Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1930, Qupperneq 61

Fálkinn - 21.06.1930, Qupperneq 61
F Á L K I N N 61 H.f. Kol & Salt. Hin stórvaxandi útgerð síðari ára hefir gert byltingu í ýmsum dálkum verslunarskýrslnanna. Sem dæmi má nefna, að á árun- um 1921—25 óx innflutningur kola úr 40 þúsund upp i 150 þús- und smálestir og salts úr 32 upp í 81 þúsund smálestir. En þetta eru stærstu innflutningsliðirnir, sem varða rekstur fiski-eimskipa. Á fyrri árum togaraútvegsins liöfðu flestir útgerðarmenn keypt kol sín og salt hver fyrir sig hjá ýmsum firmum erlendis. Ýmsum var Ijóst, að líklegt væri að hægt væri að ná stórum betri kjörum um kaup á þessum vör- um, ef útgerðarmennirnir sam- einuðu sig um kaup á þeim og stofnuðu fjelag til þess. Urðu þeir Jes Zimsen, Hjalti Jónsson, Halldór Þorsteinsson, Þorsteinn Þorsteinsson og Guðm. lieitinn Olsen til þess, að boða nokkra útgerðarmenn til fundar um þetta mál og varð það ofan á, að fjelag var stofnað til þess að reka verslun með ofangreindar vörutegundir, í sama mánuði. Var það hlutafjelag, og bygð- ist á þeirri aðalreglu, að útgerð- arfjelög þau, sem að því stóðu, skyldu leggja fram hlutafjeð að tiltölu við skipastól sinn. Stofn- endur urðu, auk framangreindra manna: G. Copland, Th. Thor- steinsson, Magnús Magnússon, Pjetur Jónsson, Chr. Zimsen, Sig- hvatur Bjarnason, Jón Ólafsson og Eggert Claessenl Hlutafjeð varð þá kr. 176.00.00. Fyrstu stjórn fjelagsins skip- uðu þeir Hjalti Jónsson, Guðm. Olsen og Geo Copland og varð Hjalti formaður hennar og gegndi því starfi til 1924. Guðm. Olsen gekk úr stjórninni 1917 og tók þá sæti þar Jón Ólafsson. 1 stjórninni hafa setið m. a. Th. Thorsteinsson, Christen Zimsen, sem var formaður hennar 1924— 28, Þorsteinn Þorsteinsson, Hall- dór Þorsteinsson og Eggert Cla- essen. Sem stendur sitja þessir menn í stjórn: Eggert Claessen formaður, (siðan 1928), Chr. Zimsen, (síðan 1919) og Þor- steinn Þorsteinsson í Þórshamri (síðan 1924). Fjelagið rjeði'sem fyrsta fram- kvæmdastjóra sinn Ólaf Briem, sem gegndi því starfi til 1. júlí 1918, að liann haðst undan því. Ólafur sýndi frábæran dugnað i að koma starfi fyrirtækisins í gott horf. Keypti fjelagið kola- hirgðir og áliöld dánarhús Björns heitins Guðmundssonar, sem Chr. Zimsen, þáverandi formað- ur, fjelaginu, það sem eftir var ársins, en frá ársbyrjun 1921 var Theodor Jakobsson ráðinn fram- kvæmdastjóri Jiess og var þangað til 1924, að núverandi fram- kvæmdastjóri, Hjalti Jónsson tók við stjórn fjelagsins. Þó fjelagið væri í fyrstu stofn- að með það fyrir augum fyrst og fremst, að sjá útgerðarfjelögum þeim, sem að því stóðu og bæjar- húum Reykjavíkur fyrir kolum, þá færðust viðskiftin fljótt í það horf, að fjöldi annara keyptu kol sin þar. Hefir því stór hluti af kolaverslun landsins jafnan ver- ið í höndum þessa fjelags. Sama er að segja um saltið, en inn- flutningur þess fer stórvaxandi IJjalti Jónsson. „Hegr inn“. rekið hafði hina stærstu kola- verslun í Reykjavík á undanförn- um árum. Verslun fyrirtækisins varð hrátt mikil, enda slóðu að því flest útgerðarfjelög í bænum, svo sem ísland, Bragi, Defensor, Njörður, Haukur og Alliance, og skiftu þau vitanlega við fjelagið. En Kolaverslun Björns Guð- mundssonar hafði áður sjeð mestum hluta bæjarhúa fyrir kolum til liúsa og færðust