innlenda sjónvarps- efni sem Sjónvarpið á völ á. IV. Orator hélt tvö seminar á árinu, var hið fyrra haldið dagana 9.-15. sept. og fór að mestu leyti fram á Akureyri. Til þessa seminars var boðið 15 norsk- um laganemum og jafnstór hópur ís- lenzkra laganema tók þátt í því. Voru viðfangsefni seminarsins á sviði réttar- sögu og fengnir hinir færustu fyrirles- arar. Þeir próf. Magnús Már Lárusson háskólarektor, próf. Ármann Snævarr, próf. Þór Vilhjálmsson, próf. Torkel Opsahl frá Osló og Sigurður Líndal hæstaréttarritari. Tókst seminar þetta í alla staði hið bezta. Erindi öll frábær, umræður hinar fjörugustu og síðast en ekki sízt sköpuðust ómetanleg kynni milli hinna íslenzku og norsku þátttak- enda. Seinna seminarið var allt mun minna í smíðum og eingöngu með íslenzkum laganemum, en tókst eigi að síður mjög vel. Fjallað var um efni á sviði skaða- bótaréttar, sem bar heitið stefna Hæsta- réttar í skaðabótamálum og almenna skaðabótareglan. Fyrirlesarar voru þeir próf. Magnús Þ. Torfason, Gunnar M. Guðmundsson hæstaréttarlögmaðurogArnljóturBjörns- son héraðsdómslögmaður að ógleymdum próf. Anders Vinding Kruse frá Kaup- mannahöfn, sem flutti erindi um stefnu Dana í þessum málum. Þátttaka var mjög góð, en alls tóku milli 50 og 60 laganemar þátt í seminari þessu. V. Kynnisferðir voru nokkrar farnar á árinu. Heimsóttu laganemar meðal ann- ars sýslumann Borgfirðinga og Mýra- manna Ásgeir Pétursson, einnig sóttum við heim ísfirðinga í boði bæjarstjórnar og bæjarfógeta Björgvins Bjarnasonar og var á báðum stöðum tekið á móti okkur af mikilli rausn og myndarskap. Þá gekkst félagið fyrir kynnisferðum fyrir laganema á 1. ári í Hæstarétt, Borgardóm og nú síðast í Alþingi. VI. Stúdentaskipti hafa aldrei verið meiri en s.l. starfsár, auk 18 norskra stúdenta, sem hingað koma á réttar- söguseminar, svo sem áður getur komu hingað fimm erlendir gestir á árshátíð félagsins og dvöldu hér frá 5 og upp í 15 daga. Orator sendi 8 íslenzka laganema utan til þátttöku í seminörum og ráð- stefnum. VII. Kennslumállagadeildarvorumjög ofarlega á baugi s.l. ár. Þrír laganemar sátu í nefnd um endurskoðun laganáms ásamt prófessorum og er sú endurskoðun komin langt á veg, þannig að vænta má þess, að ný reglugerð fyrir lagadeild taki gildi innan skamms og mun væntanlega ná yfir þá, sem innritast næsta haust. Helztu nýmæli í þeirri reglugerð verða væntanlega þau, að áfanga prófum íjölg- ar frá því sem nú er, þannig að unnt ætti að vera að ljúka námi við deildina á 5 árum, þá verða þau nýmæli væntan- lega tekin upp að teknar verða upp kjör- greinar í nokkrum mæli. VI11 Útgáfa Úlfljóts hefur gengið mjög vel á árinu. Út eru komin 3 tölublöð og það 4. væntanlegt innan skamms, alls verður árgangurinn eitthvað á 5. hundrað síður og hefur aldrei verið stærri. Þá á var á árinu hafin útgáfa fréttabréfs Ora- tors og kom það alls út 5 sinnum, þessi útgáfa hefur gefist mjög vel og er þess að vænta, að henni verði haldið áfram og hún aukin á næstunni. IX. Hátíðahöld Orators þann 16. febr. voru með liku sniði og venjulega. Um morguninn var bæjarþing Orators háð að venju, eftir hádegi flutti Steingrímur Gauti Kristjánsson flr. erindi um upp- runa og sögu sveitarfélaga á íslandi, að því loknu héldu laganemar til skrifstofu Reykjavíkurborgar, að Skúlatúni 2 og skoðuðu þar og hlýddu á erindi Geirs Hallgrímssonar borgarstjóra um starfs- háttu borgarstjórnar og þágu síðan veit- ingar í risnuhúsnæði borgarinnar að Höfða. Um kvöldið lauk svo hátíðinni með hófi að Hótel Loftleiðum. Hinn 7. nóv. s.l. var aðalfundur félags- ins háður og var þar kjörin ný stjórn fyrir félagið. Fráfarandi stjórn var skipuð þessum laganemum: Form. Víglundur Þorsteinsson, varaform. og ritstjóri Úlf- ljóts, Páll Þórðarson, gjaldkcri, Stefán Skarphéðinsson, ritari, Gunnlaugur Claessen, og meðstjórnandi Sigrún Bald- vinsdóttir. Nýkjörna stjórn skipa eftir- taldir laganemar: Formaður, Már Gunn- arsson, varaform. og ritstjóri Jón G. Zoega, gjaldkeri, Stefán Pálsson, ritari Gunnar Gunnarsson og meðstjórnandi Margrét Björnsdóttir. Víglundur Þorsteinsson. Frá Félagi guðfræðinema Við í félagi guðfræðinema höfum það ljómandi gott. Félagsmenn eru um 35 og þvi hægt um vik með alla félags- starfsemi. Starfið s.l. vetur fólst einna helzt í mánaðarlegum fundum. Gestir á þeim fundum voru m.a. sr. Ingþór Ind- riðason, er talaði um starf prestsins, og sr. Lárus Halldórsson, er ræddi um starf presta á sjúkrahúsum. En hæst reis starf- semin í stórmannlegri deildarferð á Snæ- fellsnes. Á leiðinni þræddum við prests- setur, spurðum kennimenn í þaula um starf og strit og nutum hvarvetna rausnar- legra veitinga. Það var á engan hátt að tilefnislausu, að Snæfellsnesprófastsdæmi varð fyrir valinu. Olli þar mestu nýútkomin bók nóbels-skáldsins, Kristnihald undir jökli. Máltækið segir, að glöggt sé gests augað, og það trúi ég að Snæfellingar hafi sann- reynt við komu okkar. Þótt ei við hefðum skriflegt umboð biskups, spurðumst við fyrir um messuhald giftingar og greftr- anir, staðarúttektir og risnu og reyndist allt þetta vera í prúðasta lagi og mættu ýmis önnur byggðarlög lofa sig og hátt prísa fyrir annað eins sóma kristnihald og er undir jökli. í janúar brautskráðist Guðmundur Óskar Ólafsson, candidat í guðfræði. Hóf hann þegar starf af skör- ungsskap sem farprestur þjóðkirkjunnar. Svo kom vorið. Fíflarnir sunnan undir Háskólanum teygðu gular krónur sínar móti sólarljósinu, en úr guðfræðideild útskrifaðist aðeins einn candidat, Einar Sigurbjörnsson. Hefur hann nú útsirklað sér brauð eins og það er orðað í Kristni- haldinu. Er hann prestur á Ólafsfirði. Fátt bar til tíðinda af deildinni þar til líða tók á haust, en þá bættist henni nýr starfskraftur dr. Björn Björnsson, er skipaður var prófessor við deildina. 1 lok september brautskráðust tveir candi- STÚDEIMTABLAÐ 40

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.