Fálkinn - 21.06.1930, Síða 18
18
F A I. K I N N
Elsta lmsið i Reijkjavik, sljórnarráðsliúsið, bygt á áranum 175!)—64. Á miðri myndinni sjest standmgnd Ingólfs Arnarsonar á Arnarlióli.
skrifstofu sýslumanns. Ilinn var
Jónas Hailgrímsson, skáldið, I>á orð-
inn stúdent fyrir einu ári, en nú
skrifari lijá landfógeta. Aðrir cm-
embættismenn bjuggu ailir annars-
staðar: Yfirdómararnir bjuggu liver
á sinni bújörð: í Viðey (Magnús kon-
ferensráð háyfirdómari), á Brekku
á Álftanesi (ísleifur Einarsson) og á
Gufunesi (Bjarni Thórarensen);
hiskupinn (Steingrímur Jónsson) sat
í Lauganesi, sóknarpresturinn (Gunn-
lögur Oddsen) á Lamhastöðum, land-
lœknir (Jón Thorsteinsen) og lyf-
sali (Oddur Thorarensen) báðir í
Nesi við Seltjörn. Það ræður því að
líkum, að embættismannavaldsins
hafi litt gætt í bænum í þá daga; en
því meira kvað að kaupmannavald-
inu, enda voru þeir taldir með höfð-
ingjum höfuðstaðarins. En þar sem
þeir fiestir og margir búðar])jónar
voru danskir menn, embættismenn-
irnir tveir sömuleiðis danskir, þá er
síst að furða þótt danskan yrði ærið
óberandi hjer í bæ á þeim árum og
alt málfar manna dönskuskotið.
Jafnvel á alislenskum heimilum var
einatt töluð danska eða einskonar
dansk-islensk málýska, sem stund-
um hefir verið kölluð „Bálssanda-
danska“.
Verslanir munu hafa verið 12 hjer
í bæ það ár, sem hjer ræðir um. Mest-
ar þeirra voru Petræusar-verslunin,
þá eign Pjeturs Jónssonar Petcrsens,
Norðborgarverslunin, þá eign P. C.
Knutzons og faktor þar Einar stúd.
Jónsson föðurbróðir og síðan tengda
faðir Jóns Sigurðssonar, Flensborg-
arverslun, faktor |)ar Th. H. Thom-
sen, Jakobæusverslunin eign Gisla
Simonarsonar, faktor þar C. W.
Ebbescn, Sivertsensverslun, eign
þeirra feðga Bjarna riddara og Sig-
urðar sonar hans Sivertsens. Hinar
verslanirnar voru minni.
Af iðnaðarmönnum var alls ekki
fátt í Reykjavík á þeim tímum i lilut-
falli við ibúatölu. Af trjesmiðum var
fremstur Einar Helgason, bróðir
Árna stiftprófasts, af járnsmiðum
Guðbrandur Stefánsson. Skósmiðir
voru tveir: Diðrik Hölter (sonur
Lars Hölters bcykis, kona lians var
Elin Egilsdóttir Sandholt) og Ilannes
Erlendsson í Brúnsbæ, báðir hinir
nýtustu menn. Múrari var einn: Jón
Snorrason á Hellulandi. Beykir var
einn: Pjetur Hansen, bróðir S'monar
lcaupmanns, og hatlasmiðir tveir Sig-
urður Þorleifsson, er bjó í Kristjáns-
liúsi, og Einar Sæmundsson í Teits-
bæ. Hafnsögumenn voru tveir, var
annar þeirra Þórður Guðmundsson
(borgara Bjarnasonar) faðir þeirra
nafnkendu Borgarabræðra, Guð-
mundar ó Hól, Jóns, Sigurðar, Pjet-
urs og Þorkels, dugnaðarmaður og
mikilsmetinn. Veitingarhús var að-
eins eitf: Klúbburinn (þar sem nú er
Hjálpræðisherinn), þar var þá mad-
dama Ottesen húsum ráðandi. En
gistihús var ckkert í hænum, enda
gerðist þess I tt þörf meðan gesta-
koman var ekki meiri en þá var.
Bæjarbúar hýstu sjálfir aðkomumenn,
og sveitamenn er til bæjarins komu á
kauptíðinni gistu einatt i tjöldum sin-
um á Austurvelli.
Ekki mun bæjarbragurinn liafa
verið nema rjett í meðallagi. Brenni-
vinið var ödýrt i þó daga og mátti
kaupa það í öllum sölubúðnm og jafn-
vel staupa sig við sjálft búðarborðið,
en það gerðu margir, cr þeir vildu fó
sjer liressingu eða veita liana öðrum.
