Fálkinn - 21.06.1930, Qupperneq 54
54
F A L K I N N
Haraldur
j
Vorið 1909 stofnaði Gíslason
& Hay verslun, sem „Dagsbrún“
nefndist, neðarlega á Hverfisgötu,
þar sem nú er liús M. Magnús
læknis. Forstöðu þessarar versl-
unar hafði Haraldur Árnason,
sem þá var rúmlega tvítugur og
var nýkominn heim frá Englandi
eftir þriggja ára dvöl við versl-
unarnám, og hafði hann gert
rekstur vefnaðarvöru og fatnað-
arverslana að sjergrein sinni.
„Dagsbrún“ bar þess merki, að
kunnáttumaður sat þar við stýr-
ið, þarna var smekklegra vöru-
val en menn liöfðu vanist áður
og þótti húðin bæjarprýði. Stóð
verslun þessi nokkur ár.
Hinn 1. jan. 1912 rjeðist Har-
aldur verslunarstjóri til Th. Thor-
steinsson, sem þá rak tvær versl-
anir, aðra í Hafnarstræti þar sem
nú er vinverslunin og liina í sömu
götu, þar sem nú er verslunin
París. Veitti hann þessum versl-
unum forstöðu og á þeim árum
voru þær fluttar báðar á sama
staðinn í stórhýsið, sem stóð þar
sem nú er bygging Jóns Þorláks-
sonar. Fluttust verslanirnarþang-
að 1914, en 25. apríl 1915 brann
húsið til kaldra kola og alt
sem í því var. Eigi að siður tókst
að opna verslunina eftur hálf-
um mánuði síðar, 6. maí í húsi
Gunnars Þorbjarnarsonar í Hafn-
arstræti, sama staðnum, sem önn-
ur deildin liafði verið áður, og
má ætla að þar hafi verið skjót
handtök: að koma versluninni á
á fót svo bráðlega aftur. Har-
aldur vildi þó ekki una við
þetta húsnæði og varð það úr
að honum tókst að fá prestaskól-
ann gamla leigðan til fimm ára
og flutti hann verslunina þangað,
eftir að gagngerð breyting hafði
farið fram á húsinu, þ. 1. septem-
ber 1915. Um sama leyti keypti
hann verslunina og hefir síðan
rekið hana undir sínu nafni.
Tveimur árum eftir að Har-
aldur byrjaði að reka verslunina
í prestaskólanum keypti hann
húseignina með tilheyrandi lóð
fyrir kr. 45000 og þótti það geypi-
verð í þá daga og löttu ýmsir
Harald að ráðast í þetta. Nú
mundu engir letja hins sama.
Tveimur árum síðar seldi liann
Nýja Bíó baklóðina til þess að
reisa þar samkomuhús það sem
nú stendur þar, en hinsvegar
keypti Haraldur fyrir tveim ár-
um húseign dánarbús Sigf. Ey-
mundssonar, svo að hann á alt
liornið milh Lækjargötu og Aust-
urstrætis. Er það mikil lóð og
mælir nálægt 75 metrum með-
fram götu. Er þar kjörinn stað-
ur fyrir stórhýsi, er stundir líða
og má telja þetta horn með þeim
allra bestu, ef ekki það besta í
borginni.
Verslun Haraldar náði þegar
miklum vinsældum. í fyrstu voru
menn ekki vanir, að gera miklar
kröfur til vörugæða þess sem
keypt var og má nefna sem dæmi,
að 6 liattar, sem Haraldur keypti
er hann rak „Dagsbrún“ og kost-
uðu 5 krónur og 90 aura lágu
flestir óseldir lengi, vegna þess
að þeir þóttu alt of dýrir, og varð
að selja suma þeirra með niður-
settu verði. Nú þykir mörgum
hæfilegt að kaupa ekki ódýrari
hatt en sem svarar þessu verði
fimmföldu. Karlmannaslifsi kost-
uðu þá sjaldan meira en rúma
krónu, en nú selst mikið af slifs-
um fyrir 5—12 krónur. Benda
þessar tölur á, live kröfurnar til
vandaðrar vöru hafa vaxið á síð-
ustu 20 árum.
Árið 1918 Ijet Haraldur gagn-
gerða breyting fara fram á hús-
inu, þá var m. a. kvisturinn sett-
ur á það og skemman innrjettuð
til vörusýningar. 1921 var húsinu
enn breytt og það aukið og 1926
var loks bygð hin tvíljTta vest-
urálma og húsið þá um leið end-
urbætt mikið og komið þar fyrir
„Kassa“-miðstöð þeirri, sem ann-
ast flutning peninga og kvittana
milli afgreiðslumanns og gjald-
kera. Er hægt að senda peningana
til gjaldkerans frá 10 stöðum í
húsinu og fá þær aftur að vörmu
r
Arnason.
spori. Er þetta eina búsið hjer á
landi, sem hefir þetta fyrirkomu-
lag, kent við Lamson. Loftþrýst-
ingurinn knýr peningabaukana
áfram í gegnum pípuleiðslurnar,
en sömu loftdæluna má nota til
þess að sjúga alt ryk "burt úr
búsinu.
