Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1930, Qupperneq 66

Fálkinn - 21.06.1930, Qupperneq 66
66 F Á L K I N N flestum myndum, til þess að forða þjóöinni frá hinum mikla innflutningi, sem verið hefir hingað til af ýmsum vörutegund- um, sem framleiddar eru úr kjöti. Og vikur þá söguni að því. KJÖTMETISGERÐ. Þegar í upphafi fór fjelagið að leggja stund á bjúgnagerð allskonar og hafði í fyrstu til þess áhöld þau, sem það liafði keypt af slátur- vörudeild Tliomsens. Jafnframt kom það upp reykhúsi. Þessi starfsemi hefir jafnan verið merkilegur liður í atliöfnum fje- lagsins og haldið í margar krón- ur, sem annars liefðu runnið í vasa annara þjóða. Kjötið berst að örstuttan tíma á árinu, og var því nauðsynlegt að hægt væri að geyma það sem nýmeti. Þessvegna var ráðist í hyggingu frystihússins. Með því opnaðist almenningi leið að nýju kjöti allan veturinn og auk þess fjekk fjelagið grundvöll til þess að reka iðnstarfsemi sína á lengri tima úr árinu en ella, þó mest kveði vitanlega að henni upp úr sláturtíðinni. Frystihúsið var bygt 1913 og aukið 1929, eins og áður er sagt og liefir reynst ágætlega. Árið 1910 byrjaði fjelagið nið- ursuðu og keypti til þess vjelar frá verksmiðjunni „ísland“ á ísafirði. Hefir hún jafnan verið rekin nokkuð, þrátt fyrir óhent- ug liúsakynni. En á síðasta ári var hin nýja niðursuðuverk- smiðja fjelagsins fullgerð, búin liinum allra fullkomnustu tækj- um til niðursuðu og dósagerðar og húsnæðið sjálft eftir ströng- ustu kröfum nútímans. Hve stór þáttur iðnstarfsemi fjelagsins er, má marka af því, að á síðasta hausti keypti fjelagið um 466 smálestir af kindaketi. Af því fór hátt á 2. hundrað smál. í fryst- ingu, soðið var 30% smál. af kæfu, ýmist í dósir eða smápoka, 42 smál. fóru í pylsur og kjöt- deig, en reyktar voru 35 smál. af kjöti og bjúgum. — Þessi starfsemi fjelagsins er þvi orð- in mikill þáttur í starfinu, og það er ekki aðeins verslun heldur líka iðnaður. Fjelagið hefir auk sláturfjár lengst af keypt aðrar bændaaf- urðir, svo sem smjör, lax, liangi- kjöt, kæfu, grænmeti, rjúpur og skyr. Fjelagið hefir jafnan rækt vel boðorð það, sem það setti sjer i fyrstu um vöruvöndun. Á sama liátt og því tókst að ryðja kjöt- inu braut erlendis, svo hafa og iðnvörur þess náð miklu áliti og standa fyllilega á sporði sams- konar vörum erlendum, og sýnir þetta að efnið, sem úr er unnið, íslenska kjötið, er ekki verra en annað, ef rjetlilega er með það farið. VIÐSKIFTAMAGNIÐ. Tölu sláturfjár í Reykjavík, Borgar- nesi (til 1920) og Vík, má sjá af töflunni, sem fer hjer á eftir, en í aftasta dálki er tala nautgripa, sem slátrað hefir verið í Reykja- vík. Síðan hrosadeildin tók til starfa hefir líka verið slátrað hátt á þriðja hundrað hrossum hvort árið, en áður voru þau miklu færri, og einnig er jafnan slátr- að nokkru af svínum. Slátrun Sauðfjenaður Naut- Ár Rvík Bgnes Vík gripir 1907 .... 9591 10 1908 .... 13826 6648 286 1909 .... 11393 8523 303 1910 .... 14573 10892 397 1911 .... 17345 13287 400 448 1912 .... 17126 15485 576 420 1913 .... 39571 20303 2636 596 1914 .... 19266 16318 2262 333 1915 .... 20803 15472 2611 251 1916 .... 24251 20756 6088 520 1917 .... 15192 21398 4142 262 1918 .... 32229 29226 14012 314 1919 .... 32270 24038 11163 323 1920 .... 33004 8604 296 1921 .... 19006 10852 361 1922 .... 24466 11357 318 1923 .... 19258 9654 254 1924 .... 28226 12965 435 1925 .... 30229 11059 381 1926 .... 28705 11013 274 1927 .... 28859 12541 434 1928 .... 36527 12329 639 1929 .... 36565 9971 411 552281 202346 154235 8266 SlátraS sauðfje alls: 908.862. Verðmagn afurðanna hefir verið mjög breytilegt og er ekki hægt að byggja á því ályktanir um raunverulegt vöruverð, nema tillit sje tekið til verðbreytinga peninganna, eftir að stríð hófst. Hæst varð viðskiftaveltan árið 1918, þá borgaði fjelagið út 3.093.624 kr. fyrir sláturfjenað. Að öðru leyti sjest fjárverðið á eftirfarandi yfirliti og eru þar teknar tölur á 5 ára fresti: 1907 ............. 112595, 89. 1910 ............. 2G4062, 56. 1915 ............. 715284, 88. 1920 ............ 1424055, 45. 1925 ............ 1216924, 65. 1929 ............ 