Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1930, Blaðsíða 44

Fálkinn - 21.06.1930, Blaðsíða 44
44 F A L K T N N o o •"Uii' 0-‘lUi’0'uIU>-0 •tliM* O •‘IUi’ O •*%«• O •*%•• o ••Uk O ••%•• O ••%••©•*%.• ©•*%•••%*•© O •*%•• O ■*•**• O •*%•• 0-*'lU.'0 •*%-O -"Uw O -%|*0 •*'Ui- O •‘Ulw o -%-o •*%- o * $ ' i 1 5amuinnuhrEyfingin á Islandi. | | Efiir Jónas ÞorbErgsson. I ? I o ••%- O ••%- O-'Ui- o •■%.' O **%— O-'Ui- O *"I||- O •"Ui"' O •*%- O •*'lu- o •*%•• ■•'Ui-O •*%•■ O -%•• O •*%•• O -'Ui- O •*%• © •'%- O •*%-O -%- O •*U||- O •*'Ui- o Samvinnuhreyfingin hefir ver- ið merkur þáttur og áhrifaríkur í þjóðmenningarsögu og viðreisn íslendinga á öldinni, sem leið og það sem af er þessari öld. For- sögu samvinnufjelaganna má rekja langt aftur í síðasthðna öld. Hófust þá samtök bænda víða um land, um að beita sam- eiginlegum ráðum til þess að draga nokkuð úr okri og yfir- gangi danskra selstöðukaup- manna, sem urðu um skeið ein- valdir í verslunarefnum á landi hjer, eftir að einokunarverslun Dana var að fullu hrundið. Sam- tök þessi hnigu að því einu, að efna til samkepni milli kaup- mannanna um verðtilboð. Með verslunarhlutafjelögunum við Húnaflóa* og Eyjafjörð* á ofanverðri síðastliðinni öld mátti telja að lirundið væri til veru- legra muna illræmri yfirdrotnun danskra selstöðukaupmanna norðanlands. Og þó hvorugu fje- laginu entist aldur til langframa, var forganga þeirra hin merki- legasta og átti drjúgan þátt í að greiða götu samvinnufjelaganna, sem á eftir komu. Fyrsta kaupfjelag landsins, bygt á hreinum samvinnugrund- velli, hófst í Suður-Þingeyjar- sýslu árið 1882. Forgöngumað- ur fjelagsins og fyrsti fram- kvæmdastjóri var Jakob Hálf- dánarson hóndi á Grimstöðum við Mývatn. Fjelagið var í fyrstu pöntunarfjelag einvörðungu og greindist í nokkrar sjálfstæðar deildir. Starfaði fjelagið á hrein- um lýðræðisgrundvelli. Samtök- in voru bygð á gagnkvæmri til- trú fjelagsmanna og sameigin- legri ábyrgð þeirra fyrir fullum skilum. Samtök þessi voru risin af ríkri hjeraðsnauðsyn, enda sprottin algerlega úr íslenskum jarðvegi og um sumt einskonar frumsmíð á sviði fjelagsmála, sniðin eftir landsháttum og á- stæðum þeirra tíma. Þessi byrjunarsamtök skutu þegar greinum til næstu lijeraða og risu upp á næstu árum fjelög um Þingeyjarsýslur og Eyjaf jörð. Merkastir fjelagsmálafrömuðir Þingeyinga á þessu tímabili, aðr- ir Jakob Hálfdánarson, voru þeir Jón alþm. Sigurðsson á Gaut- löndum, synir hans, Pjetur ráð- herra og Steingrímur sýslumað- ur, sjera Benedikt Kristjánsson prestur í Múla, Einar alþm. Ás- mundsson í Nesi, Benedikt Jónsson hókavörður frá Auðn- ’ „Fjelagsverslunin við Húnaflóa“ og „Gránufjelagið“. J. P. um,* og Sigurður Jónsson ráð- herra í Ystafelli. Skömmu eftir að samvinnu- fjelögin risu upp í Þingeyjarsýslu hófst ný alda í Dölum vestur. Mestur frömuður þeirrar lireyf- ingar var Torfi Bjarnason skóla- stjóri í Ólafsdal. Hafði Torfi dvalið erlendis og lilotið þar kunnleik nokkurn af þessari fje- lagsmálagrein, en var sjálfur ó- sjerplæginn hugsjónamaður. í Dölum og næstu hjeruðum var jarðvegurinn undirbúinn af starf- semi „Fjelagsverslunarinnar við Húnaflóa“, sem hafði undir alt svæðið frá Skagafirði og í Dali suður. — Dalafjelagið