Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1929, Blaðsíða 9

Fálkinn - 21.12.1929, Blaðsíða 9
F Á L K 1 N N 9 tfíauðu sRórnir. Beta Magnúss vissi upp á sina tíu fingur hvað mikið hún átti eftir í buddunni. Það voru fjór- ir krónupeningar, nokkrir tutt- ugu- og fimm-eyringar og dálítið af kopar. „Bara að Gunna vildi nú flýta sjer“, andvarpaði hún og leit á armbandsúrið. „Hún lofaði að færa mjer góðar frjettir, og jeg verð að fá að vita hvernig þetta gengur með stöðuna“. Gunna Pálma sat i vellaunaðri stöðu á skrifstofu þeirra Krist- jáns & Davíðs, en Beta var at- vinnulaus. Gunna hafði lofað að hjálpa henni með að útvega sjer atvinnu, og Beta treysti þessu loforði eins og nýju neti. Eltki var annað hægt að segja en að hún svaraði öllum þeim atvinnu- auglýsingum, sem í blöðunum höfðu staðið, og seinast var hún orðin sannfærð um að fyrir henni væru öll sund lokuð. Útifyrir heyrðist bill öskra. „Það er Gunna“, hrópaði Beta upp yfir sig, glöð í bragði og spratt á fætur. Að vörmu spori koin Gunna þjótandi inn og faðmaði Betu að sjer. „Beta, elsku, jeg má ekkert vera að stansa. Jeg ætlaði bara að láta þig vita að Bobbi er bú- inn að útvega þjer aðgöngumiða á ballið hjá Kristjáni í kvöld. Það á að vera verðlaunadans og fimm hundruð króna verðlaun, jeg er viss um að þú vinnur, því það er engin, sem dansar eins yndislega og þú. Við Bobbi ætl- um að skjótast í bíllúr og hitt- um þig svo á ballinu í kvöld og þá skal jeg kynna þig öllu fólk- inu. Hafðu kóralhálsbandið þitt, það fer þjcr svo afar vel“. Og svo var hún rokin á dyr, niður stigann og út, áður en Beta var búin að átta sig. Út um gluggann sá hún stóran bil þjóta á fleygiferð niður götuna og hendast fyrir næsta götuhorn. Beta slóð með tárin í augun- um og starði út. Hún hafði von- ast eftir atvinnu og l'engið að- göngumiða að dansleik. En hvað hafði Gunna verið að l'ara með? Verðlaun fyrir fegurðardans, fiinm hundruð krónur. Hún vissi vel að hún dansaði flestum ung- um stúlkum hetur og hún ákvað að fara á dansleikinn. Hún átti gullfallegan Ijósbleik- an silkikjól. Hún hafði saumað liann sjálf. í fyrstu hal'ði hann verið hvítur, en svo hafði hún lilað hann bleikan. Hálsfestin var með fornri gerð og framúr- skarandi falleg. Gömul frænd- kona hennar hafði gefið henni hann eitthvert sinn þegar ekki var tíska að nota kóralla til skrauts og cngum datt í liug að þcir yrðu framar notaðir sem tískudjásn. Ilún fór í kjólinn og setti á sig hálsfestina. Litla fall- ega andlitið brosti við speglin- um. Spjekoppar sátu í mjúkum kinnunum, augun voru blá og gullna hárið gljáði eins og silki. En------- Hún hafði enga skó. Svörtu sumarskórnir voru gatslitnir og glitdúksskórnir voru i viðgerð. Iivað átti hún nú að gera? Hún varð að hætta við að fara á dans- leikinn. Dyrabjöllunni var hringt — ef til vill var það svar við auglýsingu hennar. Hún hljóp niður og opnaði. — Það var send- ill frá skóbúðinni, með nýsóluðu skóna. Hún tók við bögglinum og gekk upp á herbergi sitf. Þar opnaði hún hann og fór að hugsa um á meðan að það væri nú ó- þarfa viðhöfn að búa gamla skó- ræfla í fínustu silkibrjefum. Ó- sjálfrátt hrópaði hún upp yfir sig —- skyldi hana vera að dreyma! 