1011396, 92. FJÁRI4AGUR. Fjelagið var reist á hreinum samvinnugrund- velli, þannig að allur arður af rekstrinum kæmi fjelagsmönn- um til góða í rjettu hlutfalli við verslun þeirra í fjelaginu, en stofnframlag meðlima skyldi renna í sjerstakan stofnsjóð. Fyrst framan af var sú tilhögun höfð að bændum var áætlað á- kveðið verð í samræmi við vænt- anlegt söluverð, en % haldið eft- ir fyrir tilkostnaði og væntan- legum afföllum frá markaðsá- ætlun, þangað til varan væri öll seld og reikningar gerðir upp til fulls, og var þá borgað út það sem afgangs var, eftir að lagt hafði verið til sjóða eins og sam- þyktir mæltu fyrir. Hjelst þessi tilhögun til 1923 að hætt var að halda eftir nema y10 en á sið- asta ári var tilhöguninni breytt svo, að nú greiðast ákveðin slát- urlaun á liverja kind en 3% af reikningsupphæð er haldið eftir fyrir reksturskostnaði. Eftir að ársreikningur er fullgerður, er fjelögum svo greidd uppbót,efút- koma hefir orðið betri en áætlað var. T. d. fá fjelagar greidda gæruuppbót er nemur 7% af sauðfjárverði, fyrir síðasta ár, eða 4% meira en haldið var eft- ir fyrir reksturskostnaði. Húseignir fjelagsins í Reykja- vik eru virtar á 277 þúsund kr. samkvæmt fasteignamati, en 0 c* 5 cr- CT' n CT' * QT' (S? CT' o- w cr o CT- O? /0 'V- S; .' 4 ■y ■ ■; 9 *r • ‘ \ -, ■ t 8 -1 ':\j. •■•j —1 ■7 í\:' ,4 t _/ ... L ^ j ‘ ’ 1 wl '.,: ■T J 1 ! i i“1 .M ,i •■ : i.-v' V í'í p:. 'f ' C: : ‘’i ; / • í'-!' • 'Í 3 I !-r 1 ! {»■:! Ö iif 1 -!. .4 ■.;. l • i ctti .; D 1 . V-„ /í t 't - I v r r-i" / ■ y o Ví ‘.'I tUT ?;■} 2 Línurit sem sýnir aukning niður- suðunnar frá byrjun til síðustu ársloka. þar með eru ekki taldar nein- ar vjelar eða öhöld. Varasjóður fjelagsins er nú orðinn rúm 206 þús. kr., stofnsjóður 124% þús. en aðrir sjóðir um 23 þús. kr. Stendur liagur fjelagsins með rniklum blóma. STJÓRN. Formaður fjelagsins hefir frá fyrstu verið Ágúst Helgason í Birtingaholti, sem var einn af aðalhvatamönnum til stofnunarinnar. Hefir hann unnið fjelaginu þarft verk og verið vakinn og sofinn í að efla ■'ælferð þess. Með formanni hafa þessir setið í stjórninni: Fyrir Vestur-Skaftafellssýslu: Páll Ólafsson á Heiði 1907—15, síðan Lárus Helgason alþm. á Kirkjubæjarklaustri. Fyrir Rangárvallasýslu: Egg- ert Pálsson prófastur og Þórður Guðmundsson í Hala 1907—14, Guðjón Jónsson í Ási 1914—21, Jónas Árnason á Reynifelli 1914 — 19, Ingimundur Benedikts- son í Kaldárholti 1919—21, en síðan 1921 Einar Jónsson alþm. á Geldingalæk og Guðm. Þor- bjarnarson á Stóra-Hofi, sem enn sitja í stjórninni. Fyrir Árnessýslu: Ágúst Helga- son, altaf, Vigfús Guðmundsson i Haga 1907—10, síra Ólafur Sæ- mundsson í Hraungerði 1910—12 og Guðm. Erlendsson í Skipholti síðan 1912. Fyrir Kjósar- og Gullbringu- sýslu: Björn Bjarnarson í Graf- arholti 1907—21, Bogi Þórðarson á Lágafelli 1921—24 og siðan 1924 Kolheinn Högnason i Kolla- firði. FyrirBorgarf jarðarsýslu: Hjört- ur Snorrason á Slceljabrekku 1907—15, Jón Hannesson í Deild- artungu 1915—20. Þá gekk nolck- ur hluti sýslunnar úr fjelaginu, en suðurhrepparnir, sem enn eru i fjelaginu kusu Bjarna hrepp- stjóra Bjarnason fulltrúa 1921— 28, en eftir hann Pjetur Ottesen alþm. 1928—30. Fyrir Mýrasýslu: Guðmundur Ólafsson á Lundum 1907—19 og Davið Þorsteinsson á Arnbjarg- arlæk 1919—20. Endurskoðendur fjelagsins liafa alla tíð verið Eggert Bene- diktsson í Laugardælum og Ólaf- ur Ólafsson í Lindarbæ. Erfiðleikar voru ýmsir hjá fje- laginu hin fyrstu ár, eins og oft- ast þegar hrinda á nýmæli i fram- kvæmd. En fjelagsmenn liafa sigrast á þeim, og fjelagið stend- ur nú föstum fótum og getur með ánægju rent liuganum yfir liðin 23 ár. Það hefir brotið isinn: kjötverslunin er orðin alt önnur en hún áður var og varan sjálf alt önnur. Og fjelagið hefir lagt undir sig starfsvið, sem útlend- ingar voru einir á áður: sýnt að hægt er að búa til „dósamat“ hjer á landi og liagnýta ýmislegt það, sem áðUr var talið einskis virði, t. d. garnirnar. Það hefir ástund- að efling bændastjettarinnar og bætt þjóðarliaginn um leið og stendur nú reiðuhúið til að starfa áfram að þjóðþrifum á sínu sviði. Kjöt til niðursuðu tekið af beinunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.