náði og fljótt viðáttumilcilli útbreiðslu og starfaði á öllu svæðinu um Dali, mestan hluta Snæfellsnessýslu, austanverða Barðarstrandarsýslu, Húnavatnssýslu vestanverða og alt norður um Strandir. — Síðar reyndist stjórn fjelagsins og frainkvæmdastarfsemi þung í vöfum. Klofnuðu þá smærri fje- lög út úr aðalfjelaginu. Eiga flest fjelög á þessu svæði ætt sína að rekja til Dalafjelagsins. Torfi Bjarnason átti frum- kvæðið að stofnsjóðsmyndunum í íslenskum samvinnufjelögum og lagði þar með grundvöll að framtíðarsjálfstæði og öryggi f je- laganna. — Auk Torfa Bjarna- sonar koma margir menn við sögu fjelagsmálanna á þessu svæði. Skömmu eftir aldamótin síð- ustu hefst ný alda í f jelagsmálum bænda i Eyjafirði. Frömuður hennar er Hallgrímur Kristins- son. Árið 1906 umsteypir hann lögum og skipun Kaupfjelags Ey- firðinga, er hafði þá um tvo tugi ára starfað sem pönlunarfjelag og ekki hlotið verulegan þroska, enda var komið fast að fjelags- slitum, er Hallgrímur grípur inn í. Hafði Hallgrímur Kristinsson, að áeggjan Páls Briems amt- manns, kynt sjer samvinnumál Dana, sem voru um þær mundir og eru enn ein mesta samvinnu- þjóð Norðurálfunnar. Skipulag það, er Hallgrimur tók upp, er kent við frumherja hreyfingar- innar, vefarana í Rochdale og kallað Rochdale-skipulagið, en fjelögin öðru nafni sölufjelög, til aðgreiningar frá pöntunar- fjelögunum. Höfuðmunur á starfsemi fjelaganna er sá, að þar sem pöntunarfjelögin leggja megináherslu á lágt vöruverð á hvcrjum tíma, hlíta sölufjelög- * Ilann gaf samtökunum nafnið „Kaupfjelag Þingeyinga". J. Þ. in fremur almcnnu gangverði en úthluta ársarði af viðskiftum fjelagsmanna og kosta kappsum myndun sjóða. — Rochdale- skipulagið reyndist mjög sigur- sælt, ekki einungis í Eyjafirði, heldur varð það úr þessu fyrir- mynd um skipulag þeirra fjelaga, er síðar risu upp. Hafa og mörg eldri fjelög tekið upp skipulag þess. Kaupfjelag Eyfirðinga er nú stærst og efldast samvinnufjelag á landinu. Hafa Eyfirðingar ver- ið hepnir með eftirmenn Hall- gríms Kristinssonar, Sigurð bróð- ur hans og nú síðast. Villijálm Þór framkvæmdastjóra fjelags- ins. Sigurður Kristinsson núver- andi forstjóri Sambands ís- lenskra samvinnuf jelaga, varð snemma önnur hönd hróður síns, tók við af lionum forstöðu K.f. Eyf. og síðar við forstöðu Sam- bandsins við lát Hallgríms 1923. — Vilhjálmur Þór er einhver færasti og ötulasti maður í starfs- mannaliði fjelaganna og liefir stigið djarfari spor en aðrir menn um að færa út starfsemi sam- vinnunnar inn á framleiðslusvið- ið. Enda hcfir f jelagið tekið mjög örum vexti á síðustu árum. 1 þann mund er gerðust þeir atburðir, sem nú var lýst, hófst mikil fjelagshreyfing sunnan- lands. Reis þá upp Sláturfjelag Suðurlands, sem hefir hlotið út- breiðslu um alt Suðurland frá Breiðamerkursandi og um Borg- arfjörð, Mýrar og alt vestur á Snæfellsnes. Koma þar við sögu ýmsir merkir menn og má nefna Ágúst Helgason bónda i Birtinga- holti, sem hefir verið formaður f jelagsins frá öndverðu. og fram á þennan dag, Hannes Thoraren- sen, sem var um langt skeið framkvæmdastjóri fjelagsins, Björn Bjarnason, hónda í Grafar- holti, sem liefir verið ötull liðs- maður þessa málefnis, Helga Bergs núvcrandi framkvæmda- stjóra