Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1929, Qupperneq 20

Fálkinn - 21.12.1929, Qupperneq 20
20 F Á L K I N N — Nei, herra. — En þú getur látiíS það berast, aS þetta sje í síSasta sinn, sem jeg syng, annarsstaSar en í baSherbcrginu mínu. Hver sem vill heyra til mín framveg- is, verSur aS koma þar að dyrunum og leggja eyrað við skráargatið. Mjer fannst nfl., að eftir því sem aftar dró i laginu, færi fólkið að ókyrrast, svo hamingjan má vita hvað liefði getað skeð. — Jeg skal ckki neita þvi, að jeg varð lika var við einhverja ókyrð. — Kanske stafar hún af þvi, að fólkið hefir mist smekkinn fyrir þessu lagi, herra. Það hefði ef til vill verið rjett- ara, hefði jeg látið yður vita, að tveir voru búnir að syngja það á undan yður. — Hvað segirðu? — Já, einn karlmaður og ein kona. Þetta er afarvinsælt lag, eins og er, herra. Jeg gapti. Jeg varð blátt áfram máttlaus við tilhugsunina um, að maðurinn gat fengið sig til þess að láta húsbónda sinn og lierra syngja iag, sem sungið hafði veriö tvisvar áð- ur sama kvöldið, og sent hann þannig í dauðans greipar ,ef svo mætti segja. Það var ótvirætt merki þess, að hús- bóndahollusta sú, er einkendi undir- gefna fyrr á tímum, væri nú úr sög- unni. Jeg var í þann veginn að láta Jeeves lieyra álit mitt á málinu, á þann hátt, sem ekki yrði misskilinn, þegar jeg sá, að Tuppy slagaði út á pallinn. Tuppy hinn ungi bar þess ótviræð merki, að hann hefði lieimsótt „Bláu Flöskuna”. Nokkur fagnaðaróp bárust að eyrum minum, sennilega frá fje- lögum hans í Svartapjetrinum, sem rann blóðið til skyldunnar. Ópin gerðu það að verkum að vinabros kom fram á varir Tuppys og breikkaði smám saman þangað til það náði saman, aft- an til á höfðinu. Honum leið næstum eins vel og manni getur liðið — og staðið þó á fótunum. Hann veifaöi brosandi hendinni til klapparanna, hneigði sig þannig, að konungur hefði eliki gert það með meir yndisþokka, rjett eins og Austurlandakonungur, sem svarar fagnaðarópum skrílsins. Þá sló kvenmaðurinn við hljóðfærið fyrstu tónanna af „Sonny Boy“ og Tuppy bljes sig út eins og loftbelgur, spenti greipar, blimskakaði augunum upp í loftið, rjett eins og Davíð við hörpu sina, og byrjaði. Jeg held, að skríllinn hafi verið of agndofa til þess að hreyfa sig neitt, og svo ótrúlegt, sem það kann að þykja, komst Tuppy nokkurnveginn gegn um erindið án þess, að stuna heyrðist eða hósti. En svo fóru þeir að taka sig saman. Appelsínusali, sem verður reiður, er liræðilegur andstæðingur. Jeg ■ hafði aldrei sjeð skrílsuppþot fyrr og jeg verð að játa, að mjer varð lireint ekki um sel. Það er að segja, jeg fekk dá- litla liugmynd um, hvernig franska stjórnarbyltingin muni hafa farið fram. Úr öllum hornum kom samtím- is öskur, sem heyra má á hnefaleika- samkomum í East End, þegar dómar- inn rekur óskabarn skrílsins út af pallinum og hleypur burt samtimis tii þess að forða lifi sinu. En þeir ljetu ekki lengi sitja við orðin tóm, heldur tóku þeir að nota áhöld úr jurtarík- inu. Jeg veit ekki hvernig á þvi stóð, en jeg hafði það einhvernveginn fast í hausnum, að hið fyrsta, sem Tuppy fengi i sinn haus, mundi vert’a kart- afla. Maður fær svona hugmyndir stundum. En það, sem hann fjekk i raun og veru, var banani, og jeg sá þegar að einhver mjer vitrari hafði valið það skotfæri. Þessir karlar sem eru aldir upp við það frá blautu barnsbeini að láta í ljósi álit sitt af- dráttarlaust, ef þeim líkar ekki skemt- un, sem borin er á borð fyrir þá, vita af eðlisgáfu sinni hvað best hentar i hvert skifti, og jeg varð að játa, þeg- ar bananinn flattist út á skyrtubrjósti Tuppys, að árangurinn var ólikt list- rænni heldur en ef kartafla hefði ver- ið notuð. Ekki svo að skilja, að kart- öflusinnar hefðu ekki fulltrúi þarna lika. Eftir þvi sem leið á skothríðina, tók jeg eftir ýmsum greindarlegum á- heyrendum, sem köstuðu eklti öðru. Áhrifin á Tuppy voru að ýmsu leyti eftirtektarverð. Augun ætluðu út úr höfðinu og hárið virtist rísa, en hvað sem þvi leið, hjelt munnur hans á- fram að opriast og lokast og með góðri eftirtekt mátti sjá, að hann hjelt á- fram að syngja „Sonny Boy“ ósjálf- rátt. Loks þegar liann rankaði við sjer fór hann að hugsa um að forða lifi sínu. Það seinasta, sem af honum sást var það, að hann skaliaði af sjer tóm- at um leið og hann komst út af pall- inum. Brátt hætti uppþotið og hávaðinn. Jeg sneri mjer til Jeeves. — Hvað finst þjer? Heldurðu ekki, að þetta verði endahnúturinn á Glossop-Belling- er ævintýrinu? — Jú, herra. En nú kom feiti Bingham fram á pallinn. Jeg hjelt, að hann ætlaði að fara að setja ofan i við hjörð sína fyrir að geta ekki haldið tilfinninga- lífinu í skefjum. En crindi hans var alt annað. Hann var þessu sýnilega vanur á kvöldskemtunum sinum og var hættur að hafa nokkuð við það að athuga. — Herrar mínir og frúr, sagði „Feiti“ gamli. — Næsta númer á dag- skránni átti að verða hinn ágæti söngur hinnar velþektu óperu-sópran- söngkonu, ungfrú Coru Bellinger, en nú liefir liún hringt til mín og tilkynt, að vagninn hennar hafi bilað. En hún er samt á leiðinni hingað í öðrum vagni og kemur bráðlega. A meðan ætlar vinur vor, Mr. Enoch Simpson að lesa upp kvæði eftir Tennyson. Jeg greip í liandlegg Jeeves. — Heyr- irðu það, sagði jeg. — Hún hefir ekki verið viðstödd og því ekki sjeð neitt af Waterloo-orustu Tuppys. —• Öll ráðagerðin er rokin í reyk og ösku. — Já, herra. — Itomdu, Jeeves, mælti jeg, og þeir, sem næstir mjer stóðu urðu hissa á því, að jeg skyldi alt í einu verða fölur. — Jeg hefi orðið fyrir tauga- áreynslu, sem ekki liefir átt sinn lika siðan á dögum píslavottanna. Jeg hefi Ijettst um mörg pund, og eyðilagt heilsuna og maimorð initt og auk þess gengið gegn um eldraun, sem mun gera það að verltum, að jeg vakna öskrandi af hræðslu næstu mánuðina. Og alt til einskis. —- Ef yður er sama, herra, langaði mig til að vera hjer það sem eftir er af skemtuninni. — Eins og þú vilt, Jeeves, sagði jeg dapur í bragði. — Hvað mig snertir, er hjarta mitt dautt, og jeg cr að hugsa um að lita snöggvast inn í „Geitina og Vínberin“ og vita hvort jeg fæ ekki eitt glas af þessar eitur- blöndu þeirra — og svo heim. Klukkan hlýtur að hafa verið orð- in tíu er jeg sat í gömlu dagstofunni minni og sötraði í mig seinasta strammarann — eða svo til. X>á var bjöllunni liringt og Tuppy birtist. Hann leit út sem sá, er hefir gengið i gegn um einhverja mikla eldraun, og stendur nú augliti til auglitis við sína eigin sál. Hann var auk þess með efnilegan vísi til glóðarauga. — Sæll, Bertie, mælti hann og tók að sveima kring um arinliilluna, rjett eins og liann væri að leita að ein- hverju til að brjóta. — Jeg var rjett núna að syngja á kvöldskemtuninni hjá Feita Bingliam, mælti hann cnn- fremur. —• Einmitt? svaraði jeg. — Og hvernig gekk? — Eins og í sögu, svaraði Tuppy. — Töfraði þá alveg. Ekki þurt auga í salnum. Og þetta átti maður að hlusta á hjá manni, sem án efa hefir verið vel upp £ t0ít0Jt03t0jR0Jl0«L0ÍL0Jl.0jR.0Jl.0Jl0Jl.0JE0Ít0J EðÍtðu0M0jí0ii0JiðJ □ □ □ E3 Fallegustu, bestu og ódýrustu e □ □ □ □ □ □ □ 0 Jólaskóna fáið þjer hjá okkur. Stórt úrval nÝkomið. O O 0 0 0 0 1 Hvannbergsbræður. i 0 m m m m m m æ m m m m m m m & m m £ m m m m m m m Hti m Jólagjafir. Þegar jólin nálgast vil jeg benda þeim, er jólagjöf vantar, á mitt fjöibreytta úrval, sem nú er með lang fjölbreyttasta móti. Veggklukkur frá 35.00, Húsklukkur frá 300, Vekjaraklukkur frá 6.00 og Eldhúsklukkur af mjög mörgum gerðum, 8 daga verk, frá 14.00, sem eru hverju heimili nauðsynlegar. Vasaúr af bestu tegundum, gull frá kr. 100.00, silfur frá 35.00 (15 steina), nikkel frá 8.50. Arm- bandsúr, herra og dömu, úr platínu, gulli og silfri. Margvíslegir munir úr gulli, svo sem Steinhringar, Armbönd, Hálsfestar, Hálsmen, Slifsisnælur, Urfestar, Blýantar og Tóbaksdósir. -- Allskonar silfur-borð- búnaður og silfurmunir, þar á meðal Sigarettuveski, Sigarettukassar, Vindlakassar, Skrautskrín, Púður- dósir, Brjefhnífar, Bókamerki, Frakkaskildir o. m. fl. Komið meðan nógu er úr að velja. Verðið lágt og hagkvæm viðskifti fyrir kaupanda. Virðingarfyllst. Guðni A. JÓnSSOn. Austurstræti 1. m m * m m m m m m m m m m m m m m m m m m & m * m m i I >

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.