Fálkinn


Fálkinn - 21.12.1929, Page 24

Fálkinn - 21.12.1929, Page 24
24 F Á L K I N N Þinguellir. ísland á marga fræga sögu- staði, biistaði hetja þeirra, sem þeir tigna — með rörigu og rjettu — enn þann dag í dag. En yfir öll þessi nöfn gnæfir eitt: nafn staðarins, sem lengi var miðdep- ill íslensks þjóðernis, al])ingis- staðarins forria. Ættarsaga er bundin við Hjarðarholt, Borg, Hlíðarenda, Odda, Bergþórshvol, en þjóðarsagan gerist öldum saman á Þingvöllum við Öxará. Máltækið segir, að allar götur liggi til Róm, en þó verður frek- ar með sanni sagt, að allar göl- ur Islendinga liggi til Þingvalla. Þangað lágu allar taugar þjóðar- innar og frá þeim miðdepli lagði skin og skugga góðra og illra at- burða út til ystu annesja. Þar gerðist frægðarsaga og fremdar- verka og saga niðurlægingar og hryðjuverka. Aðrar þjóðir eiga sjer rústir gamalla kastala, kirkna og kongs- garða, sem saga og sagnir eru tengdar við. íslendingar eiga eng- ar slíkar rústir. íslensk rnann- virki voru ekki svo rammbygð. En náttúran sjálf hafði í sára- bætur fyrir vöntun á góðu bygg- ingarefni, lagt þjóðinni til „höf- uðborg“, smíðaða í afli jarðeld- anna, svo fagra að allir undrast hana eigi síður en fegurstu got- neskar miðaldakirkjur og svo haldgóða, að hún liefir eigi getað fallið í rúst, þrátt fyrir alt, sem yfir hefir dunið, en stendur enn í dag í líku horfi og hún stóð, þegar Grímur geitskór sá hana fyrst og kaus hana að þingstað. Ef til eru á íslandi steinar, sem tala, þá eru ])að klettarnir og hraunklappirnar á Þingvöll- um. En ])ví miður hal'a fæstir ]>eir, sem skoða alþingisstaðinn tækifæri til, að kynna sjer mál þeirra. Af öllum þeim fjölda inn- lendra mann og útlendra, sem árlega koma til Þingvalla, fara flest allir svo aftur, að þeir eru litlu kunnugri en áður þeirri hlið Þingvalla, sem að sögunni veit. Því sögulega staðarlýsing vantar að mestu, og eigi hefir |)ess heyrst getið, að hún verði gefin út í tilefni hátíðarinnar næsta ár, þó engu minni þörf hefði verið á henni en alþingis- sögunni. Að vísu er það verk, sem eigi verður unnið í fljótu bragði, að semja nokkurnvegin ítarlega staðarlýsingu, því margt er nútímamönnum hidið uin ýms mikilvæg atriði, að eigi sje nefnt nema það, að vafi leikur á, hvar sjálft Lögberg hafi staðið. En hinsvegar er það óafsakanlegt, að eigi skuli vera til handhægt kver með glöggum uppdrætti til Ieið- beiningar þeim, sem vilja sjá þá staði, sem hægt er að sýna í sam- bandi við sögu, og fróðir menn geta ákvarðað. Væri slíkur leið- arvísir til, gæti þeir, sem kunna að nota uppdrátt á annað borð, farið um staðinn leiðsagnarlausir og fræðst betur, en af frásögn mismunandi fróðra leiðbeinenda. Þó Þingvellir eigi mesta og inargvíslegasta sögu allra staða á landinu, er efamál hvort staður- inn sjálfur endurspeglar síður fjölbreytni og fegurð íslenskrar náttúru. Á sama hátt og unnend- um íslenskrar og norrænnar sögu þykir sjálfsagt að koma til Þing- valla, ef þeir eiga þess kost, svo þykir og unnendum íslenskrar náttúrufræði og jarðsögu þing- vellir vera sjálfsagðasti staður til heimsóknar á landinu. Staðurinn allur á sjer stórmerka jarðfræði- lega sögu og er frummynd at- burðar, sem lýsir vel verknaði eldsins, þess stórveldis, sem mest og einkennilegust vegsunnnerki hefir eftir sig skilið hjer á landi. En Þingvellir seiða fleiri