Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1929, Page 4

Fálkinn - 21.12.1929, Page 4
4 F Á L K I N N OOOgooo-oOooooooooooooocoooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooaoooooooooooooooooooooooo o..0oooooo L°o ^ cp o° c fooO ° o £> l°°OC> H R I N G I N G I N SA6A eltir Ctir. Lorenz. % Ooo°° JÖQÖ o ©ooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooQ Það var aðfangadagur jóla að áliðnum degi. Á stóra fæðingar- spítalanum hafði verið mikið að gera allan daginn. En nú var jólaundirbúningnum lokið og hjúkrunarkonurnar nutu hvíld- arinnar eftir vel unnið starf. Sem betur fór hafði ekki bæst við neinn nýr sjúklingur til að tefja fyrir. Úti fyrir fjell snjórinn i þjett- um flygsum. Slóðirnar lágu eftir gangstéttunum eins og svartar randir í hvítum dúk. Inni fyrir var mollulegt. Mæður og börn dottuðu, þrátt fyrir tilhlökkunina. „Ó, hvað það er yndislegt“, mælti Dóris hjúkrunarkona, og teygði úr sjer, nú er jeg laus þangað til í kvöld, og get skropp- ið snöggvast út‘. „Það verður ljóta færðin, þú verður að hafa skóhlífar“, mælti Anna, „en hvað á þessi útislæp- ingur lika svo sem að þýða?“ bætti hún brosandi við. „Jeg held mér sé svo sem sama um færðina“ , svaraði Doris, lengra komst hún ekki, þvi hvell- ur bjölluhljómur rauf þögnina og ómaði um allan spítalann. Hjúkrunarkonurnar litu hvor á aðra. „Það kom frá þriðju stofu“, mælti Anna, „það er þín stofa, en hún er annars tóm og jeg veit ekki betur en bjallan þar sje í ó- lagi“. „Já, þaðan getur það ekki hafa komið“, mælti Doris, en í sama bili söng aftur í bjöllunni hátt og hvelt, tvö löng högg og þrjú stutt. Doris greip um kverkar sér, var- ir hennar titruðu. „Svona hringir enginn maður“, hvislaði Anna. Doris svaraði engu, hún stokkroðnaði og gekk í áttina til stofunnar og Anna á eftir. Þær staðnæmdust fyrir utan dyrnar. Klukkan hringdi aftur. „Þetta er stórmerkilegt, alveg óskiljanlegt“, jafnvel Anna stóð höggdofa, og var hún þó ekki vön að láta sér alt fyrir brjósti brenna. Doris hleypti í sig kjarki og hrinti opinni hurðinni. Herbergið var mannlaust og rúmin óbæld. Doris skalf frá hvirfli til ilja“, þetta hlýtur að vera einhver vit- leysa í okkur — en jeg skil bara ekki ...,“. Bjallan hringdi aftur. Fæðing- arbjallan, sem allar hjúkrunar- konurnar á spítalanum þektu svo vel, bjallan, sem tilkynti að nýr maður væri í heiminn borinn. Doris herti upp hugann: „Skreptu út og gáðu að hvort speldið fellur niður, þegar jeg hringi“ .... Undarleg tilfinning gieip hana, það var eins og liún ætlaði ekki að þora að koma við litla fíla- beinstakkann í veggnum, þegar Anna var gengin út. Hún rétti fram hendina og þrýsti fast á takkann. Litlu síðar kom Anna í dyragættina. „Hringdir þii?“ spurði hún. „Já, jeg hringdi“, svaraði Dor- is lágt. „Það eymdi ekki í klukkunni, heldur en jeg veit ekki hvað“, mælti Anna, „hún er sem sagt biluð .... en hvernig líturðu út, manneskja? Ertu lasin?“ .... Doris stóð og studdi sig við stólbak, hún hélt svo fast að hnú- arnir hvítnuðu. „Gáðu að speld- inu, þegar klukkan hringir næst“, mælti hún lágt, enginn hringir svona, nema ....“ Aftur heyrðust tvær langar hringingar og þrjár stuttar. „Nei, þetta tekur nú út yfir .. speldið hreyfist ekki minstu vit- und, þó bjallan hringi eins og hún sje vitlaus", mælti Anna, en Doris skeytti ekki um hvað hún sagði, hún var á leið fram úr stofunni. „Jeg ætla að skreppa snöggvast út“, mælti hún, „það er fritími minn núna“, bætti hún við, þeg- ar hún sá undrunarsvipinn á and- litinu á Önnu. „En, ef bjallan skyldi nú hringja aftur?“ spurði Anna. „Það gerir hún ekki, liún hringir ekki aftur“. Og Doris hljóp niður stigann. Hún óð snjóinn upp íyrir ökla, hún gat varla séð handaskil fyr- ir flygsunum, sem kyngdi niður. Loksins náði hún í bifreið. Hún nefndi götunúmer og stje inn. Ó- sjálfrátt tyllti hún sjer yst á sætisröndina, eins og hún kæm- ist fyr leiðar sinnar á þann hátt. Bílstjórinn hafði varla stöðvað bifreiðina, þegar hún var stokk- in út. Hún var gagntekin af óróa og óþolinmæði. Henni fanst hún vera rekin áfram af einhverjum óskiljanlegum og annarlegum mætti. Húsið og alt umhverfið leit hirðuleysislega og ömurlega út. Doris ætlaði að fara að hringja, en í sama bili var hurðinni hrundið upp og ungur maður kom hlaupandi á móti henni. Hann nam staðar, þegar hann sá hana. „Doris!