Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1930, Síða 24

Fálkinn - 21.06.1930, Síða 24
24 F A L K T N N vera stórar ef eftir þvílílcum á- kvæðum hefir verið farið. Stærð flestra tóftanna, sem nú eru til, er kringum 380 til 400 ferfet, eða þær eru c. 24 feta langar og 16 feta breiðar, en sumar eru mun lengri. Útbjrggingar allstórar liafa verið úr mörgum búðunum og éinskonar útihús rjett bjá þeim, mun minni en aðalbúðirn- ar. Inngangur í búðina liefir verið á gafli eða á miðjum langvegg. Austfirðingar og Þingeyingar hafa oftast átt búðir sínar austan ár, en aðrir Norlendingar vest- an hennar, eins og Vestfirðingar og Sunnlendingar. Yfir Öxará hefír legið ein brú að minsta kosti og virðist hafa verið vönduð og ramger, eftir þvi, sem af er sagt. En frásagnir um slikt eru fáar og óljósar í lieimildum. Þótt á Alþingi væru þannig liöfuðstöðvar löggjafar og dóms- valdsins og miðstöð hins lielsta fjelagslífs og samkvæmis var AI- þingi ekki eina þingsamkoma þjóðarinnar. Jafnframt voru til önnur þing, fyrir einstaka lands- hluta og voru þau í sambandi við Alþingi og Iiáð því, en höfðu annars sem samkomustaðir við- llka gildi fyrir fjelagslíf síns um- dæmis eins og Alþingi liafði fyrir alt landið. Þannig voru haldin á undan Alþingi hin svoncfndu vorþing í hverju umdæmi (þingi) bæði til undirbúnings undir Al- þingisstörf og til sjálfstæðra dómstarfa. Minjar þessara þing- staða eru ennþá viða til. Svipuð hjeraðaþing voru einnig Iialdin að Iiaustinu til, að Alþingi loknu og kölluð „leið“ og var þar skýrt frá því, sem fram hafði farið á Alþingi. Það stjórnmála- og fjelagslif, sem fram fór lieima í hinúm ein- stöku sveitum var einnig merki- legt og sjerkennilegt að ýmsu leyti. Sveitarfjelögin höfðu sem sje mjög víðtæka sjálfstjórn, ó- liáða Alþingi eða alríkisvaldinu. Þannig gátu 20 skattbændur eða fleiri myndað sjerstakt sveitar- fjelag. Þessi sveitarfjelög voru að vissu leyti einstök í germönsku þjóðskipulagi og rjettarfari sam- tíma síns, en sumt um löggjöf þeirra er ennþá óljóst. Með sveit- arfjelögunum komu íslendingar sem sje á hjá sjer sjerkennilegu samvinnu- og samábyrgðarskipu- lagi um framfærslu eða styrk þurfamanna og um gagnkvæma ábyrgð á búpeningstjóni og sköð- um af eldsvoða. Málum sveitar- fjelagsins var stjórnað af 5 manna „samkomu“. Þannig eru liöfuðdrættirnir í hinu forna þjóðskipulagi fslend- inga. Stjórnarskipun þeirra var að ýmsu leyti frumleg og merki- leg. f skjóli hennar óxþjóðlíf, sem á blómaárum sínum var þróttmik- ið og frjósamt og lagði af mörk- um skerf, sem liefir orðið lifandi máttur í heimsmenningu vest- rænna þjóða. Og það Alþingi, scm var miðdepill þcssa þjóð- skipulags liefir lifað umskifti ald- anna og er nú elsta löggjafarþing lieimsins. Þcgar menn minnast Alþingis í sambandi við þá minningarhá- tíð, sem nú er haldin, er það fyrst og fremst hið „forna“ þing, sem liugurinn hvarflar til. Þetta er að ýmsu leyti skiljanlegt. Menn hugsa til uppruna þingsins og til þcirra alda í æfi þess, þegar það stóð með mestum blóma, sem kallað er, þegar það var stjórnar- farsleg og að ýmsu leyti menn- ingarleg miðslöð í frjálsu og sjálfstæðu lýðríki. Á cndurrcisn- artímum siðustu alda og fram á þennan dag hefir lofgerðin um hið forna Alþingi lýðveldisins verið notuð sem einhver helsta lyfti- stöng þjóðarmetnaðarins, notað til hvatningar í baráttunni fjæir stjórnarfarslegu og þjóðernislegu frelsi og fullveldi. Þessa gætir þegar nokkuð hjá endurreisnar- frömuðum átjándu aldarinnar og jafnvel fyr, en nær hámarki sínu í starfsemi Jónasar Hallgríms- sonar, hámarki sínu bæði að því er snertir skáldlega hrifningu sjálfs hans og áhrifin á hugsun- arh.