Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Síða 43

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Síða 43
Frá Stúdentafélagi jafnaðarmanna Frá pólitísku stúdentafélögunum Stúdentafélag jafnaðarmanna er lík- lega fámennast þeirra stjórnmálafélaga, sem starfa opinberlega hér í skóla. Engu að síður eru félagsmenn mjög samstæður og samhuga hópur og áhrif félagsins eru tiltölulega mikil í stjórnmálastarfinu. Stjórn félagsins er þannig skipuð: form.: Ásgeir Pétur Ásgeirsson, stud. jur., meðstjórnendur: Ólafur Ingólfsson, stud. mag., Steindór Gunnarsson, stud. jur., Guðmundur í. Guðmundsson, stud. jur., og Jón Hauksson, stud. jur. Það er skoðun margra, að nægilegt sé að hafa tvö stór stjórnmálafélög hér í skólanum. Þetta er að vissu leyti rétt, ef menn geta sætt sig við tvístefnu í hugsun og starfi. En hvað eiga þeir að gera, sem ekki aðhyllast í meginatriðum „þrýsti- kenningu“ VÖKU eða „aktion-stefnu“ Verðandi manna? Á rödd þeirra ekki að heyrast? Jú, vissulega. Þess vegna störf- um við ótrauðir við hliðina á „þeim stóru“. En hvað hefur þá stúdentafélag jafn- aðarmanna til málanna að leggja? Það er ekki beinlínis hægt að segja, að það sé nýstárlegt eða hámóðins, heldur grund- vallast meginstefna okkar á þeim marg misþyrmdu vígorðum: frelsi, jafnrétti og bræðralag. Við viljum að því að skapa réttlátt og mannúðlegt þjóðfélag, þar sem öllum þegnum er tryggt félagslegt öryggi og frelsi. Það má svo endalaust deila um það, hvernig vinna beri að fram- kvæmd þessara stefnumiða í smáatrið- um, en ofbeldi og byltingarkennd vinnu- brögð álítum við forkastanleg. En eru þetta ekki skýjaborgir og sand- kastalar? Hér er reynslan hlutlaus dóm- ari; við getum bent á það með réttu, hvernig jafnaðarmönnum á hinum Norð- urlöndunum hefur tekizt að skapa fyrir- myndar velferðarþjóðfélög og hjá okkur horfir flest fram á við í þessum efnum. Hlutur stúdentafélags jafnaðarmanna er kannske léttvægur, en við viljum þó gera okkar til að bæta þetta samfélag, sem við lifum í. Asgeir Pétur Asgeirsson, stud.jur. Frá Félagi frjálslyndra stúdenta Það er orðin venja, að ljá stjórnmála- félögum stúdenta rúm fyrir starfsannála í hátíðablaðinu 1. des. Sá annáll getur að þessu sinni verið stuttur frá Félagi frjáls- lyndra stúdenta. Starfsemin hefur verið í lágmarki síðastliðið ár, og að miklu leyti takmarkazt við samskipti við Heims- samtök frjálslyndrar og róttækrar æsku (W.F.L.R.Y.). F.F.S. er aðili að þeim samtökum frá 1966. Fulltrúi félagsins sótti ársþing samtakanna s.l. vor. Ástæðan til minnkandi starfsemi F.F.S. er sú þróun í stjórnmálalífi stúdenta, sem á síðastliðnum vetri leiddi til stofnunar Verðandi. Að þeirri félagsstofnun unnu meðal annarra margir stuðningsmenn F.F.S. Eitt af því, sem fyrir upphafs- mönnum F.F.S. vakti — fyrir 30 árum, — var að sameina lýðræðissinnaða vinstri menn í einu félagi. Það er frjálslyndum stúdentum fagnaðarefni, að þetta hefur nú tekizt með stofnun Verðandi. En hefur ekki verið tekin formleg á- kvörðun um framtíð F.F.S. Hefur ekki verið talið rétt að rasa um ráð fram í því efni. Jón Eiríksson, stud. scient. formaður F.F.S. Frá Félagi róttækra stúdenta Saga félags róttækra stúdenta mun ekki rakin í þessu greinarkomi, enda hefur það verið gert áður af sama tilefni. Starf félagsins var lengi mjög blómlegt, og það var helzti og oft eini málsvari íhalds- andstæðinga innan Háskóla Islands. Aðal lyftistöng starfs félagsins var, eins og annarra pólitískra félaga innan skólans, kosningar til Stúdentaráðs. Sá áhugi, em yfirleitt vaknar meðal stúdenta eins og annars fólks kringum pólitískar kosning- ar endist oft árið út. Helzti dragbíturinn var hins vegar sá, að yfirgnæfandi meiri hluti róttækra stúdenta varð að sinna brauðstriti með náminu. Foreldrar þeirra voru alþýðufólk, sem ekki var fjárhags- lega afiögufært, og íslenzkt ríkisvald hefur aldrei sinnt því af neinni alvöru, að aðstoða félitla námsmenn meðan á nám- inu stendur. Þetta varð auðvitað til þess, að róttækir stúdentar gátu oft ekki sinnt félagslegum hagsmunamálum stúdenta sem skyldi. Þegar kosningafyrirkomulagi til Stúd- entaráðs var breytt, breytti það að sjálf- sögðu mjög allri starfsaðstöðu Félags róttækra stúdenta, eins og annarra póli- tískra stúdentafélaga. Starfið varð minna og daufara, enda skorti þann beina og nærtæka baráttugrundvöll, sem kosn- ingarnar höfðu skapað. Þegar S.F.H.Í. var endurreist, átti félagið um tvo kosti að velja. Að taka beinan þátt í kosningum við hliðina á öðrum vinstri sinnuðum samtökum, eða taka þátt í sameiginlegu framboði allra vinstri sinnaðra stúdenta. Fyrri kostur- inn hefði auðvitað veitt félaginu sem slíku meiri styrk. Þó kaus það síðari kostinn til að koma í veg fyrir óþarfa sundrungu og meirihlutavald Vöku. 43 STÚDENTABLAÐ

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.