“ hrópaði hann upp yfir sig, „hvernig i ósköpunum gastu vitað það?“ „Hvað er að?“ spurði hún ó- róleg. „Það er Ella, hún er svo af- skaplega veik, barnið, þú skilur. Það er mánuði of snemt og hér er enginn læknir, engin hjúkrun- arkona og alt í ólagi“. Hann sleit sundur setningarn- ar, eins og hann væri að hlusta eftir einhverju á meðan hann var að tala, hann var bersýnilega al- veg utan við sig. „Þú skalt vera rólegur, Jón“, mælti Doris, og lagði hendina á handlegg hans. „Jeg hefi þriggja tíma frí, og skal vera hjá þér þangað til þú nærð í hjúkrunar- konu .... jeg skal hjálpa þjer“. „'Doris! “ hann greip um úlflið henni. Hún hrosti til hans stilli- lega og reyndi að skýla geðs- hræringu sinni og hinni hrylli- legu hugsun, sem skaut upp í huga hennar“. „Doris, þú hefir aldrei brugðist mjer“. Orðin hljómuðu fyrir eyrum hennar, þegar hún gekk út. Kona Jóns — veik — einmana. Augun urðu hvöss og hún kipr- aði saman varirnar. Doris var ekki ein þeirra kvenna, sein láta tilfinningarnar ana með sig í gönur. Hún lifði reglubundnu lífi. Með stillingu og rósemi hafði hún tekið von- hrigðunum, þegar önnur kona lokkaði unnusta hennar frá henni og narraði hann með æsku sinni og fegurð í ástlaust hjóna- band. Hún vann daglegu skildu- störfin með þolgæði og ástundun og útilokaði alla ást úr hjarta sínu. Einu geislarnir í lífi henn- ar voru litlu börnin, sém varð að hjálpa yfir þröskuldinn til þessa lífs. Á meðan hún geklt upp tröppurnar var hún að undrast um, hve mikið það gæti fengið á hana að verða nú að standa augliti til auglitis við konu Jóns, .. hún var hrædd við það, sem henni flaug í hug .. „Ef hún nú ekki kæmist lífs af, .. smávegis ónærgætni — það var svo auð- velt“. Doris Brown hjelt að Jón elsk- aði sig ennþá. Hann hafði sýnt henni það á ýmsan hátt í þessa fimtán mánuði, sem hann hafði verið giftur. Ef að kona hans dæi, myndi hann koma aftur til henn- ar — hann, sem hún þráði af lífi og sál. Hugsanir hennar skelfdu hana. Augu hennar litu til rúmsins, hvöss og ógnandi .... „Bara að hún dæi -— að hún dæi áð hún bara dæi“. „Er það yfirsetukonan?" heyrði hún sagt. Konan unga reis með erfiðismunum upp við olnboga. Doris sá hrædd, dökk barnsaugu stara á sig, barnsaugu, sem ekki virtust skilja í neinu. Doris tók til starfa, hún bjó um rúmið og vann hin venjulegu störf — það var eins og hún væri orðin önnur manneskja eft- ir að hún stje yfir þröskuldinn. Hún var ekki lengur konan þjáða, en rólega og margæfða hjúkrunarkonan. Henni var stjórnað af einhverjum mætti, sem hún ekki skildi, meðan hún var að hugleiða morð, héldu hendur hennar áfram að vinna líknarverkið...... „Verið bara ekki hræddar“, heyrði hún sjálfa sig segja, um leið og hún laut fram yfir rúmið. „Þetta gengur alt saman vel, jeg skal vera hjer þangað til læknirinn kemur“. „Hver eruð þér?“ spurði Ella og greip fast um hendur henni. Doris langaði til að svara sær- andi og napurt, en í þess stað þrýsti hún konunni ungu fastar að sjer. „Jeg heiti Doris og kem frá fæðingarspítalanum, .. verið nú ekki hræddar, nú er það að verða búið, reynið hara að vera harðar, sona, sona ....“. „Hvernig hefir maðurinn minn náð í yður?“ veinaði Ella. Doris hröklt við. Hún vissi þá ekkert. Jón hafði aldrei nefnt hana á nafn. „Mér var gert viðvart“, mælti hún lágt. Ljótu hugsunum hætti nú að skjóta upp í huga hennar, hún gleymdi öllu nema því að lítið hrætt barn væri á leiðinni niður í dauðans skuggadal vegna annarar veru, sem ætti að fæðast og að hún með reynslu sinni og þekkingu gæti varið það hættun- um. Mannástin sigraði eigingirn- ina, hún heygði sig niður og kysti konu Jóns.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.