Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1930, Qupperneq 56

Fálkinn - 21.06.1930, Qupperneq 56
56 F Á L K I N N var yfirlitsskýrsla fyrir nokkrum árum, sýndi það sig að þær 10 hafnir á landinu, sem mestur flutningur er til og frá, gáfu sam- tals 1 miljón og 600 þús. krónur í flutningsgjald en þær 10 sem næstar voru að flutningsmagni, gáfu nálega 5 sinnuin minna eða 348 þús. kr. Þá voru eftir 55 hafnir, sem svo lítill flutning- ur var til og frá yfir árið, að all- ar samanlagðar gáfu þær minna flutningsgjald en þessar 10, sem voru næst á undan, eða samtals 340 þús. kr. Af þessu má sjá, að töluvert muni vanta á, að sigl- ingar á hinar smærri liafnir borgi sig fyrir fjelagið, en vegna þess að það er innlent hlutafje- lag, sem landsbúar hafa allir lagt í, hefir fjelagið jafnan talið sjer skylt eftir mætti að sjá öll- um landshlutum fyrir samgöng- um, enda er nú siglt á þær hafn- ir, sem þörf hafa fyrir það, livort sem það borgar sig eða borgar sig ekki. En af þessu leiðir einnig hitt, fjelagið liefir ekki altaf getað borgað hluthöfum arð, en þvi verður ekki neitað, að það hefir borgað landinu arð, sem ekki verður metinn til peninga. Eitt af því sem sannar þetta, er sú staðreynd, að flutningsgjöld og fargjöld með skipum fjelagsins hafa á undanförnum 15 árum numið um 30 miljónum króna. Alt þetta 'fje hefðu landsmenn þurft að greiða til útlanda ef f je- lagið hefði ekki verið til, og sennilega töluvert meira, því eitt af því sem f jelagið hefir fyrst og fremst stuðlað að, er að flutn- ingsgjöld og fargjöld hafa yfir- leitt lialdist lijer lægri en ann- arsstaðar í nálægum löndum. Sem dæmi má nefna, að fargjald frá íslandi til Kaupmannahafn- ar er 150 krónur. Vegalengdin er um 1500 sjómílur, en fyrir vega- lengd, sem er einar 270 sjómíl- ur (Oslo—Khöfn) hefir fargjald- ið með skipum þeim, sem þar sigla til skams tima verið 85 kr. og á vegalengd sem er 380 sjó- mílur (Hull-Hamborg) tekur siglingafjelagið um 66 kr. Sama máli er að gegna með ýms flutn- ingsgjöld, og mætti taka mörg svipuð dæmi á því sviði. Vöruflutningar með skipum fjelagsins milli íslands og út- landa liafa stöðugt aukist, og eiga að sjálfsögðu eftir að aukast eftir því, sem fjelagið eykur skipastól sinn. Síðustu árin sem skýrslur hafa verið teknar (1926—1928) hefir inn og útflutningur aukist úr 40 þús. smálestum i 63 þús. smálestir á ári, og munu þeir enn hafa aukist á síðasta og þessu ári. En þörfin fyrir aukin skipastól er mjög mikil, til þess að geta jafnan fullnægt þeim kröfum, sem vöruflytjendur gera tilfljótr- ar afgreiðslu, en á því hefir stundum borið, að ekki hefir ver- ið unt, einkum þá tíma ársins, sem mest er að flytja, sem sje vor og haust, að fullnægja þeim algjörlega. En eins og skiljanlegt er leiðir hvað af öðru, að því meira og betur sem landsmenn nota is- lensku skipin til ferðalaga og flutninga, þvi fyr og betur er hægt að auka og bæta skipakost- inn svo rætast megi von þeirra, er gengust fyrir stofnun Eim- skipafjelags Islands, að íslend- ingar gætu orðið algjörlega sjálf- um sjer nógir í siglingamálum sínum. Byrjun kvikinyndasýninga hjer á landi var sú, að einstakir menn fóru að fá hingað myndir og sýna þær i leigðu húsnæði öðruhverju, án þess að liægt væri að tala um reglubundnar sýningar, enda voru myndir þeirra tima býsna ófullkomnar á þann mælikvarða, sem nú er lagður á kvikmyndir. En árið 1906 var fyrsta kvik- myndahúsið stofnað í Reykjavik. Árið 1912 hætist Nýja Bíó við, og hefir kvikmyndahúsum höf- uðstaðarins ekki fjölgað síðan. Það var stofnað á fundi 12. apríl 1912, en fyrsta sýning þess var haldin 29. júní sama ár. Stofn- endurnir voru þeir bræður Frið- rik og Sturla Jónssynir, Sveinn Björnsson núverandi sendiherra, Pjetur Gunnarsson, Carl Sæ- mundsen og Pjetur Brynjólfsson ljósmyndari og var hann ráðinn forstjóri stofnunarinnar; gegndi liann þvi starfi þar til i mai næsta