átt þjóðarinnar. Engum ein- um manni öðrum en Jónasi Hall- grímssyni er meira að þakka, eða að kenna, sú glæsilega mynd hins forna þings og helgi Þingvalla, scm nú um langt skcið hcfir vcr- ið yfirgnæfandi almcnningsálit íslcnskrar þjóðar. Þinghald scinni aldanna hcfir oftast slaðið í skugga þcirraljósa- dýrðar og lofs, scm fallið hcfir á forna þingið. Þelta á að minsta kosti við um þinghaldið frá lok- um lýðríkistímans og fram að endurreisn þingsins á 19. öld, eða þær aldir, sem vcnjulega hafa verið taldar linignunar og niður- lægingaraldir íslenskrar sögu. Að sumu leyti var þinghald þessara ára heldur ckki eins sögulegt, og oft var áður fyr, þingskipulagið og þjóðskipulagið í upplausn og riðlun og álirif þingsins og þjóð- legra krafta þess í hnignun. Þing- ið, sem átti að vera vígi þjóðlegra framfara og vopn íslensks frels- is varð meira og meira að verk- færi erlends valds til þess að lama framfarir og hefta frelsið. Þingið varð æ vesælla eftir því sem árin liðu, misti aðdráttarafl sitt og virðingu sina hjá þjóðinni. Innri ástæður og ytri fylgdust að til þess að sjúga úr þvi merginn, erlendur yfirgangur og innlent ó- samlyndi og vesalmenska. En sum þau þing, sem verst og sárast liafa ráðið örlögum þjóðarinnar voru háð á þessum öldum. Þá fór stundum fram sumt það, sem opinberu lífi ís- lendinga er til hvað minstrar sæmdar. Viðnámsleysi þeirra, úr- ræðaleysi og forustuleysi varð þá stundum berara en oft ella. En alt um þetta má ekki gleyma því að á þesum öldum voru líka hald- in mcrk þing og að þar störfuðu ýmsir menn, sem voru tillagagóð- ir og oft engu ómerkari menn eða ósögulegri en ýmsar sögu- lietjur hinna fornu þinga. Stutt yfirlit um þingskipunina og þingstörfin frá síðari hluta 13. aldar og fram á 19. öld sýnir þetla nokkuð. Landsmenn gengu Noregskon- ungi á hönd á Alþingi 1262, og var þá gerður „Gamli sáttmáli“ svonefndur um samband þeirra og viðskifti. Upp frá þessu fara stjórnarhættir landsins smám- saman að breytast til mikilla mirna og þar með staða þingsins í þjóðskipulaginu og þjóðslcipu- lagið sjálft. Fyrsta breytingin verður 1271 er Aljnngi tók í lög Járnsíðu (þingfararbálkinn og kafla úr Erfðabálki), er þeir höfðu út liingað Sturla Þórðarson og Þor- valdur Þórarinsson. Með þessum nýju samþyktum og Jónsbókar- samþykt 1281 eftir talsvert þjark tók hið gamla Alþingi miklum stakkaskiftum og var sniðið upp eftir norskum þingum. Lögberg var þá að engu gert, fjórðungs- dómar og fimtardómur teknir af. Lögrjetta eiginlega ein eftir af hinu forna þingi og fór eftir sem áður með löggjafarvald og dóms- vald með vissum takmörlumum. Löggjafarvaldið var upp frá þcssu hjá konungi og Alþingi í samciningu. Reyndar gat Alþingi haft löggjafarvald cilt og ihlut- unarlaust af konungs hálfu og taldi sig gela farið sinu fram livað scm konungsboði liði, og gcrði það stundum. En konungs- valdið hjclt því hinsvcgar cinnig fram, að það ætli löggjafarvald- ið citt og íhlutunarlaust af Al- þingis hálfu. Því hjelt t. d. Loð- inn leppur fram af konungshendi undir eins 1281. En upphaflega var svo að orði komist í samning- um Noregskonungs og íslendinga að þeir skyldu „ná íslenskum