Fálkinn - 21.06.1930, Page 43
F A L K T N N
43
O ,a<lli>'0'',Uii' 0'"Un'•,1|h‘0,"Uh,0',,IIií’«
í í
„Jeg lækna alt“.
5aga eftir Dauíö Þorualdsson.
© O •"lli.' O •"«»•• O O ..||||,' O O '•■Ui,' O o '>|||„' ..I||„. o
0'"I||,'"I||,'0',|I|^0',|II„'0'"II„'0'.,II„-0'.'I|I,'0','I||,‘0'"I|.,'0'"II|.'0
Þa?5 var í Nizza, sem jeg hitti hann.
Jeg sat þá oft um vorið niður á
Promenade des Anglais, þessariheims-
frœgu gangstjett, sem liggur í breiðri
skeifu, svo mörgum kílómetrum skift-
ir meðfram liinum unaðslega Baie
des Anges.
Þegar.gotl var veður, þá var oft
mannmargt þar um liádegisbilið. Það
var tíska að menn kœrnu þangað um
það leyti, og nytu sólskinsins. En
það er mjer óskiljanlegt hvernig sól-
argeislarnir fóru að brjótast i gegn-
um loðkápurnar, sem margt af þessu
skrautbúna fólki var í. Tískan leyfir
ekki að menn fari í sumarfötin enn-
þá. Eftir viku á „mannskapurinn“
að skifta um.
Það hafa verið brennandi hitar
undanfarna daga, svo að jeg spái að
einhverjum verði orðið mál á því, t.
d. þessari feitu konu með bláa refs-
skinnið um hálsinn. Konan sú arna
er búin að sitja í klukkutima á móti
mjer. Hún hefir augun aftur og við
og við tekur hún andköf eins og
manneskja, sem komin or í sprcng
af hlaupum.
Blessuð konan! Slík staðfesta kem-
ur við tárakirtlana í mjer.
Jæja, vonum að hún uppskeri pund
sitt að verðleikum og athugum dálít-
ið liitt fólkið.
Meiri liluti þcss cru cins konar far-
fnglar, sem dvclja hjer á Cote d’Azur
yfir veturinn og vorið. Til þessarar
broshýru sveitar leita nienn alstað-
ar frá af hnettinum.
Þarna sje jeg rjóðan sænskan timb-
urkaupmann. Hann situr þráðbeinn
og lítur hvorki til liægri nje vinstri,
eins og hann væri genginn úr háls-
liðnum. Austan við mig vaggar á-
fram lítill, meinleysislegur Kaup-
mannahafnarbúi, og virðist vera ó-
skön ánægður með sjálfan sig. f hæl-
ana á þessUm kemur kolsvartur ná-
ungi með gulltennur. Það er leiðinlegt
að hann skuli ekki vera með kar-
töflunef, þá hefði jeg getað haldið að
liann væri keisari hjá Holtentottum.
Vestan við mig síga áfram þrir
feitir Þjóðverjar, með kollana snoð-
klipta eins og galeiðuþrælar og vas-
ana úttroðna af ferðabókum. Skyndi-
lega bregður skuggga á andlit mjer
jeg gýt augunum upp. Gríðar hár
enskur kvenmaður er að fara fram-
hjá. Hún er alvarleg eins og dóms-
dagur væri kominn og stíf eins og
• •.. siðfræðin.
Eitt einkennir mikinn hluta þessa
mannsöfnuðar, andlitssvipurinn. Hann
er ólundarlegur, eins og allir væru
nýbúnir að taka innn laxerolíu. út
úr öllum þessum andlitum les jeg:
„Ó, góðu, sjáið þjer ekki hvað mjer
leiðist. En hvað alt er lítilfjörlegt.
Og þó er jeg stórrikur og þarf ekkert
að vinna“.
Sá, sem kemst lengst 1 ólundinni,
sá er talinn mestur af þessum ríku
iðjuleysingjum, sem eiga ekki nema
eina hugsjón, þá að deyja ekki úr
leiðindum. Allir heilsa honum, allir
reyna að ná kunningsskap hans, þvi
að hann er hinn fullkömni lieims-
maður.
