Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1930, Blaðsíða 50

Fálkinn - 21.06.1930, Blaðsíða 50
50 F A I. K I N N Iðia og iðnaður. Því hefir löngum veriÖ við hrugðið að íslendingar væru „ldaufar í liöndunum“. Þó er þetta ekki allskostar rjett, eins og menn geta sannfærst um með því að líta inn á forngripasafnið og líta þar á ýmsar menjar lið- inna alda, er sanna, að jafnan hafi til verið á íslandi hagleiks- menn í ýmsum greinum. Hitt er annað mál, að til sjeriðju hafa Islendingar löngum verið ófúsir, og er kröfurnar uxu til ýmsra framleiðslutegunda skildist þjóð- inni ekki, að betra er að afla þess heima, sem hægt er að fá, úr inn- lendu efni, en að kaupa það frá útlöndum. Ullariðnaður var sú greinin, sem íslenskum umbótamönnum varð fyrst starsýnt á. Þeim reynd- ist ljett að sanna, að það væri aumingjaháttur að senda ullina óunna til útlanda og kaupa það- an aftur dúka og prjónles, sem hafði margfaldast i verði — mið- að við þyngd ullarinnar. Þrem- ur árum fyrir aldamót var stofn- uð spuna- og kembistofa fyrir ull við Glerá í Eyjafirði; er liún til enn i dag og heitir Gefjun, og l’.efir náð miklum vinsældum í landinu. Um líkt leyti var sams- konar fyrir tæki komið á fót á Álafossi í Mosfellssveit. Rjeði það það vali staðanna, að þeir höfðu vatnsmagn, sem lientugt var til virkjunar. Verksmiðja hafði og verið sett við Reykjafoss i Ölfusi, en hún lagðist niður. Er það ein- kennilegt að tvær síðastnefndu stöðvarnar voru settar við heitar ár. í þá daga hjeldu menn að atn magn í köldum ám væri ó- vAf*--m vegna f,*o"fa. -- l.i.tjIlÍA’Uj «JUl a-OvlAÍil Vcil’ stofnsett í Reykjavík og notaði eim til reksturs, en fyriríækið gafst ekki vel; brann klæðagerð- in sumarið 1907 og' var þá end- urreist í steinhúsi, sem nú er orð- ið fiskþurkunarhús. Enn má nefna klæðaverksmiðjuna „Fram- tiðin“ i Reykjavík, eign Roga Þórðarsonar, sem áður hafði ver- ið eigandi „Álafoss". Gosdrykki fóru menn að gera lijer á landi fyrir aldamót síð- ustu; þótti það ójjarfi, að flytja inn vatn frá útlöndum. Rraut- ryðjandi á þvi sviði var Jón Þór- arinsson, síðar fræðsíumálastjóri og hjet gosdrykkjagerð hans Kaldá. Lagðist liún niður um skeið en er nú lialdið áfram af fjelaginu „Nói“, scm rekur iðju í þessari grein og fleirum. Úti á landi risu upp gosdrykkjagerðir og lijer í Reykjavík stofnaði Gisli heitinn Guðmundsson, sem meðan lians naut við var mest óþreytandi frömuður íslenskrar iðju, gosdrykkjagerðina „Sani- tas“, sem starfar enn. Einn af Gisli Guðnwndsson, gerlafræðingur. fyrstu aðstoðarmönnum hans var Tómas Tómasson, núv. eigandi Ölgerðarinnar „Egill Skalla- grímsson“, sem hefir að mestu rýmt úr vegi hjer á landi þeim öltegundum, sem hún framleiðir. Býr ölgerðin jafnframt til gos- drykki. Þess má gela til fróðleiks, að starfstímabil Skúla fógeta í ís- lenskri sögu færði landsmönnum margt nýtt í iðnaði, þó fæsl af því yrði til langframa. T. d. gekst Magnús Ketilsson sýslumaður fyrir þvi, að farið var að vinna salt á Reykhólum á Barðaströnd árið 1854, og síðar var þetta reynt á ísafirði og Reykjanesi. Brenni- stein var byrjað að vinna i Hlið- ar- og Fremrinámum 1824 og á Reykjanesi um miðja 18. öld. Ýmsir íslendingar voru vel að sjer í trjesmíði enda er oft gelið um ýmsa menn, er hafi farið til útlanda til þess að læra þá iðn. Báta sína smíðuðu margir sjálfir fyr á árum, en þegar þilskipa- útgerðin fór að færast i vöxt und- ir síðustu aldamót varð brýn nauðsyn á, að eignast stöð, sem annast gæti viðgerðir og jafnvel smíði slíkra skipa. Var þá hluta- fjelag myndað fyrir forgöngu Tryggva Gunnarssonar og „Slipp- urinn“ stofnaður. Síðan hafa m. a. bæst við smíðastöð Bárðar