lögum“. Fræðimenn hefir annai’s greint á um það hvernig skilja beri hin nýju ákvæði um lög- gjafarvald Lögrjettunnar. En í framkvæmdinni varð úr þessu reipdráttur milli lxins innlenda Alþingisvalds og hins erlenda konungsvalds og liöfðu ýmsir betur framanaf. Fyrst í stað kom konungur alloft ekki vilja sínum fram um íslcnska löggjöf, lands- mcnn hjcldu þá í rjelt Lögrjcttu og virtu ekki þau lagaboð, scm þcir samþyktu ekki sjálfir. En svo fóru leikar um síðir, að lands- menn báru skarðan lilut frá borði. Konungsvaklið varð Is- lendingum ofurefli og dró meira og meira til sin löggjafarvaldið úr höndum Alþingis. Árið 1662 komst svo cinveldi á, mcð erfðahyllingarciðunum, sem unnir voru í Iíópavogi 18. júlí það ár. Bciðast landsmcnn þess þá í brjefi til konungs að honum þóknist „vor gömul, venjulcg og vcl fcngin landslög frið og frclsi halda mcð þcim rjetli, sem loflegir undanfaruir Danmerkur og Noregskonungar hafa oss náðugast gefið og veitt og vorir foi’feður undir svar- ist, og það i svo miklu sem eigi er á móti jure majestatis, hvað vjer vituin mcð góðri samvisku ekkert finnast í vorum landslög- um“. Með þessu er konungi fengið ótakmarkað einveldi til ákvörð- unar um stjórn landsins og hann varð eiixráður um skipun em- bættismanna, hann hafði yfirráð löggæslu og skatlaálagninga. En þetta hafði með öðrum orðum þau áhrif á afstöðu og vald Al- þingis, að löggjafarvald þess var nú afnumið og af því tekinn rjettur til lögmannskosninga og yfirráð þess yfir skattamálum. Af þessu nýja einveldi í lög- gjafarefnum leiddi svo það, að kóngur gat breytt dómaskipun Iandsins eftir vild, þó að liún eins og hún var orðin samkvæmt Járnsíðu og Jónsbók, gæti að vísu að flestu leyti fallið inn í skipu- lag einveldisins. En skipulagið á dómsmálunum var þannig, einnig eftir 1271, að Lögrjetta ein hafði dómsvaldið, sumpart sem fyrsti eða eini dóm- stóll, en að öðru leyti sem áfrýj- unardómstóll úr hjeraðsdómi. Samt gat Lögrjetta ekki hrundið lögmannsúrskurði úr hjcraði. Ef lögmann og Lögrjcttu greindi á skyldi bcra málið undir konung. Scinna þvarr dómsvaldLögrjcttu mcira og mcira svo að lögmcnn urðu í raun og vcru cinir dóm- endur, þó að svo hjeti að þeir væru í Lögrjcttu og Lögrjctta væri að því leyti við lýði. Seinna (1563) var skipaður nýr æðsti dómstóll á Alþingi og hjet yfir- rjettur, en tók eiginlega ckki til stax-fa fyr en undir aldarlokin (1593). Dómendur voru fyrst 24, síðan 12 og síðast 6. Lögrjettuskipun var annars sú á þessum tinnim, að þar sat full- trúi konungs, lögmenn, 36 lög- rjettumenn, biskupar og eitlhvað af prestum og sýslumönnum. Lögrjettumennirnir voru til- nefndir af valdsmönnum kon- ungs (lögmönnum). Lögmenn voru forsetar lögrjettunnar. En auk þessara eiginlegu lögrjettu- manna átlu að sækja þingið all- margir nefndarmenn, sem svo voru kallaðir. Þeir voru bændur sæmilega cfnaðir og skilríkir og ferðafærir og voru þeir tilnefnd- ir af sýslumönnum og var þing- ferðin skylda, en borguð að nokkru, með þingfarakaupi, sexn var frá 4 aurum (fyrir Árncs- inga) og upp í 16 aura (fyrir suma Vestfii-ðinga). Seinna, cða þegar kom fram á miðja 18. öld, fór þingsókn þessara ncfndar- manna nxjög út unx þúfur. Þeir voru þá tilnefndir næstunx því eiixgöngu í sveitunum kringum Þingvelli. Þingfararkaupið var þá 2 ríkisdalir og dagpcningar 24 skildingar (samkv. tilskipun 16. nóv. 1754).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.