Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1930, Síða 37

Fálkinn - 21.06.1930, Síða 37
F Á L K I N N 37 t ( Kynnist landinu! FErðafjelag íslands. © .»l||,. © ."Uii. © ©."«».• © ."Ui." © ."U... ©.»Ui" © ."lll.1 ©•■%.■ © .■1|*.> o ."J|,M o .»U|.> o •»U,.. ©-'llw ©■•'«," © "'Ui" © ■•%■■ © .,'U«, © © ."Ui.'O ÞaÖ er ekki tilviljun að íslending- ar urðu eklci fyrri til en 1927 að stofna fjelag með starfsviði Ferða- fjelagsins. Varla var þjóðin farin að vakna til meðvitundar úm tilveru sína á síðustu öld þegar menn urðu til þess að stofna „Bókmentafjelag“ og hálf öld er síðan að stofnað var »þjóðvinafjelag“. Bæði þessi fjelög hafa bókmentir og ýms fræði á stefnuskrá sinni. Sá áhugi hefir löngum verið lifandi með þjóðinni. En hún hefir látið sjer nægja að láta útlendinga segja sjer frá náttúrufegurð landsins, sem hefir al- ið hana og hún kennir sig við. Tómlæti íslend- inga um alla þekkingu á landi sínu hefir jafnan verið við brugðið. En á siðari árum, hefir þetta mjög snúist á betra veg. Hin uppvax- andi kynslóð hefir rödd landsins í blóð- inu. Skyldleiki fólksins við náttúruna sem hef- ir alið það gerir nú frekar vart við sig en áður hefir verið. Það er vaknandi þrá til þess að kynnast land- inu. Ferðafjelagið er stofn- að fyrgt og fremst til þess að auka þekkingu þjóðarinnar á sínu eig- in landi. Það er stofn- til þess að glæða áhuga landsrhanna á að kynn- ist Tegurð og mikilleik islenskrar náttúru og sækja þangað þann þrótt og þann þroska sem hún eingeturgefið. Stefnuskrá fjelagsins er meðal ann- ars að beita sjer fyrir bygginguu sælu- húsa í óbygðum, stærri og fullkomn- ari en nú tíðkast hjer á landi. Það reynir að beita áhrifum sínum til bess að ruddir sjeu og varðaðir fjall- vegir og hafa gát á að slíkum leiðum sje við haldið. Fjelagið gengst fyrir því að kynna mönnum jarðfræði landsins og jurta- ríki, og sögu ýmsra merkra staða. Þau tv-ö ár sem fjelagið hefir starf- að, hefir það gefið út árbók, með lýs- ing á ýmsum fjallaleiðum og öðrum upplýsingum, sem ferðamönnum mega að notum koma. Árbækur þessar eru í raun og veru nýr þáttur i bókment- Um vorum. Er útgáfa þeirra liin vandaðasta á allan hátt, með mynd- um og uppdráttum. Aðalfyrirtækið, sem fjelagið hefir nú með liöndum er bygging sæluhúss í Hvitárnesi. Eru örðugleikar margir sem fjelagið hefir við að eiga í þess- um framkvæmdum. Má meðal annars geta þess, að lireppsnefnd Biskups- tungnahrepps hefir tilkynt fjelaginu, að liún leggi eindregið bann við því, að sæluhús verði reist af fjelaginu í Hvítárnesi við Hvitárvatn. Þykist hreppurinn eiga óbygðirnar kring- um Hvítárvatn og vill á engan hátt stuðla að þvi að ferðalög fari í vöxt um þessar slóðir. Skal ekki hjer farið frekar út í þessa eindæma ráðstöfun hreppsnefndarinnar. En sá blettur sem þessi ákvörðun hefir sett á hreppsnefnd Biskupstungnahrepps mun seint verða þveginn af í augum þjóðarinnar. Húsið mun samt rísa í Hvítárnesi fyr eða síðar. Sæluhús fjelagsins verða alþjóðareign. Fjelagið er fyrir alla landsmenn og starf þess er ekki bundið við stjettir nje stjórnmál. Sæluhús í óbygðum er fyrsti liðurinn í þeim ráðstöfunum sem fjelagið vinnur að til þess að opna óbygðir landsins fyrir þjóðinni. Er því næsta broslegt er þröngsýnar hreppsnefnd- ir reyna að leggjast í veg fyrir slík þjóðnytjamál, sem framtíðin mun mun bera fyrir brjósti. Eins og við er að búast er fjárhag- ur fjelagsins þröngur, en margir góð- ir menn liafa heitið þvi fjárstyrk til bygginga sæluhúsa. Fjelagið á nú „sæluliúsasjóð" og er mörgum pen- ingum ver varið en þeim sem þangað renna. Ættu þeir sem þessu málefni unna, að efla þennan sjóð fjelagsins eftir föngum. Því fleiri sem til hans leggja nokkurn skerf, því fyr rísa upp sæluhúsin í óbygðunum. Ferðafjelagið er fjelag allra lands- manna. Árgjaldið er aðeins 5 krónur. Ef tiundi liluti landsmanna gengi í fjelagið mundi þvi vaxa svo fiskur um hrygg að það yrði mikilsverður þátt- ur í menningu þjóðarinnar. Þvi fleiri sem í fjelagið ganga þvi meira getur það starfað, því meira gagn getur það gert. Og að þvi eiga allir íslend- ingar að stuðla. Þegar bifreiðarnar komu til sög- unnar ljettist stórum um samgöngur ýmsra bygða og fornar dagleiðir urðu tveggja tíma leið á hinu nýja sam- göngutæki. Hversu mikið liagræði er að þessu mun flestum ljóst. En bætt- ar samgöngur sveitanna ættu að verða til þess að gera fólkinu greiðari leið- irnar til óbygða. Þangað verður seint komist á bifreiðum, en hestarnir deyja ekki út á íslandi, hvað sem öllum bifreiðum liður, og væntanlega gleyma íslendingar ekki heldur að bera fæturna. Óbygðir íslands geyma ótæmandi auð fegurðar og fróðleiks, sem öllum er holt að kynnast. Og Ferðafjelagsins mesta áhugamál verður það að reyna að greiða götu manna að þessum auð- æfum islenskrar nátt- úru, þvi um leið stuðl- ar það að aukinni ást landsbúa til hins dýrð- lega lands sem þeir byggja. Ennþá er landið lítt kannað og þau svæði eru til, sem manns- auga hefir aldrei litið. Þessir „auðu blettir“ munu fara smækkandi, er almenningi lærist að nota frítiina sinn að sumrinu til þess að leggjast út i óbygðum. Menn munu ekki þurfa að kvíða því á næstu árum, að óbygð- unum verði ofgert með gestagangi. Þvi undan- færið er mikið og ís- land á ógrynni fagurra staða, sem unun er að heimsækja. Menn þurfa aðeins að vita, að þess- ir staðir sjeu til, hvað þeir hafi að bjóða og hvernig eigi að komast þang- að. /Upplýsingar um þetta á Árbók Ferðafjelagsins að gefa almenningi. og með vaxandi fjelagatölu vex stærð árbókarinnar og geta fjelagsins til að hrinda áhugamálmn sinum í fram- kvæmd. Myndirnar sem hjer fylgja sýna nokkra af þeim stöðum i óbygðum, sem gaman er að koma á. Efst til vinstri sjást göngumenn á Kaldadal en til liægri sæluliúsið á Hveravöllum. Stóra myndin er úr Kerlingarfjöllum, myndin að neðan til vinstri er af út- sýn af Fagradalsfjalli, en sú til hægri sýnir upptök Fúlukvislar. ' '
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.