Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1930, Síða 51

Fálkinn - 21.06.1930, Síða 51
F Á L K I N N 51 r Verslun Islands. Samgöngurnar eru lífæð þjóð- anna, og versluninni má líkja við blóðrás líkamans. Sjeuverslunar- liagirnir slæmir liefir það áhrif á alt þjóðlífið og lamar það. Saga íslands á umliðnum öldum sann- ar margvíslega þá staðhæfing, að óáran í verslun hafi eigi verið afdrifaminni en óhagstæð veðr- átta eða ókjör af náttúrunnar hálfu. íslendingar hafa átt við erf- iðar samgöngur að búa, eins og strjálbygðar þjóðir lirjóstugra landa. Og samgönguvandræðin komu liarðar niður á þjóðinni fyrir þá sök, að lienni var nauð- syn á mikilli verslun. Fram- leiðsla landsins liefir jafnan verið fremur einhæf og aðal neyslu- vara allra siðmentaðra þjóða hef- ir aldrei verið ræktuð í landinu, svo miklu nemi, en það er korn. Islenskir skógar hafa aldrei ver- ið svo miklir, að þeir fullnægðu byggingaþörfum landsbúa. Land- íð er nálega málmalaust og iðnað- ur hefir ávalt verið sáralítill, nema helst til klæða. Gefur þetta nokkra liugmynd um, að íslend- ingum er þörf mikilla aðflutn- inga. Hinsvegar eru framleiðslu- möguleikar landsins af kvikfjár- rækt og fiskveiðum miklu meiri en neysla landsbúa. Vöruskiftin eru því óhjákvæmileg og verða að vera mikil. I meira en þúsund ár hafa liest- arnir verið „skip eyðimerkurinn- ar“ í innlendum samgöngum á landi og eru það enn, þó bifreið- arnar sjeu farnar að ljetta á þeim í ýmsum landslilutum að sumar- lagi. Út á við hafa samgöngu- tækin verið lík því, sem hjá ná- grannaþjóðunum en þó oft á eft- ir tímanum. Islenskir landnáms- menn komu hingað á kaupskip- um þeirra daga, rónum byrðing- um með sæmilegum seglaútbún- aði, og þannig slcip hjeldu uppi siglingum fyrstu aldirnar, sum- part íslensk eign sumpart norsk- ra kaupmanna. I þann tíma, sem Islendingar gengu Noregskon- ungi á liönd var lítið orðið um skipakost, eins og sjá má af því, að þeir taka loforð af konungi, í Gamla sáttmála, að hann sjái landinu fyrir vörum og láti flytja þær til landsins. íslensk verslun fór forgörðum með íslensku sjálfstæði, — eða öfugt. Norðmenn fengu hrátt keppi- nauta, þar sem voru Englend- ingar og Hansakaupmenn, en tóku því illa. Þeir högnuðust á versluninni og vildu sitja einir að gróðanum. Líka varð brátt f jandskapur milli ensku ogþýsku kaupmannanna og hlutust stund- um vandræði af. Gáfu þær deilur stjórninni átyllu til, að einoka verslunina og banna viðskifti Hansakaupmanna og Breta, sem kunnugt er. Danir gáfu sig lítið að íslenskri verslun fyrstu aldirnar eftir að ísland komst í stjórnmálatengsl við Danmörku, er Hákon sjötti dó, 1380. En það munaði um af- skifti þeirra þegar þau komu. Ár- ið 1602 hófst einokun Dana á ís- landi, sem hjelst að fullu til 1788, er verslunin var gefin frjáls öll- um þegnum Danakonungs, en raunverulega höfðu Danir versl- unina áfram að mestu leyti fram á síðustu aldamót. Því að þótt öllum þjóðum væri gerð frjáls verslunarviðskifti við Island 1855, þá bjó lengi að álirifum einok- unarinnar og i raun og veru varð verslunin þá fyrst frjáls, er ís- lendingum