Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1929, Blaðsíða 8

Fálkinn - 21.12.1929, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N glaðlyndis-blíðunnar ? Hann þóttist sjá öll merki þess, að gjörbreyting væri að verða á tilfinningalífi hennar, og hjartað barðist í brjósti hans, er hann varð þess var, þó að hún væri einmitt nú bæði dul og spör á ástar- atlot og virtist vera þreytulegri með degi hverjum ... — Svo kom haustið skyndilega, með hvínandi veðurgný of- an úr hvítu jökultindunum. Ferðamennirnir týndust burtu — einn á fætur öðrum. Og loks málarinn líka. Og litlu síðar lagðist kona póstmeistarans í rúmið. Hún gat ekki verið á fótum lengur. Þá lá manni hennar við að óska að hann ætti þess kost, að fá hana aftur eins og hún áður var: glöð og blíð og barnsleg. Honum fanst svo einmanalegt þarna niðri, þegar hana vantaði! Og nú var það honum ami, að sjá menn koma og fara út úr tómlegu veitinga- stofunni — koma og fara, án þess að nokkur örvaði gleði þeirra .. Ef nú væri að vakna i hjarta hennar hin sterka þrá, er sam- svaraði tilfinningum hans, þá mundi hún verða honum margfalt ástfólgnari en áður. En skeð gat það líka, að nú reyndi meira á þrek hennar, en hann gerði sér ljóst.----------- Þá var það einn dag, að gamla manninn göngumóða bar þar aftur að garði — hann, sem svo vel hafði talað um viðmótsbliðuna. Hann var kominn þarna aftur fótgangandi, einungis til þess að láta hana vita, að hann hefði fengið hinar bestu viðtökur hjá börnum sinum þar vestra að fjallabaki, og að nú væri bætt úr á- hyggjum þeim, sem hún svo fúslega hefði viljað létta af honum forðum. Þegar henni var flutt kveðja gamla mannsins, mælti hún: „Þakkið honum og segið, að jeg hafi ekki heldur gleymt hon- um, né því, sem hann sagði. En nú fyrst skil jeg það“. Síðan hallaði hún sér á koddann og mælti fyrir munni sjer: „Viðmótsblíðan er lífið hálft — hálft lífið .... því að ástin er það alt. Hún lætur sér ekki nægja minna. Annað hvort veitir hún lífinu fult gildi, eða hún nemur burtu alt gildi þess“.. Og gestirnir í veingastofunni og þorpsbúar allir syrgðu hana og grétu, er hún dó — þrem dögum eftir að hún hafði fætt ofur- lítið meybarn. „Hún gat numið í burtu helming af sorg þeirra er syrgðu, og aukið um helming gleði hinna glöðu“, sögðu þeir, er hana höfðu þekt. „Hamingjan gefi, að litla dóttirin verði annað eins sólarbarn og móðirin var! Því að það er hverju orði sannara, að viðmóts- blíðan er lífið hálft! “ Þetta kvað enn vera viðkvæði í St. Valentín-þorpinu. Og senni- lega er það rétt mælt. Árni Jóhannsson ]>Úddi. 0000 0-00000000000000 oooooooooooooo oooooooooooooooo oooooooooooooo0o000° Oo° o«o o °o VERTU BEINN °°o o ° o °nO o°o o ° o°o ? 0000 0°0000000000000000000000000000000000000000000000000000000000 °ooooo Þessa áminningu verða mörg börn krullhári, en ekki með dún. Koddinn aS heyra, sjer til mikilla leiðinda, og lágur og liarður, jafnbreiður dýnunni. fer ])á svo að síðustu að þau láta hana Myndin sýnir áhrif þau, sem alt of fara inn um annað eyrað og út um mjúk undirsæng hefir í för með sjer. hitt. í skólanum hrumar kensiukonan: Það er vani margra mæðra að bera „Rjettið úr ykkur krakkar", og lieima jagast mamma: „Sitjið þið nú ekki svona öll i keng, getið þið ekki reynt að rjetta