Verslun Haraldar hefir lengi
verið viðbrugðið fyrir það, bve
vöruval er þar milcið og vandað
og þá eigi síður fyrir hitt, hve
snjTtilega er um alt gengið. Lýs-
ir alt sem auganu mætir í búð-
unum því, að það sje gert af bæði
smekk og kunnáttu, enda liefir
Haraldur líka ekkert til sparað
að standa öllum framar í þessu
tilliti. Þegar Haraldur byrjaði
verslun sína hafði hann tvær
stúlkur og einn pilt í þjónustu
sinni, en nú vinna 32 manns við
verslunina og bann sjálfur sá 33.
Geta má þess í því sambandi, að
frægt er orðið hversu góður hús-
bóndi Haraldur er, því varla mun
þess dæmi, að stúlkur fari frá
honum nema — til þess að gifta
sig!
Frá upphafi hefir Haraldur
rekið bæði kvenna- og karl-
mannafatnaðardeild. En ýmis-
legt annað má telja, sem eru stór-
ir liðir í v.erslunarrekstrinum, t.
d. ferðaáhöld ýmiskonar, eink-
um til sumarferðalaga, íþrótla-
áhöld, skátabúninga og íþrótta-
búninga, gólfdúka og gólfteppi,
rúmfatnað og rúm og því um líkt.
Þess má geta að Haraldur varð
fyrstur allra til þess að flytja
saumaða kvenkjóla til landsins.
Sölu prjónavjela liefir verslunin
haft svo mikla, að nærri lætur, að
liann hafi selt rúmlega eina vjel
á hvert hundrað landsbúa. Og
jafnframt hefir bann haldið ár-
lega í nokkur ár prjónanámskeið
til þess að kenna fólki meðferð
vjelanna og ýmsar tegundir
prjóns. Hafa þessi námskeið ekki
aðeins verið lialdin í Reykjavík
heldur líka víðsvegar um land.
Hefir verslunin á þennan hátt
stuðlað afar mikið að aukinni
prjónafatnaðarframleiðslu í land-
inu.
Geta má um eina vörutegund,
sem Haraldur flutti hingað inn
fyrstur manna og virðist ætla að
ná afar miklum vinsældum hjer.
Það eru gólfdúkar úr togleðri,
Leylandsdúkar svonefndir, frá
ensku firma með því nafni. Ilafa
þeir verið settir í flest stórhýsi,
sem bygð bafa verið á síðustu ár-
um hjer í Reykjavik og enda víð-
ar. Má nefna af þeim húsum
Gamla Bíó, verslunarhús Mar-
teins Einarssonar & Co., L. G.
Lúðvígsson, Landsspítalann, Nýja
Barnaskólann, Vifilstaðahæli,
Nýja Klepp, Pósthúsið, Edinborg
og fleiri.
Gamli prestaskólinn er orðinn
óþekkjanlegur frá því sem áður
var. Húsið sjálft er bygt árið
1802 og er, ásamt húsinu í Aðal-
stræti 16„ elsta timburhúsið i
bænum, en það bús er bygt sama
ár. Þó munu aðalviðir vera þeir
sömu og áður var í sjálfu gamla
húsinu, en alt annað er orðið nýlt.
Vörur sínar kaupir verslunin í
þeim löndum, sem hagkvæmasta
og f jölbreyttasta framleiðslu hafa,
hvert í sinni grein, og er að því
leyti alþjóðleg. Mest af vör-
magninu kemur frá Englandi og
um eitt skeið var um % hlutar
af öllum vörum verslunarinnar
enskt, en nú er það orðið minna.
Næstur kemur innflutningurinn
frá Þýskalandi, Frakklandi, ítal-
íu, Austurríki, Hollandi, Sviss,
Tjekkóslóvakíu og Ameríku, en
frá Norðurlöndum er hann til-
lölulega lítill.
Verslun Ilaraldar Árnasonar
er íslenskri kaupmannastjett til
liins mesta sóma og stendur alls
eklci að baki erlendum verslun-
um sömu tegundar, þó vitanlega
sje stærðin rninni en á vöruhús-
um stórborganna. Almenningur
hefir fundið, að verslunin liafði
jafnan smekklegar og vandaðar
vörur að bjóða, og ótrúlega milc-
ið úrval er jafnan til „Hjá Har-
aldi —-