sjálfum óx svo fiskur um hrygg, að þeir tóku að annast lieildverslun sína við útlönd sjálf- ir og gátu leilað hentugustu markaða, óháðir eigendum liinna dönsku selstöðuverslana. — Hjer skal ekki farið út í að rekja harmasögu einokunarverslunar- innarinnar, en um það ber öll- um saman, að hún liafi verið þjóðinni til meira niðurdreps en nokkur önnur ráðstöfun i at- vinnulífi þjóðarinnar. II. Verslunarmálin voru meðal helstu umhugsunarefna íslenskra forvígismanna á síðustu öld, og brýndu þeir fyrir þjóðinni að nota frelsi það er þeir fengu í verslun 1855. En getan var lítil. Peningarnir voru að kalla óþekt- ir í viðskiftum, vara var goldin með vöru og þegar svo stendur á er erfitt að ryðja nýjar við- skiftabrautir. En fyrir 60 árum hefjast þó ýmsar tilraunir til bóta og meðal annars byrja þá viðskifti við England, sem legu sinnar vegna og aðstöðu gat veitt betri skilyrði en Danmörk. Ensk- ir kaupmenn keyptu hjer hross og fje á fæti og borguðu með gulli; má telja þetta upphaf pen- ingaverslunar seinni tíma. Og þrjátíu árum eftir að verslunin varð frjáls, er Landsbanki ís- lands stofnaður, 1885 og með honum hefst raunveruleg pen- ingaverslun í landinu, þó spari- sjóður væri áður til í Reykjavík. Árið 1855 var íbúafjöldi lands- ins um 60 þúsund. og verslunar- veltan við útlönd um 3 miljón krónur, en um aldamótin siðustu var verslun landsmanna, sem þá voru um 78 þúsund, orðin 15% miljón króna. Þá voru smá- söluverslunarstaðir í landinu orðnar 204 en rúmlega fjórði hluti þeirra eign erlendra manna, aðallega Dana. Af sögunni má sjá, að innflutn- ingur Islendinga var á fj'rstu öld- um aðallega korn, salt og timbur og hefir langmest munað um korninnflutninginn. Timbur hef- ir nær eingöngu verið notað sem „luksus“-vara. Og ein aðal út- flutningsvaran var vaðmál, heim- ilisiðnaður kvenna. Járn hefir verið talsvert mikið unnið hjer á söguöld, en þó er sennilegt, að jafnan liafi nokkuð verið flutt inn af því. Á einokunartímunum hefir kornið enn verið mesta inn- flutningsvaran og fyrir maðkað mjöl hefir einokunarverslunin orðið frægust, þó margt liafi hún gert sjer til frægðar. Þegar fram liðu stundir fóru almennar bændaafurðir og fiskur að verða drjúg á metunum útflutnings- megin, 1804 eru fluttar út 400 smálestir af saltfiski en um miðja öldina 3500 smálestir. Ull- in var lengstum aðal útflutnings- vara bænda. I byrjun þessarar aldar hefst nýtt tímabil i verslunarsögu Is- lands. Þá komst íslandsbanki á fót og með honum nýtt starfs- fje inn í landið, sem lyfti á skömmum tíma útgerðinni á nýtt stig, og jafnframt var ritsíminn opnaður til útlanda (1906). Nýtt athafnalíf hyrjaði og verslunin tók algerðum stakkaskiftum. Nú fór heildsöluverslunin að færast inn í landið, fyrst komu umboðssal- arnir og smámsaman óx þeim svo fiskur um hrygg, að þeir fóru að kaupa vörur og selja, fyrir eigin reikning án þess að afgreiða pantanir fyrir reikning kaupanda eða seljanda. Það má segja hinni nýju stórkaupmanna- stjett til hróss, að liún skildi vel hlutverk sitt og mun það reynsla kaupmanna hjer, að betur borgi sig að öllum jafnaði