Tómassonar á Isafirði og Magn- úsar Guðmundssonar í Reykja- vík. F yrs tu smí ða verksmi ð j u n a stofnaði Jóhannes Reykdal í Hafnarfirði árið 1903 og tveim- ur árum siðar var „Vöíúndur“ stofnaður í Reykjavik. Þótti nýj- ung að þessum fyrirtækjum, sem gerðu með vjelum það, sem áður hafði verið gert í höndunum. í húsgagnagerð reis upp Jón Hall- dórsson & Co árið 1908. Eru þessi fyrirtæki brautryðjendur hvert í sinni grein og njóta mikils álits, þó nýir menn hafi bæst í hóp þessara iðjugreina. Vjelaverkstæði lilutu óhjá- kvæmilega að sigla í kjölfar eim- skipaútvegsins. Stærst þeirra er Hamar í Reykjavík, þar sem vinna um 100 manns og Iljeðinn, sem er orðinn stórt fyrirtæki. Sútun skinna er verkefni, sem mörgum þótti sjálfsagt að íslend- ingar ræktu. Voru ýmsir útlend- ingar lijer um aldamótin, sem störfuðu að sútun en þeir eru nú horfnir, en aðal sútari i landinu er Bergur Einarsson, sem stofn- aði til iðju sinnar árið 1900. Slát- urfjelag Suðurlands hefir lengi haft í hyggju, að koma Iijer upp marghliða sútunarstarfsemi, með þvi að reynslan er fengin fyrir að íslenskar gærur sjeu ágætar til margra hluta, ef skinnið er full- unnið. Leðurverslun Jóns Bryn- jólfssonar liefir líka rekið sútun. Efnagerðir eru nokkrar til í landinu. Thomsens Magasín byrj- aði á brjóstsykursframleiðslu um aldamótin en elst af þeim, sem nú eru ei1 smiðja Magnúsar Th. Blöndal. Líka hafa efnagerð „Nói“ og ,Efnagerð Reykjavíkur1, sem hefir f jölhreyttasta starfsemi þessara allra. Ein sápuverk- smiðja er starfandi í landinu, „Hreinn“. Mesti verksmiðjurekstur lands- ins miðast við síldina. Sildar- hræðslur eru 7 á landinu og er ])eirra stærst sú, sem ríkið hefir reist á Siglufirði. Fiskimjölsgerð- ir eru 6; var G. J. Johnsen lcon- súll í Vestmannaeyjum braut- ryðjandi i þeirri grein. Árið 1906 stofnaði P. M. Bjarnason ásamt ýmsum öðrum niðursuðugerð á ísafirði, aðal- lega til þess að sjóða niður fisk. Fyrirtæki þetta dafnaði vel og hafði rutt vörum sínum rúms á erlendum markaði, þegar það varð fyrir ófyrirsjáanlegu tjóni sem reið því að fullu. Vjelar fje- lagsins keypti síðar Sláturfjelag Suðurlands, sem rekið hefir nið- ursuðu síðan 1920 og er nú lang- stærsti framleiðandi niðursuðu- vöru lijer á landi, bæði lcjöts og fisks. Stofnaði það nýja og full- komna niðursuðu á síðasta ári. Fyrstu ár aldarinnar fóru rjómabú að starfa hjer að marki og allmikið af smjöri var flutt til útlanda, og fóru menn þá að kaupa smjörlíki frá útlöndum. Þá var ]iað að Gísli Guðmunds- son beitti sjer fyrir stofnun inn- lendrar smjörlíkisgerðar; var fyrst stofnuð „Mjöll“ i Borgar- nesi og síðan „Smjörlíkisgerð Reykjavíkur“, 1919. Siðan hefir verið stofnað til samskonar iðju á Akureyri og Isafirði og í Revkjavík hefir „Ásgarður“ bæst við. Handiðnaður hefir verið mik- ill í landinu fyr á öldum, en hon- um hefir lmignað síðan, þangað til hreyfing komsl á viðreisn heimilisiðnaðar og listiðnaðar á þessari öld. Má þar einkum nefna trjeskurð, sem Stefán heitinn Ei- ríksson hóf til vegs, og ern ýms- ir lærisveinar hans starfandi að ]>ví, að halda áfram vei’ki lians og þá einkum Ríkharður Jónsson myndhöggvari. Til þess að efla handavinnu kvenna var Heiinilis- iðnaðarfjelagið stofnað og hefir ])vi orðið mikið ágengt undir stjórn hinnar ötulu forstöðukonu Halldóru Bjarnadóttur. En i þessum greinum er mikið óunnið. íslendingar eru um of háðir útlendingum hvorl lieldur er í iðju eða iðnaði, og eitt af stórverkefnum næstu óra er það, að gera þann visi, sem nú er í þessum greinum, að verknaði, sem hafi áhrif á hag og menning þjóðarinnar. Netahngtingavjel á Álafossi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.