í klúbbinn komu helst „betri borgar-
ar“ iðnaðarmenn, kaupmenn og versl-
unarmcnn. En af drykkjuskaparó-
rcglunni, sem hjer voru ærið inikil
brögð að, leiddi, að oft urðu áflog
og ryskingar á götum úti og veitli því
ekki af, að lögreglan væri í lagi. Hjer
voru þá líka tveir lögregluþjónar:
Magnús Jónsson í Birgiltuhúsi og L.
M. Möller danskur maður. En á nótt-
unni var löggæslan í höndum vakt-
aranna. Ekki þótti mikið að þessum
löggæslumönnum kveða. Möller var
sá þeirra, sem cinna mest bar á, þó,
kvað enn meira að konu lians „mad-
dömu Möller“, sem var yfii^setukona
bæjarins, skrafskjóða mikil, cn að
ýmsu leyti skörungur. Möller bjö í
yfirrjetlarhúsinu (prestaskólanum,
sem seinna varð, ]iar sem nú er versl-
un Ilar. Árnasonar). Og þar uppi á
lofti i vesturenda var „svartholið",
þar sem skotið var inn í bili ósjálf-
bjarga fylliröftum eða óspektarmönn-
um, stundum lika þjófum og öðrum,
sem brollegir urðu við lögin, en í
austurenda loftsins var leigulaus bú-
staður stiftamlmannsskrifarans.
Aðalatvinnuvegur almennings hjer
í kaupstaðnum voru sjóróðrarnir.
Voru mörg skip gerð út hjcr allar ver-
tíðir, — opnir bátar vitanlega — því
að þilskip til fiskiveiða þektust hjer
ekki fyr en Geir Zoega kom til sög-
unnar. en hann fæddist hjer í bæ (i
Smiðjunni) einmitt það ár, sem hjer
ræðir um.
Barnaskóli var stofnaður hjer ein-
mitt ó þessu ári, í Lóskurðarstofunni
gömlu. Veitti lionum forstöðu Ólafur
Einarsson Hjaltested (síðar prestur
á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd), gáfu-
maður mikill, prúðmenni og valmenni
einstakt. En æðri lærtlóm var engan
hjer að fá; hann urðu menn að sækja
suður á Álftanes. Þar var latínuskól-
inn með sínum góðfrægu kennurum
Sveinbirni Egilsen, Birni Gunnlögsen
og Hallgr. Scheving.
Alls yfir var bæjarlífið mjög fá-
skrúðugt, að minsta kosti mundi
Reykvíkingum, sem nú cru, þykja
það svo. Um samkomulíf var alls ekki
að ræða. Guðsþjónustusamkomurnar 1
kirkjunum á lielgum dögum voru ná-
lega einu samkomurnar, sem hjer
voru haldnar og voru þær vel sóttar.
Skemlanir þektust ekki hjer aðrar cn
einstöku sinnum dansleikir í Klúbbn-
um og þeir aðallega fyrir „heldri
borgara“ bæjarins. Allur almcnn-
ingur kom þar hvergi nærri, cnda
var cfnahagur manna alls yfir
of ljelcguy til l)ess, að alþýðan gæti
leyft sjer þess liáttar útsláttarsemi.
Hýbýli alþýðunnar voru þá lika hin
aumíegustu og allur aðbúnaður cftir
því. Og viðurværi alþýðu var oftast
af svo skornum skamti sem mögulegt
var að komast af með.
Þegar á alt cr litið, verður ckki
annað sagt en að Reykvíkingar, sem
nú eru, megi una vel við þá breyt-
ingu, sem orðið hefir á hænum okkar
næstliðin hundrað ór. Þeir hafa litla
ástæðu til að lofa liðinn tima að |)ví
er snertir ástæður og aðstæður bæj-
arins, afkonm alls almennings og bæj-
arlifið í lieild sihni, ])ótt ýmislegt
megi því að sjálfsögðu lil foráttu
finna eins og það er nú. Þroskasaga
bæjarins á næstliðnum hundrað árum
er i rauninni að mörgu leyti merkileg,
þótt mest kveði að viðgangi hans sið-
asta mannsaldurinn. En haldi bærinn
ófram að vaxa og fríkka á næstu
hundrað árum, er þó ckki með öllu
óhugsandi, að þeim, sem hjer vcrða
árið 2030, þyki „Reykjavík 1930“ fult
cins kotbæjarleg og „Reykjavík 1830“
kemur oss fyrir sjónir, sem nú lifum
hjer, cr vjer virðum hana fyrir okk-
ur í ljósi þeirra heimilda, sem fyrir
liendi eru.
Dr. J. 11.
(Mgndirnar hjcr á frcmri blaðsíð-
unnni eru báðar frá árunum 1880—
1890, eftir að bæriiui var farinn
að stœkka).