þau viðskifti sjálfkrafa yfir á hið nýja fjelag. Saltverslunin varð líka fljótlega mikil og varð fje- lag þetta brátt hin stærsta versl- un landsins í þeim greinum, eins og enn er. Þegar Ólafur Briem ljet af f r amkvæm das t j ór n f j elagsins. var Böðvar heitinn Kristjánsson, þáverandi adjunkt ráðinn fram- kvæmdastjóri fjelagsins. Gegndi hann því starfi til dauðadags eða fram á vorið 1920. Sljórnaði og er öruggur mælikverði á hina vaxandi framleiðslu sjávarút- vegsins. Eitt af merkustu nýmælum, sem Kol & Salt hefir hrundið i framkvæmd er útvegun liins mikla kolakrana við höfnina í Reykjavík. Uppskipun kola var lijer lengi i megnasta ólagi og þótti flestum leiðinleg sjón í gamla daga að sjá konur og karla rogast með kolapokana á bakinu upp bryggjurnar, á leið milli uppskipunarbáta og koia- ports. Að vísu hafði vinnulagið færst i nokkru betra lag eftir að höfnin kom og hestvagnar voru þá einkanlega notaðir við kola- flutninginn, en mjög var þessu þó ábótavant. Það mun hafa ver- ið Hjalti Jónsson framkvæmda- stjóri, sem átti upptökin að þessu nýmæli og fól fjelagsstjórnin honum að koma því í fram- kvæmd. Kraninn var full- gerður í marzmánuði 1927 og hlaut nafninð „Hegrinn". Kost- aði hann uppkominn uln 383 þús- und krónur. Verður ekki annað sagt, en að hann liafi orðið eigi aðeins fjelaginu til hagsbóta, heldur hefir liann jafnframt komið höfninni í góðar þarfir, með því að flýta fyrir losun kola- skipa og flytja kol milli skipa; er þetta hægt þó að skipið liggi ekki við bryggju. Getur hann los- að um 750 smálestir af kolum á sólarhring. Vinnur hann ekki að- eins að uppskipun kola fjelagsins lieldur fá aðrir innflytjendur kola hann líka oft til að skipa upp kolum fyrir sig. Lengst af flutti fjelagið nær eingöngu inn ensk kol, sjer i lagi South Yorkshire-kol og eru þau mestmegnis flutt liingað frá Hull og öðrum höfnum við Humber- fljót. En þegar kolaverkfallið mikla skall á 1926 varð að leita annara leiða til þess að bæta úr þörfinni, því kolalausir geta Is- lendingar ekki verið. Var þá leit- að fyrir sjer víða og sú raun varð á, að í Póllandi fengust kol, sem líkjast mjög þeim ensku kol- um er menn vildu helst og síð- an sú aðflutningsleið hófst hefir hún lialdist og flytja íslendingar nú inn svo um munar af pólsk- um kolum, þó enslci aðflutning- urinn sje að visu mildu meiri. Kol & Salt liefir oft alt qð 12.000 smálestir kola fyrirliggjandi og síðasta ár flutti fjelagið inn yfir 30.000 smálestir kola. Saltið flytur fjelagið inn frá ýmsum Mið j arðarhaf shöf num. Eru saltgeymsluhús fjelagsins á austur-hafnaruppfyllingunni og rúma þau nálægt 6000 smálest- ir. Innflutningur fjelagsins af salti var um 18.000 smálestir síðasta árið. Eins og áður er getið var hluta- fje fjelagsins í upphafi kr. 176. 000.00 en árið 1922 var það auk- ið upp í 350.000.00. Loks var það aukið aftur um kr. 62.000.00 ár- ið 1926, með tilliti til kolakran- ans, sem þá var verið að kaupa og varð þá kr. 412.000.00 og er enn. Núverandi framkvæmdastjóri fjelagsins kemur mjög við sögn útgerðarinnar og hefir fylgst með henni í öllum myndum og ver- ið einn hinna miklu starfsmanna á hennar sviði. Hjalti Jónsson er fæddur 15. apríl 1869. Hafa vin- sældir þessa fyrirtækis vaxið mjög í stjórnartið hans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.