en þessa, sem heillast ]>angað af söguminningum og jarðfræðileg- um fyrirbærum. Og sá hópurinn mun vera fjölmennastur meðal Þingvallagestanna, sem fyrst og fremst töfrast af fegurðinni, sem blasið við auganu hvert sem litið er. Flestum fegurðarelskum mönnuin mun fara svo, að þeir komist í annarlegt skap, er þeir koma til Þingvalla í góðu veðri og lita fjallahringinn meo allri sinni margbreytni lita og lína, grundina sem Öxará liðast eftir, gjárnar, sumar þröngar og dinmi- ar, aðrar tignarlegar og með tærasta vatni, sem veröldin á, ilmandi skógarbrekkur, Almanna- gjá síbreytilega, niðandi fossinn, spegil vatnsins og að baki hon- um Hengilinn með reykjarmekki sísjóðandi hvera. Er haígt að hugsa sjcr fjöl- breyttari og betri sýningu ís- lenskrar náttúru, en þarna verð- ur sjeð af sáma blettinum? Þingvellir mundu verða fræg- ur staður fyrir fegurð, þó mann- legt auga hefði aldrei litið hann augum fyr en i gær. Er þá furða, þó staðurinn sje Islendingum hjartfólginn, úr því hann hefir alt hitt að geyma líka? Hvar er nú miðdepill íslensks þjóðernis? Er hann í Reykjavík — eða á Þingvöllum? Sumir munu láta spurningunni hálf- svarað með því að svara: Reykja- vík er miðdepillinn frá sjónar- miði þeirra, sem horfa fram, en Þingvellir þeirra er horfa um öxl. íslendingar þykjast vera menn vel þjóðræknir, en þjóðræknin kemur stundum fram í afar ein- kennilegum myndum, að maður ekki segi skrípamyndum. Þjóð- ræknin er miklu meiri í munn- inum, en í öðrum hlutum lik- amans. En það mun sönnu næst, að íslendingar sjeu þjóðræknast- ir i stjórnmálunum, enda er það mikils virði. — Hinsvegar hafa þeir mist sjónar af allri ])jóð- rækni í tísku og háttum, og ýms- ar kenningar „sögualdardýrlt- enda“, miður heppilegar, sumar hverjar að vísu, hafa verið hafð- ar að skopi. Þjóðin er enn í millibilsástandi og annríki hinn- ar nýju landnámsaldar stendur sem hæst, eftir aldalangan dvala. Allir sjáandi menn reka augun í þá róttæku byltingu, sem nú er að gerast í allri verklegri menn- ing, og sú breyting getur ekki farið fram án þess, að þjóðar- hættir breytist um leið. Menn reka siður augun í aðra breyt- ingu, sem eigi er lítilvægari: að upp er risin stjett ritandi vís- indamanna, sem auðga islenskar bókmentir á hverju ári, að af- rekum skálda fjölgar og að aðrar listir, sem eru svo til nývaknað- ar í landinu eflast og dafna. Þrótturinn er i vexti, hvar sem litið er. í Reykjavík er fyrst og fremst afl þeirra hluta, sem gera skal og þar hefir mest verið unnið það sem af er landnámsöldinni nýju. En íslensk þjóð lifir ekki á því einu, sem gerist í dag. Ef nokkur hjekli því fram, að svo gæti orðið, þá yrði hann að setja þjóðina í spor landnema, sem hingað hefði flust frá því fyrir 50 árum og fram á þennan dag. En hvernig mundi sú þjóð lita út? — Erfðirnar eru mikilvægar. Sú þjóð, sem gleymt hefir arfinum, er ei betur stödd en áttavitalaus skipstjóri í niðamyrkri. Hana vantar stefnuna, því enginn getur ákveðið, í hvaða átt hann skuli fara, nenia hann viti úr hvaða átt hann kemur. Nýlenduþjóð- irnar eru áttaviltar þangað til þeim vex svo fiskur um hrygg, að þær af reynslunni geti vitað úr hvaða átt þær hafi komið, og tekið stefnuna eftir því. Eftir reynslunni. Þingvellir voru iniðdepill ís- lensks þjóðernis. Þeirra saga er

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.