Fálkinn - 21.06.1930, Page 65
F Á L K I N N
65
snuprur fyrir að vilja kaupa svo
stóra lóð, sem þessa (hún kostaði
tæp 22 þús. kr.). En nú er komið
á daginn, að lóðin er of lítil, hún
niá heita fullnotuð nú þegar, þó
fjelagið hafi ekki lifað fullan
aldarf jórðung.
Ýmsir Reykvíkingartókustofn-
un Sláturfjelagsins fálega i
fyrstu. Töldu það einskonar sam-
særi bænda gegn kaupstaðarbú-
nm, stæling á „hringunum“ i
Ameríku og tilganginn þann ein-
an, að liækka kjötverðið úr hófi.
Studdu menn þessa skoðun eink-
um við það, að fjelagið tólc á
leigu kjötbúðir tveggja kaup-
manna hjer, sem áður höfðu haft
mikla kjötverslun: Thomsens
Magasin og Jóns Þórðarsonar.
Fyrnefndu húðina rekur fjelagið
enn í dag í liúsi Helga Magnús-
sonar & Co. í Hafnarstræti, en
þá síðari seldi það á leigu Tómasi
Jónssyni kaupmanni, er þá stofn-
aði matarverslun sína. Eftir þvi
sem bærinn stækkaði óx þörfin
á að liafa kjötverslun i austur-
hænum og var Matarbúðin,
Laugaveg 42 því sett á stofn 1924
og er Sláturf jelagið fór að leggja
rækt við að kenna bæjarbúum
að nota hrossakjöt til matar, var
sett upp Hrossadeildin á Njáls-
götu 23, árið 1928. Þannig eru
sölubúðir fjelagsins nú þrjár í
Reykjavík, auk búðarinnar i slát-
urhúsinu sjálfu, sem aðeins starf-
ar í sláturtíðinni og selur nær
eingöngu kjöt í heilum krofum.
Framkvæmdarstjóri fjelagsins
var ráðinn Hannes Thorarensen
þáverandi verslunarstj óri í Thom-
sens-verslun og tólc hann við
starfi sínu hjá fjelaginu i sept-
emberbyrjun 1907. Frá hinu
fyrra starfi sínu var hann gagn-
kunnugur fjölda bænda af fje-
lagssvæðinu, vinsæll maður með
afbrigðum og gætinn og reyndur
kaupsýslumaður. Gat fjelagið
ekki kosið sjer betri mann til
þess að fleyta fjelaginu yfir örð-
ngleika byrjunaráranna, sem
lilutu að verða miklir og marg-
víslegir. Gegndi liann forstjóra-
starfinu til ársins 1924, að hann
tók að sjer Vínverslunina i
Reykjavík. Eftirmaður hans varð
núverandi forstjóri fjelagsins,
Helgi Bergs. Hafði liann verið
starfsmaður fjelagsins frá þvi
haustið 1910 (tvö fyrstu árin þó
aðeins á vetrum).
Slátrari var ráðinn Tómas
Tómasson og hafði hann numið
iðn sína i sláturhúsi í Danmörku
og mun vera fyrsti „faglærði“
slátrari landsins.
1 sláturhúsinu er hægt að
slátra 12—14000 fjár á dag, en
þjett verður að vera áskipað i
fláningarklefunum ef dagslátrun
fer mikið fram úr 1200. Kjötskál-
inn, þar sem kjötið er hengt upp
til þess að stirðna og kælast tek-
ur um 15 hundruð kroppa. Lengi
framan af þurfti að taka livern
kropp og bera hann að slánni,
þar sem liann átti að vera, en
1928 var tekið upp nýtísku fyrir-
komulag, rennislár svokallaðar.
Með þeim vinst það, að liægt er
að hengja kjötið upp á sama
stað, en renna krókunum síðan á
sinn stað eftir járnslám um alt
húsið og er að þessu hinn mesti
Hannes Thorarensen, fyrsti forstjóri
fjelagsins.
vinnusparnaður auk þess, sem
það fullnægir kröfum tímans að
því er snertir aukið hreinlæti og
sem minst handfjatl á kjötinu. Á
ákveðnum stað á leiðinni eftir
slánum vigtast kropparnir sjálf-
krafa, og jafnframteruþeirflokk-
aðir og þaðan rent á ákveðnar slár
fyrir livern flokk o. s. frv. Kropp-
arnir fara allir um sömu „mið-
stöðina“ á leiðinni, eins og vagn-
ar á járnbrautarlest. Árið 1924
hafði verið sett loft í kjötskál-
Dósagerö niðursuðiwerksmiðjiinnar.