Hvað gerir þetta fólk þessa tvo
jhna, sem setið er þarna frá 11 til 1,
hvi að tiskan bannar öllum, sem ckki
eru alveg búnir að glata virðingunni
‘V'ir sjálfum sjer að vera þar mín-
lllu lengur. Sumir — cinkum mann-
eskjur, sem komnar eru yfir fimtugt
~~ lesa geyspandi dagblöðin, aðrir og
þeir eru flestir, liorfa eins og strang-
lr dómarar á þá, sem í kring cru og
reyna að finna einhverja misfellu í
klæðaburði þeirra eða framkomu.
Vei þeim þá, sem ber grænt liáls-
bindi, þegar það á að vera blátt, eða
þeirri stúlku, sem er svo óhamingju-
söm að hafa kjólin sinn sentimeter
of siðan.. Vei þeim, segi jeg aftur.
Ef til vill rignir ekki yfir þau eldi
og brennisteini eins borgirnar i gamla
testamentinu, en það, sem kemur-fyr-
ir þau er varla betra: Á einni svip-
stundu eru þau vegin og ljettvæg
fundin. Enginn lítur við þeim.
Jeg heyri að þú segir lesari góður:
„Þessi saga þykir mjer leiðinleg. Þú
byrjar með einhvern hann ,sem síðan
bólar eklcert á. f stað þess kemur þú
með bláa refi og Hottentotta. Hvern
fjandann varðar mig um bláa refi?
Þetta eru svik, karl minn. Ilrein og
bein svik, skaltu vita. Hvar er hann
þessi hann? Láttu hann koma, þó að
seint sje. Betri er hálfur skaði en
allur“.
Vertu rólegur lesari góður, vertu
rólegur. Þolinmæðin er uppliaf visk-
unnar hefir spakur maður sagt. Nú
kemur liann, náunginn. Hann var lika
orðinn liálf illur yfir því að þurfa
oð bíða svona lengi. Nú kemur hann
eins og skrattinn úr sauðarlegg.
Nei, þú þarft ckki að láta þjer verða
svo felmt við að þú dettir aftur á bak,
þó að hann komi. Hann fellir eng-
an um koll. Hann gengur hægt, ofur-
liægt. Líttu á hvcrnig hann mjakast
fram hjá þessu glæsilega búna fóllci.
Littu á þetla ellihruma andlit með
rauðu augunum á hvítu litlu barns-
hcndurnar, á tærnar, sem standa út
úr skónum.
Þcir segja að hann sje rússneskur
flóttamaður. Jeg sje líka að sumir
kinka kunnuglcga kolli til hans. Það
er líklega landar hans, sein hafa ver-
io svo hamingjusamir að koma ein-
liverju tindan áður en byltingin hófst.
Hann hefir mist alt. Nú gengur hann
eins og vofa í sólskininu hjcrna. Mig
grunar hvers vegna hann kemur svo
oft á þennan stað innan um þennan
auð og þetta skraut. Hann gleyinir
þá, í þessu umhverfi, sem hann þekk-
ir svo vel frá fyrri dögum, basli líð-
andi stunda. Hann verður aftur dá-
litla stund voldugi maðurinn, .sem
hann var eystra fyrruin.
Jcg sje það i rólegu, fcstulegu
augnaráðinu og i virðulegu hneiging-
unum, þegar hann hcilsar einhverj-
um. í huganum er hann orðinn cinn af
þeim, scm þarna eru. Stundum gefur
hann jafnvel sunnun ungu stúlkunum,
scm þarna eru liýrt auga.
En þegar hann er kominn út úr
mannþrönginni, þá hverfa töfrarnir.
Hann verður aftur álútur og ellileg-
ur. Og ltann lieldur áfram eitthvað
út i bttskann, þegar jeg horfi á eftir
honum þá minnist jeg litalausrar vax-
brúðu, sem jeg hafði sje í búðar-
glugga .. Hvar skyldi hann sofa?
Einn morgun i glaða sólskini stóð
jcg á stjettinni fyrir framan Negresco-
hótelið og var að horfa á tvo kapp-
siglingarbáta fram á flóanum. Þá
sagði einhver i lágum hljóðum bak
við mig:
„Herra, má jeg tala við yðtir fá-
ein orð?“
Jeg sneri mjer við og sá rússneska
flóttamanninn með barnshendurnar.
„Herra“, cndurtók hann og hneigði
sig, „leyfið mjer að segja yður nafn
mitt. Jeg heiti Michowitz fyrverandi
dómari við hæstarjettinn í Pjeturs-
borg. .. Eyrirgefið að jeg er dálítið
liirðuleysislega klæddur".