að kaupa vörur sínar hjá stórkaupmönn- um í landinu, en að panta þær beint frá erlendum verslunarliús- um og verksmiðjum. Jafnframt varð markaðurinn miklu fjölbreyltari en áður, bæði fyrir kaup og sölu. Danmörk var áður aðalmilliliður íslenskrar verslunar, en nú tóku kaupmenn að leita sem beinastra viðskifta við framleiðslulöndin og þau lönd, sem einkum notuðu íslensk- ar afurðir. Með liinni stórauknu fram- * leiðslu fiskiveiðanna hefir fylgt aukinn innflutningur að sama skapi. Og þó að margt af þeim innflutningi sje ekki nauðsynlegt, þá má ekki glevma því, að auldn lífsþægindi eru ekki einskis verð, að á þessu timabili liefir verið flutt inn byggingarefni til að bæta vistarverur fólksins, skip og vjelar til þess að auka afköst atvinnuveganna, að ógleymdu þvi sem þarf til atvinnurekstursins sjálfs, t. d. kol, olía, og salt, en innflutningur þessara vöruteg- unda liefir aukist meir en nokk- uð annað. Á fyrstu töflunni, sem hjer fylgir má sjá aukning verslunar- innar á hverju 5 ára tímabili síð- I. Út- og innflutningur. Meðaltal 5 ára tímabila. Sjávar- Land- Útfl. Innfl. afurðir afurðir alls alls í 1000 í 1000 í 1000 í 1000 ki*» kr. kr. kr. 1906—10 8,823 2,986 13,707 11,531 1911—15 16,574 5,091 22,368 18,112 1916—20 36,147 10,879 48,454 53,709 1921—25 54,604 8,445 64,221 56,562 1926—30 56,000 8,000 65,091 61,786 an 1906 og afkomu verslunarinn- ar. Aðeins eitt tímabilið sýnir lialla, sem stafar af vonda árinu 1920. — Á annari töflunni sjest skifting verslunarinnar á önnur lönd og geta menn sjeð af henni livernig verslunarleiðirnar liafa breyst. En á töflu þeirri, sem fer hjer á eftir sjá menn verslunar- veltuna í heild og á livern ibúa, á ofangreindu timabili. Hún var: Alls: Á mann 1906—10 .... ... 25.238 304 1911—15 .... ... 40.480 463 1916—20 .... ... 102.163 1109 1921—25 .... ... 120.773 1238 1926—30 .... ... 126.877 1208 Gefa töflur þessar nokkra hug- mynd um vöxtinn, en vitanlega verður að taka tillit til gengis- hreytinganna, til þess að liug- myndin sje rjett. Hjer á eflir lcoma ágrip af sögu ýmsra lielstu verslana, útgerðar- fjelaga og iðnstofnana í Reylcja- vík. Vegna naums undirbúnings- tíma og plássleysis i blaðinu hefir þetta ágripasafn ekki getað orðið jafn stórt og skyldi, og munu menn sakna þar ýmsra braut- ryðjenda á sviði verslunar, útvegs og iðnaðar, en væntanlega verð- ur hægt að bæta úr því síðar lijer í blaðinu. II. Skifting verslunarinnar í % á aðalviðskiftalöndin. Meðaltal 5 ára tímabila. Danmörk Noregur Svíþjóð Bretland Þýskal. Spánn Ítalía U. S. A. Inn. Út. Inn. Út. Inn. Út. Inn. Út. Inn. Út. Inn. Út. Inn . Út. Inn. Út. % % % % % % % % % % % % % % % % 1906—10 58,9 38,4 11,3 7,4 0 7,0 29,0 20,2 0,8 0,7 0 17,7 0 8,6 0 0 1911- -15 41,6 36,7 6,8 12,7 2,8 5,1 34,3 16,8 8,2 0,5 1,0 16,7 0,2 7,9 1,4 0,9 1916—20 32,5 9,4 3,6 12,8 3,8 5,9 29,7 33,7 0,8 0,1 4,9 21,4 0,1 6,0 22,5 5,5 1921- -25 37,5 14,6 10,7 10,3 2,7 7,6 31,6 15,0 5,5 1,1 4,2 36,7 0,6: 11,1 4,0 0,8 1926—30 35,0 10,2 10,4 10,4 3,2 9,4 29,6 14,4 11,5 5,2 3,0 36,4 0,5: 11,0 2,0 0,9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.