Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1930, Side 12

Fálkinn - 21.06.1930, Side 12
12 F A L Ií I N N Alþiingislhátíðim* ©•■'lin- ©•"Uif ©•"l|»»' © © •*,Wi>" >"l||i* ©•"lin' © .••I|m< © ■'%.• © •"IIm*© Alþingishátiöarnefndiii: Jónas Jónsson, Sigurður Eggerz, Jóhannes Johann- esson (form.), P. Guðmundsson og Magnús Jónsson. A fimtudaginn kemur rennur upp sú dagur, sem mest hefir verið tal- að um hjer á Iandi á þessari öld. Hefst þá hátið sú, sem þjóðin heldur til minningar um, að Alþingi ís- lendinga er orðið 1000 ára. Birtist hjer dagskrá hátíðisdaganna i aðal- dráttum, og mun henni verða fylgt lítið breyttri eða óbreyttri. Miðstöð hátíðahaldanna verður í námunda við neðri Öxarárfossinn, á því svæði, sem sjest á myndinni hjer á næstu blaðsiðu, ýmist í Al- mannagjá eða á völlunum fyrir neð- an. Guðsþjónustan, sem hátíðin hefst með fer fram í efri gjánni, skamt fyr- ir innan Öxarárfoss. Að henni lokinni safnast menn saman í sveitir á völl- unum beint fyrir neðan og ganga i skrúðfylkingum vestur yfir ána nið- ur á völlunum rjett við Öxarárhólma og þaðan upp brekkuna til Lögbergs. Við Lögberg hefir verið settur pall- ur með sætum handa opinberum Magnús Kjaran, framkvæmdastjóri Alþingishátíðarinnar. Dagskrá% 26.—28. júní. 1. Dagur (fimtudagurinn 26. júní 1930). KL. 9. GUÐSÞJÓNUSTA: 1. Safnaðarsöngur. Kór syngur einraddað. Hljómsveit aðstoðar. 2. Ávarp og bæn, flutt af biskupi. 3. Safnaðarsöngur eins og fyr. KL. 9</2 LÖGBERGSGANGA: Menn safnast saman undir fána hjeraðs síns á flötunum suður af Gróðrarstöðinni og ganga þaðan í fylkingu að Lögbergi. Lúðrasveit í fararbroddi þá konungur, landsstjórn og forsetar, gestir og alþingismenn, biskup og prestar og loks bæjar- og sýslufjelög. KL. 10</2 HÁTÍÐIN SETT: 1. Þingvallakórið syngur: Ó Guð vors lands. 2. Forsætisráðherra setur hátíðina með stuttri ræðu. 3. Kór syngur fyrri hluta hátíðaljóðanna. Hljómsveit aðstoðar. KL. ll</2 ALÞINGI SETT: 1. Konungur setur þingfund. 2. Forseti sameinaðs þings heldur ræðu. gestum og til þingfundahalda; þar verður liátíðin sett og safnast mann- fjöldi manna í gjánni, ræðumenn tala af Lögbergi. Rjett við Lögberg er söngpallurinn undir hærri brún AI- mannagjár. Setning hátíðarinnar fer fram kl. 10% og hefst með því að þjóðsöngurinn verður sunginn. Þá flytur forsætisráðherra ræðu, en að henni lokinni verður sunginn fyrri hluti hátíðaljóða Páls ís- ólfssonar og Davíðs Stefánssonar. Kl. 11% setur konungur Alþingi og for- seti sameinaðs þings heldur ræðu, en að lienni lokinni verður sunginn síðari hluti liátiðarljóðanna. Siðdegis þennan dag verður erlendu gestunum fagnað að Lögbergi kl. 3. en hljóm- leikar verða kl. 4% og Islandsglíman háð kl. 9 úm kvöldið á íþróttapall- inum, sem er á völlunum skamt þar frá er Valhöll stóð. Annan daginn verður minni íslands lialdið að Lögbergi og kvæði flutt. Þingfundur verður þann dag og Vest- ur íslendingum fagnað. Sama dag verður söguleg sýning af Alþingi til forna, liljómleikar og kappreiðar. Þriðja daginn, laugardag, eru þessi helstu dagskráratriðin: Alþingi verð- ur slitið, liljómleikar einsöngvara haldnir, hópsýning fimleikamanna fer fram á íþróítapallinum, landskór- ið heldur hljómleika og um kvöldið segir forsætisráðherra hátíðinni slit- ið. KL. KL. KL. KL. KL. KL. 12Yá SÍÐARI HLUTI HÁTÍÐALJÓÐANNA SUNGINN. 1. MATARHLJE. 3. MÓTTAKA GESTA Á LÖGBERGI: 1. Forseti sameinaðs þings býður gesti velkomna. 2. Fulltrúar erlendra þinga flytja kveðjur að Lögbergi. Um Ie:ð og fulltrúarnir stíga á Lögberg, er fáni þeirra dreginn við hún þar. 4</2. HLJÓMLEIKAR, sögulegir. 6</2. MIÐDEGISVEISLA. 9. ÍSLANDSGLÍMA. Bústaðir hátíðargestanna verða í tjaldborginni inni á Leirum. Eru þar um 4500 tjöld, skipað i regluleguin röðum, gangstígarnir meðfram þeim hafa hver sitt númer og tjöldin sömu- leiðis. Þar er alstaðar stutt til vatns, því að æðar hafa verið um alt svæð- ið, með krönum með stuitu millibili. Frá tjaldborginni er 15—20 mínútna gangur niður á hátiðarsvæðið, og verða ahnenningsbifreiðar í förum á þeirri leið, fyrir það fólk, sem þyk- ir leiðin of löng til að ganga hana. Annar bifreiðaakstur verður ekki leyfður um vellina hátíðisdagana; verður fólk, sem að sunnan kemur því að slíga af bifreiðunum á bif- reiðatorginu vestan við Almannagjá og ganga inn vellina. Farangur aíl- ur verður fluttur sjerstaklega dag-

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.