svolítið úr ykkur“. Já, gott og blessað er það að einhver reynir að sporna við hengilmænuhættinum, bara að það bæri einhvern árangur. Hyggin móðir veit hve skaðlegt er fyr- ir hörnin að vera alt af lotin. Barn, sem að jafnaði er bogið í baki fær innfallið brjóst, hægðir verða tregar og innri líffæri breyta rjettn stöðu. Skyldi móðirin því þegar frá barn- æsku reyna að koma i veg fyrir þetta. Þá skal fyrst minst á rúm barns- ins. Ungirsængui-dýnan skal vera hörð. Skal liún troðin út með húlmi eða altaf barnið á handleggnum. Þar sit- ur krakkagreyið og dingiar meðan móðirin sinnir hússtörfum, talar í sím- ann o. s. frv. Það má með sanni segja að það dirtgli, þvi hringgurinn er enn- þá of linur til þess að hann geti bor- ið kroppinn uppi. Sje tekið upp ung- barn, skal stutt með annari hendi við bak þess eða bera það í legstöðu. Það er álika skaðlegt að láta barnið sitja uppi sjálft of snemma. Barnið má fyrst fara að sitja uppi, eftir að það er farið að rísa upp i rúmi sinu. Þó skal það hafa stuðning við balt og handleggi og ekki láta það sitja of lengi i einu. Nokkrar ieikfimisæfingar styrkja bakið, þó það sje ekki nema nokkurra vikna gamalt. Má gera þær um leið og barninu er þvegið kvelds og morgna. Gott er að láta það liggja á magan- um. Háls og hryggvöðvar styrkjast þá við að barnið teygir upp höfuðið og skimar um í allar áttir. Þegar barnið tekur að vaxa skal jafnan gefin gaumur að hvernig það situr, þegar það er að leika sjer eða starfa. Flest börn hafa alveg sjer- staka líkamsstöðu meðan þau eru að lesa. Oft er hún mjög hlykkjótt. Áríðandi er að börn, sem ganga í skóla hafi mátulega hátt borð til þess að lesa við, stöðuga stóla að sitja á en ekki hægindastóla. í þeim verða þau bæði bogin og löt. Stóllinn skal settur syo nærri borðinu að eigi þurfi að lúta fram, en samt ekki svo nærri, að brjóstið nemi við borðröndina. Bakpokinn er hollari miklu, en skólataskan, sem algeng vnr áður, og borin var í reim uin aðra öxlina, gerði hún börnin oft siginaxla. En gæta skal þess þó að pokinn sitji vel, nota stuttar rcimar og láta hann falla alveg að axlarblöðunum. Skólaleikfimin á náttúrlega mikinn þátt í því að gera börnin beinvaxin. En muna skal • Að það, sem ungur nemur gamall temur. ELSTI MAÐUR HEIMSINS Elsti maður heimsins, Tyrkinn Zaro Agas, sem kvað vera 147 ára gamall. varð fyrir bifreið um daginn á götu f Miklagarði — og ljest þegar. HANN FLÝTTI SJER Á BURT Svíi og Dani sátu saman og sögðu sögur af ýmsu, sem á daga þeirra hafði drifið. Og eftir því sem meira var drukkið, urðu sögurn- ar þvi kraft- meiri. „Það und- arlegasta er á m í n a daga liefir drifið“, sagði Daninn — „var einu sinni á ferj- unni sem fer á milli Kaupmannahafnar og Málm- eyjar. Þegar við lögðum úr höfn, liljóp maður fyrir borð, en er við komum til Málmeyjar, var hann kom- inn upp aftur“. Svíinn hlustaði með athygli á sög- una, og er Daninn hafði lokið frá- sögninni, sagði hann: „Það var jeg sjálfur, senr gerði þclta“. En þá flýtti Daninn sjer út. m | NINON Ansturstræti 12. 02 m m m Nýtískukjóll frá Nino er velkomin jólagjöf! Jóla-nýjungar í kjólum, sjölum, krögum, blómum. Gjafakort fást fyrir hvaða upphæð sem er. m J33 m m N/NON Búðin er opin 2—7. m

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.