ár, en þá tók við danskur maður, Bang að nafni og gegndi hann starfinu þangað til í april næsta ár (1914), að Bjarni Jónsson frá Galtafelli gerðist forstjóri fje- lagsins. Fyrirtækið gekk vel undir stjórn hans og keypti liann sjálf- ur alla hlutina í fjelaginu 8. okt. 1916, og átti fyrirtækið einn næstu fjögur árin. Hafði kvik- myndahúsið frá hyrjun verið í stóra salnum á Hotel ísland, en nú var því húsnæði sagt upp, því taka skyldi það í hótelsins þarf- ir. Var hlutafjeð þá aukið og gekk Guðmundur Jensson inn í f jelagið, sem aðaleigandi til jafns við Bjarna, en nokkrir fleiri eru hluthafar i fjelaginu. Hlutafjár- aukningin var gerð með það fyrir augum, að ráðast í að byggja hús fyrir kvikmyndasýningarn- ar. Var keypt lóð við Austur- stræti, bak við verslun Haraldar Árnasonar og hafist handa um byggingu 8. maí 1919, en 19. júlí árið eftir stóð húsið fúllgert, stærsta samkomuhús bæjarins þá, með sætum fyrir 500 manns og nýtískuútbúnaði á allan hátt. Var bygging þessa húss viðburð- ur í sögu Reykjavíkur, þvi menn höfðu ekki átt að venjast líkum samkomuhúsum og þetta var, með þægilegum stólum, fagurri lýsing, smekklegrí skreyting, rúmgóðum forstofum og anddyr- um og því um líku. Siðan Guðmundur Jensson gekk í fjelagið 1920 hafa þeir Bjarni og liann báðir verið fpr- stjórar kvikmyndahússins og eru enn. Hefir hann því verið for- stjóri þar í tíu ór, en Bjarni í 16. Þó húsið væri bygt á versta tíma og hin fyrstu ár f jelagsins væri á þeim tima, sem f járkrepp- an var hjer mest, tókst þeim fje- lögum að halda öllu í horfi og vinsældir kvikmyndahússins hafa jafnan verið mikíar og afkoma þess góð, þó mjög sje árangur- inn af atvinnurekstri sem þessum misjafn, þvi ekkert er betri mæli- kvarði á hag ahnennings en rekstur kvikmyndahúsanna. — Eins og Nýja Bíó gerði sjer far um að veita gestum sínum vistlega aðbúð meðan það horfir á sýningar, svo hefir það og jafn- an látið sje rant um, að geta boð- ið sem hestar myndir. Það hefir orðið reynslan hjer í Reykjavik, að fólk vill ekki nema góðar myndir, þó hinsvegar komi slundum fyrir, að myndir, sem erlendis háfa fengið mikið lof, fari fyrir ofan garð og neðan hjá öllum þorra kvikmyndagesta hj er. Vinsælastar allra mynda hafa orðið hinar sænsku stórmyndir, sem þeir tóku snillingarnir Vic- tor Sjöström, Brunius og Mau- rits Stiller, en nú eru það eink- um ameríkönsku stórmyndirnar og bestu þýskar myndir, sem drotna á markaðinum, hjer eins og annarsstaðar. Kvikmyndirnar eru allar leigðar frá Iíaupmanna- liöfn, en þó má geta þess, Uð Nýja Bió hefir keypt nokkrar myndir, einkum þær, sem teknar liafa verið hjer á landi; eru Saga Borgarættarinnar, Glataði sonurinn og Hadda Padda meðal þeirra. — Fyrsta myndin, sem sýnd var í Nýja Bíó var „Ves- lingarnir“ eftir Hugo, tekin af Pathé Frerés, fyrsta myndin, sem sýnd var í hinu nýja stórhýsi var Sigrún á Sunnuhvoli, tekin af Brunius eftir sveitasögu Björn- stjerne Björnson og myndin, sem Nýja Bíó sýndi á tíu ára afmæli sínu var „Mesterman“, tekin af Sjöström, með honum sjálfum í aðalhlutverkinu. En mestum vin- sældum hefir „Saga Borgarættar- innar“ átt að fagna, enda voru þar íslenskir leikendur í mörgum hlutverkunum. Hinn 19. júlí þ. á. verður nýja hús Nýja Bíó tíu ára. Fjelagið hefir jafnan sett marlcið hátt og jafnan fylgst með kröfum tim- ans. — Síðan Nýja Bíó tók til starfa vorið 1912 liefir það haldið um 7500 sýningar og sýnt alt að 2000 myndir. Meðal þeirra er allmikið af fræðimyndum og er það ekki smáræði, sem sýnt liefir verið á hvíta tjaldinu á umliðnum árum, auk þess semalmennkvikmynda- leikrit hafa ávalt mikinn fróðleik að geyma um líf og siði erlendra þjóða. Kvikmyndirnar hafa opn- að almenningi útsýn yfir veröld- ina og sá sem situr i kvikmynda- húsi getur eigi siður en bókles- andi setið „---— kyr á sama stað og samt að vera að ferðast“.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.