Niðursuðuverksmiðjan erm tó k til starfa síðastliðið haust.
ann, svo að liúsrými óx nær því
til helminga.
ÚTBÚIN. Á öðru starfsári fje-
lagsins var nokkur hluti af slát-
urliúsinu i Borgarnesi bygður og
Helgi Bcrgs, núverandi forstjóri
fjelagsins.
hófst slátrun þar liaustið 1908.
Útbústjóri þar var Hjörtur
Snorrason, síðar alþm. Með þess-
ari tilstofnun var ráðin bót á
miklu meini: fjarlægðinni frá
sláturstaðnum, hjá ýmsum fjár-
ríkustu sveitum landsins. Það
getur liver maður skilið, að fjeð
rýrnaði við að vera rekið dag
eftir dag i misjöfnu veðri, að ó-
gleymdum þeim pyndingum, sem
þessu var samfara. Sláturliúsið
í Borgarnesi var stækkað og
slátrun var þar ætíð mikil. En
árið 1920 gengu Mýramenn (og
suðurhluti Hnappdæla) og nyrðri
hluti Borgarfjarðarsýslu úr fje-
laginu og stofnuðu Sláturfjelag
Borgfirðinga. Keyptu þeir þá
eignir Sláturfjelags Suðurlands
i Borgarnesi.
Skaftfellingar voru líka ærið
fjarri sláturhúsinu í Reykjavík,
því það þykir löng leið lausríð-
andi til Reykjavikur alla leið
austan úr Fljótshverfi, hvað þá
fyrir fjárrekstur. Það leið því
ekki á löngu þangað til Skaft-
fellingar fóru að mælasl til að
fá sláturdeild í Vík og árið 1911
er talið, að fyrst hafi verið slátr-
að þar á vegum fjelagsins; þó
var það ekki nema um 400 fjár.
En slátrun þar eystra óx hrað-
fara, eftir að fjelagið hafði tek-
ið á leigu húsnæði fyrir slátur-
hús og ráðið þangað útbússtjóra.
Var fyrstur útbússtjóri þar Páll
Ólafsson á Heiði, þá Guðmundur
Þorbjarnarson á Hvoli, en síðan
1918, Lárus Helgason alþm. á
Klaustri. Hafði hann verið um-
sjónarmaður slátrunar i Reykja-
vík i mörg ár.
Samkvæmt beiðni hlutaðeig-
andi bænda, hefir sláturfjelagið
leyft slátrun í sveit á þremur
stöðum. Þannig var slátrað að
Minni-Borg í Grímsnesi i nokkur
ár og einnig fer slátrun fram á
tveimur stöðum í Rangárvalla
sýslu: Djúpadal og Rauðalæk. Er
kjötið flutt þaðan jafnóðum á
lúfreiðum hingað. — Þá hefir
einnig verið slátrað á Akranesi
tvö siðustu ár; er þar gott frysti-
hús, sem geymir ketið og er það
flutt liingað fryst i frystihús fje-
lagsins lijer, þegar kemur fram
á veturinn.
MARKAÐURINN. Þangað til
1913, að frystihúsið var sett upp
lijer var mikill hluti kjötsins
saltaður til útflutnings. Var aðal-
markaðurinn i Danmörku og
sýndi umboðsmaður fjelagsins
þar, A. C. Larsen kaupmaður í
Esbjerg mikinn dugnað í því að
efla liann. Og nú breyttist álit á
íslensku saltkjöti i Danmörku.
Sláturfjelagið tók upp nýja með-
í'erð á saltkjötinu að öllu lej'ti,
og ávann það sjer besta orð í
Danmörku og sæmilegt verð
fjekst fyrir það. I þessu vann fje-
lagið mikinn sigur: Því tókst að
vinna vörunni álit, en einmitt
vöruvöndunin var einn mildls-
verður liður í tilgangi fjelagsins.
— Larsen skildi við f jelagið með
dálítið ógeðfeldu móti og
skömmu síðar skall stríðið á og
danski markaðurinn lokaðist.
Síðan hefir Noregur verið aðal
markaðslandið fyrir íslenskt salt-
kjöt. En nú er svo komið að
sláturfjelagið notar ekki útlenda
markaðinn; af þeim 36.565 fjár,
sem slátrað var í haust, var ekki
ein tunna söltuð til útflutnings.
Reykjavik er orðin stór og f jelag-
ið liefir verið athafnasamt um
að framleiða kjötafurðir i sem