1 stað glitdúksskónna rak hún augun i undurfagra silki-skó að lit eins og dökkrauður kórall. Þeir voru skreyttir kóralspenn- um, greyptum í silfur ineð gam- alli gerð. „Ó, hvað þeir eru yndislegir", sagði Beta í hálfuin hljóðum við sjálfa sig, tók skóna og fór að skoða þá. Spennurnar glitruðu við rafmagnsljósið. Skórnir voru forkunnar fagrir og Beta gat ekki setið á sjer, en fór að bera þá upp, þeir sátu eins og þeir væru sniðnir á hana. Hún dansaði um herbergið frá sjer numin, en alt i einu hægði hún á sjer, henni var lilið á klukkuna. „Það er svona rjett með skönnn, að jeg get komist með þá áður cn lok- að er og borgað viðgerðina á mínum“, sagði hún hálfhátt. En þá datt henni skyndilega nokk- uð í hug. Ef hún ætti þessa slcó, þá gæti hún farið á dansleikinn, unnið verðlaunin og gert sjer glaðan dag. „En jeg á þá bara ekki — þetta eru leiðinleg misgrip“, hugsaði hún hrygg í bragði. Hún beygði sig niður til þess að leysa af sjer skóna og hálsfestin fjell um leið fram yfir höfuð henni, — það var nákvæmlega sama gerð á kúlunum í háls- bandinu og spennunum í skón- um. Hún gekk að speglinum og leit í hann. „Öskubuska“, mælti hún lágt og brosti þunglyndislega. Hvern- ig sem á því stóð ætlaði hún ekki að geta komist af stað. „Þó jeg færi nú þangað, fengi jeg sjálfsagt heldur ekki skóna mína í ltvöld, þeir hafa náttúr- lega verið sendir í misgripum til einhverrar stúlku, scm ætlar á ball. Jeg held jeg verði að eiga á hættu að nota þessa og fara á dansleikinn — jeg geri það bara — jeg vil fara“. Að kveldverði loknum, klæddi liún sig vel og vandlega og laumaðist niður stigann. Blóm- sölukona stóð á götuhorni og bauð blóm sín. Hún rjetti undur- fagran anemónuvönd að Betu um leið og liún gekk framhjá. Beta leit við honum, stóðst ekki feg- urð blómanna og keypti vönd- inn. „Jeg verð að vinna verðlaun- in annars get jeg ekki einu sinni borgað skóna mína“, hugsaði hún. Fyrir framan hina skrautlegu danssali, stóð löng röð nýtísku- bíla. Beta ein var gangandi. Hún afhenti dyraverðinum aðgöngu- miðann og geklc inn í kvennaher- hergið, til þess að hafa skóskifti. Hún kom aftur fram í fordyr- ið rjóð í kinnum og með tindr- andi augu og tók nú að svipast um eftir þeim Gunnu og Bobba. En þau sáust hvergi og hún þekti eltki nokkura hræðu af öllu þessu fólki, sem gekk þarna um, hló og masaði. Á meðan hún var að svipast um eftir Gunnu, mundi hún ekki eftir neinu öðru. en svo var eins og hún færi að finna til feimni. Hitt fólkið skotraði forvitnislega til hennar augunum og henni leið ver og ver og ekki skánaði þegar farið var að spila fyrir dansinum. Að lokuin hjelst hún ekki lengur við frammi, en gekk inn í danssal- inn og settist þar á hekk. En al- staðar var hún fyrir, þeir sem voru að dansa ráku sig á hana, hvernig sem hún færði sig til, að lokum stóð hún upp og reyndi að smokka sjer út. Hún heyrði um leið að sagt var bak við hana: „Jeg veit svo sem ekki hvað fólk er að gera á ball, þegar það ekki kann að dansa“. Beta blóðroðnaði og leit við. Stúlkan, sem talað, hafði, var stór og sterklega vaxin og óð fram um gólfið eins og knatt- spyrnumaður. Beta smeygði sjer inn í gluggaskot til þess að reyna að fela sig. Grátstafurinn sat í kverkunum á henni. Mjúk silki- tjöldin skýldu henni, svo hún sást ekki framan úr salnum. Hversvegna höfðu þau ekki kom- ið, Gunna og Bobbi? Nú hefði bíllinn hilað hjá þeim, eða þau hefðu alveg gleymt að Beta átti að bíða þeirra þarna á dansleikn- um. Hún sá fólkið dansa fram hjá með marglitar pappírshúfur á höfði, það hló og gerði að gamni sínu og skemti sjer auðsjáanlega framúrskarandi vel. Hún óskaði að hún hefði aldrei farið á þetta ball og aldrei tekið skóna fögru og svo einsetti hún sjer að fara heim. En um leið og hún reis á fæt- ur og ætlaði að halda af stað, voru gluggatjöldin dregin til lilið- ar og ungur maður gekk inn í skotið til hennar. Hún hafði veitt “ g| Heildsala. Stofnsett 1903. Smásala. m m m m m m m Leðurverslun JONS ÐRYNJOLFSSONAR, Reykjavík. Söðlaleður svart og gult í húðum, hálsum og kviðum. Sólaleður í húðum, kjörnum, hálsum og kviðum. Skinn, til söðlasnúðis og bókbands. Sjerstaklega smekklegt og ódyrt úrval af kápuskinnum öllum nýtísku litum og gerðum. m m m m m £2

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.