Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1930, Page 60

Fálkinn - 21.06.1930, Page 60
60 F Á L K I N N V ÖRUHÚSIÐ. Hinn 11. apríl 1911 kom út- lendur maður hingað til höfuð- staðarins, öllum ókunnur. Hann leigði sjer húsnæði í „Herdísar Vöruhúsið i dag. Benediktsen-húsi“ svokölluðu, sem stóð við Austurstræti, næst fyrir austan ísafoldarprent- smiðju, og tók þegar að versla með allskonar prjónavörur aðal- lega. Verslunina nefndi hann Vöruhúsið, en maðurinn lijet J. L. Jensen Bjerg og var danskur, ættaður frá Bording á Jótlandi. . Almenningur lærði brátt að rata í þessa verslu þó hún væri ekki stór, hvað húsakynni snerti. Því liúsið var lítið, og aðeins ann- ar endi þess á stofuhæð notaður fyrir búð. En fólk þóttist brátt fá þá reynslu, að á þessum stað fengi það meiri vörur og vöru- gæði fvrir peninga sína en víðast annarsstaðar. Nafnið, sem Jensen Bjerg liafði vahð verslun sinni var einfalt og festist fljótt í munni og minni og orðtakið, sem þessi nýi kaupmaður tók sjer: „Hjer er engum lánað, en hjer er selt ódýrt“ reyndist svo, að íslend- ingar, sem þó höfðu átt skulda- verslun að venjast kynslóð fram af kynslóð, fyrrum, sýndu það með viðtökum þeim, sem versl- unin fjekk þegar í byrjun, að þorri almennings vill heldur kaupa ódýrt en fá lánað. Því að Vöruhúsið fór brátt stækkandi. Húsakynnin í gamla húsiriu urðu hrátt lítil, — versl- unin sprengdi þau utan af sjer. Það var eftirspurn eftir fleiru en prjónlesi í þessari nýju búð og varð því að færa út kvíarnar. Tók því Jensen Bjerg á leigu þann hluta stofuhæðarinnar á Hotel fslands, sem nú ullarvörudeild Vöruhússins er í, og bætti jafn- framt við sig nýjum vöruflokk- um, fyrst tilbúnum karlmanna- fatnaði og allskonar klæðavörum fyrir karlmenn. Flutti liannversl- un sína i þau húsalcynni árið 1913, en liús það, sem hann hafði byrjað í verslun sína brann skömmu síðar, í Reykjavíkur- brunanum mikla i febrúar 1915, þegar stærstu hús Reykjavíkur brunnu til kaldra kola á einni nóttu, svo sem Hótel Reykja- vík, Landsbankinn og verslunar- liús Ásgeirs Sigurðssonar og Gunnars Gunnarssonar ásamt versluninni Godthaab, en Ingólfs- livoll skemdist mikið. Er það J. L. Jensen Bjerg. mesti bruni, sem saga Reykjavík- ur hermir frá. Enn varð of þröngt um Vöru- húsið í þeim liúsakynnum, sem það hafði fengið 1918 og þess- vegna keypti Jensen Bjerg alla hina xniklu húseign er færi bauðst, árið 1918. Þegar á næsta ári tók hann til notkunar alt það húsnæði á neðstu hæð, sem það hefir nú, með því að vörutegund- um sem verslunin liafði á hoð- stólum hafði fjölgað og fyrver- andi húsnæði var orðið of lítið. Við deildir þær sem fyrir voru, og þegar eru nefndar, var bætt m. a. deild fyrir rúmfatnað allan, gólfdúka og gólfteppadeild, álna- vörudeild og sjerdeild fyrir út- búnað til ferðalaga, bæði ferða- fatnað og áhöld ýms. Aulc þess hefir verslunin haft á boðstólum smávörur allskonar og alt annað, sem lcvenfólk þarf til handa- vinnu sinnar, svo sem efni til prjónavöru, heklunar og annara hannyrða. í stuttu máli hefir Vöruliúsið flest það á boðstólum, sem utan á likamann verður lát- ið, en ekkert af því, sem í liann er látið. Þess eru fá dæmi, að verslun í Reykjavík hafi svo skjótt náð almennum vinsældum fólks, sem Vöruhúsið gerði. Það var vanda- verk fyrir útlendan mann að að korna fótum undir verslun einmitt á þeim árum, sem fslend- ingar voru sjálfir sem óðast að efla innlenda verslunarstjett, en að þetta tókst svo vel sem raun varð á um Jensen Bjerg, er að þakka persónulegum eiginleikum mannsins sjálfs. Hann bygði starfsemi sína á því aðal boðorði, að millihðurinn milh framleið- anda og notanda vörunnar ætti að geta verið sem ódýrastur á verki sínu, og á þann hátt geta boðið góða vöru fyrir lágt verð. Honum fanst það ósvífni við heiðvirða kaupendur, að reka vcrslun á þeim grundvelli, að skilvísir kaupendur greiddu fje fyrir óskilvísi annara. — En bak við þessar grundvallarreglur stóð maður, sem samlagaðist fljótt fs- lendingum og átti margt skylt með þeim. Jensen Bjerg varð vinsæll maður af öllum þeim, sem höfðu viðkynning af honum. Vöruhúsið árið 1911. Þó að Jensen Bjerg hefði ærið umsvifamiklu starfi að gegna, sem forstöðumaður Vöruhússins vanst honmn þó tími til ýmislegs annars. Má þar fyrst og fremst nefna rekstur gistihússins Hotel ísland. Tók hann sjálfur að sjer rekstur þess uixdir eins og út- runninn var leigumáli þess gest- gjafa, sem liafði gistihúsið á leigu þegar Jensen Bjerg keypti. Ljet hann sjer mjög hugarhaldið um, að liafa rekstur þess í sem bestu lagi og ljet m. a. endurbæta öll gestaherbergin, og endurbæta veitingaskálana. En eftir fráfall lians keypti A. Rosenberg gest- gjafi húseignina og rekur gisti- liúsið síðan en Vöruliúsið ræður yfir sama plássi og það þafði áður. Jensen Bjerg veiktist skyndi- lega í byrjun desemher 1927 og dó 11. desember 1927, aðeins 47 ára gamall, fæddur 13. nóvbr. 1880. Tók þá við stjórn verslun- arinnar Árni Árnason, sem verið liafði fulltrúi Vöruhússins frá því í byrjuix ársins 1921, og veitir hann versluninni forstöðu nú, en eigandinn er frú M. Jensen Bjerg, ekkja stofnandans. Vöruhúsið er ein af stærstu verslunum landsins i sinni grein og er þó ekki nema rúmlega nítján ára gömul. Er þó sam- lcepnin mikil einmitt í þeirri grein verslunar. En innflutning- ur klæðavöru hefir aukist stór- lega á siðustu áratugum, með því að nú liefir að mestu leyti lagst niður innlend framleiðslaáprjón- lési og öðrum fatnaði. Framan af árunum voru erlend viðskiftasambönd Vöruhússins einkum í Danmörku. En á síðari árum hafa þau færst mikið til Englands og Þýskalands og þaðan kemur nú þorrinn af þeim vörum er það selur. Geta má þess, að Vöruhúsið hefir sölu á vörum danska verslunarhússins fræga Magasin du Nord í Kaupxnanna- höfn, sem liefir fjölda útbúa á Norðurlöndum. Vöruhúsið mun fraxnvegis fylgja þvi kjörorði sínu, að selja vandaðar vörur með lægsta verði og má eflaust vænta hins sama trausts almennings á komandi ár- um eins og lringað til.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.