Hann brosti. „Ef þjcr hcfðuð heim-
sótt mig i Rússlandi, þá hefðuð þjer
sjeð mig öðruvísi til fara“. Hann
strauk hendinni um liökuna.
„Jeg má muna tvenna tíma. Jæja,
jeg kem ekki til þess að tala um for-
tíð mina við yður. Enda liggur hún
yður líklega í ljettu rúmi. Nei“, sagði
liann og hann fálmaði með liöndunum
utan í mig, „nei, jeg kem til þess að
gera yður greiða“,
• „Greiða!“ át jeg eftir lionum stein-
hissa.
„Já, vissulega11, sagði hann og það
ýskraði í honum ánægjan yfir því að
sjá mig svo forviða.
„Sko“, sagði liann og hann lækkaði
i'öddina, „það er mikið leyndarmál,
sem jeg ætla að trúa yður fyrir.
I.eyndarmál, sem getur gert mig stór-
ríkan á stuttum tíma. Þess vegna segi
jeg ekki öðrum frá því en þeim, sem
jeg sje að hægt er að treysta. Og jeg
er viss um að þjer eruð einn af þeim“,
og hann klappaði mjer á öxlina.
„Og leyndarmálið?“
„Já nú kem jeg að því. Á svo mikil-
vægu máli er ekki liægt að byrja án
ofurlitils formála. Það munuð þjer
fljóilega sjá.
Svo er nefnilega mál með vexti
að jeg jeg fæst við lækningar“.
Ilann liló upp með sjer.
„Ekki eins og þessir læknar, sem
láta menn taka inn dýrar meðala-
Llöndur, sem aldrei gera gagn. „Nei“,
sagði hann og hann barði takt með
visifingrinum eins og til að leggja
mciri áherslu á orðin. „Nei, meðulin
mín verka undir eins. Jcg lækna vit-
skcrta, berklaveika og máttlausa eins
leikandi og að drekka vatn úr bolla,
því að jeg þekki mesta leyndarmál
þessárar aldar“.
Hann varð afarhátíðlegur á svip-
inn.
„Jeg þekki náttúru jurtanna og veit
við hvaða sjúkdómi þær eiga.
Sko, á jeg að segja þjcr citt dæmi.
Jeg var á ferð austur i Pyreneafjöll-
um og gisti eina nótt þar á bónda-
bæ. Um kvöldið lieyri jeg einhvers-
slaðar óp og liávaða. Jeg segi þá si
svona við bónda.
Ilvaða læti cru þetta, góði minn?
Hann svarar mjer stuttur i spuna
að tveir synir hans sjeu brjálaðir.
„Og hvað er þetta“, segi jeg stein-
hlessa, „lætur þú ekki lækna þá?“
„Jeg hefi farið með þá til Parísar
og bestu læknar geta ekki læknað þá“.
Þjer heyrið að liann sagði Paris.
Jæja, jeg legg handleggina fram á
borðið, depla augunum framan i liann
og segi ósköp rólega: „Hvað segir
þú við því að jeg lækni drengina
þína, bóndi góður?“
Hann leit kuldalega á mig og sagði:
„Þú ert fullur eða vitlaus sjálfur“.
„Tölum ekki um það, bóndi góð-
ur, tölum ekki um það“, segi jeg, „nú
ætla jcg að skreppa út og þegar jeg
kem inn aftur skaltu liafatilheittvatn.
Jeg fór út og týndi þær plöntur, sem
við áttu. Svo fór jeg inn og var alla
nóttina að sjóða þær.
Um morguninn bað jeg bónda að
leiða drengina inn til min. Þeir gerðu
ekki annað en gelta, þegar jieir sáu
mig. Jæja, við komum blönduuni of-
an i þá. Segir ekki af því, en um há-
degi voru þeir orðnir nákvæmlega
eins og jeg — skynsamir menn.
Þessir blessaðir hnokkar urðu mjer
samferða á járnbrautinni hiijgað út á
ströndina. Jeg sagði öllum í klcfanum
frá því hvernig jeg licfði læknað þá,
og stúfarnir sögðu já við hverju orði.