fjelagsins og marga fleiri. Er hjer nú gefið stutt yfirlit um helstu vaxtarskeið í sögu samvinnunnar á landi hjer og mætti nefna þau Þingeyska tíma- bilið, Eyfirska tímabilið, Vest- urlandstímahilið og Suðurlands- tímabilið. Auk þeirra fjclaga, sem hjer liafa verið nefnd, risu upp á þessu tímabili fjelög víðsvegar um land, í Skagafirði, Borgarfirði, á Suðurlandi um Austurland og Vestfirði. Snemma á árum samvinnu- hreyfingarinnar gerði vart við sig sú skoðun, að fjelögunum væri nauðsyn á, að taka höndum saman og mynda mcð sjer sam- band. Árið 1895 komu saman á Alþingi nokkrir af helstu oddvit- um samvinnunnar í landinu og mynduðu einskonar andlcgt sam- band fjelaganna. Var meginætl- un þeirra samtaka sú, að kynna landsmönnum stefnuna og hvetja til aukinna aðgerða. Jafnframt var ákveðið að gefa út tímarit fyTrir fjelögin. Nefndist það „Tímarit kaupfjelaganna“ og var Pjetri frá Gautlöndum falið að annast um útgáfuna. Var rit þetta fyrsti vísir að sjerstöku málgagni fjelaganna, en af því komu út aðeins tvö hefti; hið síðara árið 1897. Brátt fanst það á, að samtök þessi náðu of skamt og að nauð- syn bar til sameiginlegrar versl- unarstarfsemi fjelaganna. Árið 1902 hjeldu Þingeyingar fund i Ystafelli 20. febr. Voru þar mætt- ir fulltrúar úr fjelögunum í Þing- eyjarsýslum. Var þar stofnað „Sambandskaupfjelag Þingey- inga“, er síðar hlaut nafnið „Sambandskaupfjclag lslands“ og loks núverandi heiti „Sam- band íslenskra samvinnufjelaga“ Á þessum fundi var ákveðið að gefa út „Tímarit fyrir kaupfje- lög og samvinnufjelög“, er siðar lilaut nafnið „Tímarit ísl. sam- yinnufjelaga“ og loks nafnið „Samvinnan“. Gerðist Sigurður Jónsson ritstjóri þessa tímarits og gegndi því starfi, uns hann tók sæti í stjórn landsins. — Þá tók við ritinu Jónas Jónsson nú- verandi dómsmálaráðlierra. Rit- stjórn tímaritsins hefir nú með höndum Þorkell Jóhannesson magister frá Fjalli. — Snemma á árum hreyfingarinnar ferðaðist Sigurður í Ystafelli nálega um alt land og flutti fræðandi fyrir- lestra um stefnuna. Stofnun Sambandsins í Ysta- felli var einn af merkustu við- burðum í sögu samvinnunnar. Af vísi þcim spratt sá meiður, er síðar skaut greinum um land alt. Árið 1912 kom sá maður til sög- unnar í starfsemi Sambandsins, er hratt fram sameiginlegum málefnum fjelaganna meira en nokkur annar maður fyr og síð- ar, en það var Hallgrímur Krist- insson. Gerðist hann fyrst erind- reki Sambandsins við vörusölu erlendis og kaup á erlendum varningi fyrir fjelögin. Árið 1917 flutti Samhandið höfuðstöðvar sínar til Reykjavikur og hygði á næstu árum hús sitt á Arnarhóls- túni. Gerðist Hallgrímur Kristins- son forstjóri Sambandsins og vann að málefnum fjelaganna af frábærurri eldmóði og skörungs- skap alt til kanadægurs. — Formenn Sambandsins voru þeir Pjetur ráðherra og Steingrímur bróðir lians, en Pjetur þó lengst og til dauðadags. — Núverandi formaður Sambandsins er Ingólf- ur alþm. Bjarnason í Fjósatungu. Þegar Sambandið flutti aðsetur sitt til Reykjavíkur árið 1917, voru í því aðeins 15 fjelög. í árs- lok 1929 voru þau 39, en fje- lagsmenn töldust samtals 7.500. Verslunarvclta fjelaganna var, árið 1928, samtals um 15 miljón-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.