Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1930, Side 30

Fálkinn - 21.06.1930, Side 30
30 FUKINN ''■ÉAAi P?# «X? #. OC?# q? # CO # CO # CO # CQ # 0 6 % 8 Vitarnir á íslandi. Th. Ilrabbe, vitamálastjóri. Sje litið á uppdrátt af fslandi, þar sem sýnt er Ijósmál helstu vita með ströndum fram, rekur maður augun í, að ljósmál vit- anna nær víðast livar saman, svo að ekki eru nema stuttar eyður á milli á einstöku stað. En sams- konar uppdráttur frá 1898 sýnir, að þá var landið all vitalaust, nema Reykjanes og meðfram sjóleiðinni þaðan inn til Reykja- víkur. Og fyrir 52 árum var eng- inn viti til á landinu, þangað til Reykjanesvitinn var kveiktur, hinn 1. dcsember það ár. Þessi fyrsti viti landsins þótti hið mesta furðuverk á þeim tíma. Þegar vitabjTggingunni var fyrst hreyft á þingi voru sumir þing- menn á þeirri skoðun, að vita- málin væri eitt af sameiginlegu málunum við Dani og að flota- málastjórnin danska ætti að kosta lijer vitabyggingar. En því neituðu Danir, þó að flotamála- stjórnin hins vegar væri land- sjóði hjálpleg við framkvæmd vitabygginga fram eftir árunum og ljeti ljóstækin í Reykjanesvit- ann af liendi ókeypis. Vitinn var bygður úr höggnu grjóti, sem lagt var 1 kalk úr Esjunámurini. Stóð liann á Valahnúk, alveg fram á hamarbrún, áttstrend bygging rúmlega G metra há en hnúkurinn er 43 metra hár þar sem vitinn stóð. En þegar frá leið molnaði bergið svo mikið, að vitanum þótti hætta húin þar sem hann var. Því var ráðist í að hyggja nýjan vita á Bæjarfelli, skamt frá gamla vitanum, árið 1907 og 20. mars árið cftir var kveikt á þcssum vita í fvrsta sinn. Kostaði þessi viti nær 100.- 000 kr. og ljósmagn lians 23 sjó- mílur eða 4 sm. meira en hins eldri. Eftir þetta verður langt hlje á vitabyggingum, nema livað ljós- merki voru sett á stöku stað, en 1897 eru reistir vitar á Garðskaga og Grótíu og innsiglingarviti í Reykjavík. Sumarið 1902 eru svo reistir vitarnir á Aniarncsi við Isafjarðardjúp og Elliðaey á Breiðafirði. Á Stórhöfða var viti reistur 190G en á Dalatanga og Siglunesi 1908. Við fyrnefnda vitann var sett upp þokulúðurs- stöð 1918, liin eina fullkoxnna, sem til er á landinu. Síðan liefir vitum fjölgað svo á landinu að þeir eru nú 54 og er landtöku- vitinn á Dyrhólaey þeirra stærst- ur og fullkómnastur. Var hann bygður 1927 og samsvarar ljós- magn hans 330.000 kertaljósum og sjást mundi liann úr 35 sjó- mílna fjarlægð, ef liæð hans yf- ir sjávarmál væri nægileg til þess. Kostaði hann rúm 160.000 kr. Árið eftir var hin fyrsti radió- viti settur upp á sama stað og er hann skipum að ómetanlegu gagni. — Ein ljósbauja hefir ver- ið sett upp, á Valhúsgrunni við Hafnarfjörð, en hafnar- og leið- arljós eru á 35 stöðum á landinu. Til þess að vitakerfið komist í gott horf er enn talið, að byggja þurfi landtökuvita og radiovita á Austurlandi, 8—10 útnesjavita á Norður- og Austurlandi og fjölda vita á fjörðum inni. Framan af var umsjón vitanna í höndum manna, sem gegndu öðru aðalstarfi, eða frá 1897, að Markús Bjarnason var skipaður umsjónarmaður og eftir lians dag Páll Halldórsson. En 1. jan. 1910 var Th. Krabbe landsverk- fræðingur skipaður umsjónar- maður vitamála og fjórum árum siðar var vitamálaskrifstofan stofnuð og vitamálastjóraem- hættið stofnað og tók Krahbe við þvi. Kemur hann manna mest við hafnar og vitamála- sögu landsins og á því árahili, sem hann hefir haft stjórn vita- málanna liefir orðið gerhreyting á þeim. Samtímis því, að fyrst var kveikt á Reykjanesvitanum var farið að leggja vitagjald á þau skip, sem sigla við ísland, að undanskildum skemtiskipum, herskipum og íslenskum fiski- skipum, og var gjald þetta 40 aurar og 20 aurar á hverja smá- lest flutnings. Gjald þetta var lækkað árið cflir; náði það ein- göngu til skipa, sem kæmi að vesturlandi og greiddu hærra gjaldið þau skip, sem komu að landi milli Reykjaness og Snæ- fellsness en lægra þau er komu milli Snæfellsness og Horns. Frá ársbyrjun 1909 voru skip skyld- uð til þess að greiða vitagjald hvar sem þau kæmi að landinu, 20 aura á smál. og skcmtiskip ekki undanskilin, og var gjaldið hækkað í 25 aura og íslensk fiskiskip látin greiða það, er þau komu frá útlöndum. Árið 1917 var gjaldið hækkað upp í 40 aura en skemtiskip greiddu 15 aura á smálest. Og 1920 var gjaldið hækkað upp í 1 krónu, fyrir al- menn skip og 40 aura fyrir skemtiskip. Lqks hættist gengis- viðaukinn við þetta gjald 1924. Tilgangurinn með vitagjaldinu var auðvitað sá, að gera landinu kleyft að standa straum af við- lialdi vita þeirra, sem á hverjum tíma liafa verið starfræktir í landinu. Hefir það jafnan nægt eg Reijkjcmesvitinn síðari. til þessa, og jafnvel stundum líka til byggingar þeirra nýju vita, sem reistir voru á sama ári. Stundum hafa komið fram að- finslur um, að vitagjaldið væri of hátt, einkum í þeim árum, sem litið hefir verið hygt af vit- um og skatturinn talinn einskon- ar gróðabragð ríkissjóðs. En þeg- ar að er gáð liefir kostnaðurinn við vitana í sumum árum farið svo langt fram úr tckjunum, að eigi er að vita á livorn bóginn liallast. Hinsvegar hefir vitakerfið orð- ið til þess, að gera færar hingað siglingar á þeim tíma árs, sem áður þótti ekki viðlit að sigla á strendur landsins. Og lands- menn fá beinlínis peninga í aðra hönd vegna vitabygginganna. Vá- tryggingagjöld skipanna hafa lækkað, ströndin fækkað, og í vátryggingargjaldinu sem spar- ast, safnast fljótt fúlga, sem um munar. Fyrsti vitinn á fslancli, Reykjanesvitinn gamli, sem bygður var 1878 og tók til starfa 1. desember sama ár. Dyrhólavilinn nýji og til hœgri við hann gamli vitinn. Myndin er tekin áður en radiovitinn var settur upp. Dalatangavitinn.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.