Ein kona sem var þarna kysti mig
grátandi og kallaði mig velgjörðar-
mann mannkynsins og maður, sem
sat við hliðina á mjer ljcl mig drekka
hcila flösku af víni frá Lunel og
borða eins mikið af sre.urðu brauði
og jeg vildi. Jeg vildi að hamingjan
ljcti fleiri daga vera slika“.
Rússinn hætti lafmöður og bað-
aði út höndunum. Jeg sá að menn
sem gengu fram lijá voru farnir *að
greiklca sporið. Þegar jeg leit upp i
loftið, sá jeg að hann var kominn
með blágrá regnský og liklegur til að
skella á á hvaða auguablik', sem var.
Jeg tók fimm franka seðil upp úr
vasa mjer og stakk að flótiamannin-
um. Svo liljóp jeg undan fyrslti rign-
ingardropunum til kaffihúss þar
rjett lijá.
Jeg settist framarlega og leit út.
Hellirigning dundi á gluggaiuun.Hann
gekk hægt fram hjá á götunni, rúss-
neski maðurinn. Jeg horfði á órækt-
arlegt, rauðleitt skeggið. n varirnar,
sem hreyfðust, á hendurnar, sem
hann lyfti upp með reglubundnu
millibili eins og sprellikarl þegar
kipt er í.snúru, og það var sem jeg
lieyrði hann tauta:
„Jeg get læknað alt, alf'.
Svo hvarf hann upp hliðargötu.
Hvað segir þú lesari góður“?
„Sagan“ er sorgleg eins og mig
grunaði í upphafi, en annars ekki af-
leit“.
„Nú likar mjer að heyra til þin.
Skál!“
„Ja, en þó skil jeg ekki ennþá
hversvegna þú ert að koma með
sænskan timburkaupmann og mann
með græna slaufu ... “
Æ! Verlu ekki með ólund góði!“
Karl-rjetUnda-fjelag.
---X----
Fyrir nokkru siðan var stofnað fje-
lag í Vínarborg í þeim tilgangi að
halda fram rjettindum karlmann-
anna gegn kvenþjóðinni, einskonar
karlrjettindafjelag sem sagt. Það kall-
ast á Þýsku: „Wcltbund fiir Mánner-
rechte“ og mun verða komið á al-
þjóðafundi innan skamms, þar sem
rædd verða ýms mikilsvarðandi mál,
scm karlmönnunum lcoma við.
Maður sá, sem gengur í broddi
fylkingar heilir Sigurd Höberlh von
Schcvartzlhal og hann kvað hafa
fcngið þessa hugmynd vjð að honum
alsaklausum, eftir þyi, sem hann scg-
ir sjálfur, var kendur krakki. Rjett-
urinn neitaði að taka tillit til blóð-
rannsóknarinnar, sem reyndist hon-
um liagstæð. Álitur Schwartzthal að
blóðrannsóknir eigi jafnan að skera
úr um vafatriði af þessu tagi.
---x——
Tvent hefir einkum verið sagt um
Chicago undanfarna inánuði: að borg-
in væri að verða gjaldþrota og að liún
væri mesta glæpamannaborg heims-
ins. Þessu mótmæla Chicagobúar
flestir sjálfir, og telja þessar fregnir
fram komnar til þess, að spilla fyrir
lieimssýningunni, sem þar verður
haldin 1933. Segja jieir að fasleignir
i borginni sjeu i minsta lagi 10 þús-
und miljón dollara virði, en það að
borgin h'afi verið i fjárjn'öng i vetur
stafi af þvi, að skattalöggjöf borgar-
innar hafi verið að breytast undan-
farið, svo að ekki hafi verið hægt að
innheimta útsvör í tvö ár. Skuldir
bæjarins eru 95 dollarar á bæjarbúa,
en skuldir New York 202 dollarar.
Um glæpina er mikið talað, segja
Chicagobúar og allur heimurinn þekk-
ir nöfn glæpakonunganna A1 Capone
og Tim Murpliy, en liinu gleyma menn
að Chicago er mesta lista- og visinda-
borg Ameríku og á fullkomnustu söfn,
hljómsveitir og mynd- og málaralistar
menn allrar þjóðarinnar.
---x----
Spánska sljórnin hefir á prjónun-
um að taka ríkiseinkasölu á bifreið-
uin, en jietta hefir mætt mikilli mót-
spyrnu. Áður hafði stjórnin reynt að
fá útlendar bifreiðasmiðjur til þess
að reisa versmiðjur á Spáni, en það
mistókst líka.