Fálkinn - 21.06.1930, Qupperneq 68
G8
FALKINN
HLJÓÐFÆRAHÚS
BEYKJAVÍKUB
var stofnað haustið 1916 af núverandi
eiganda, frú Önnu Friðriksson og var
fyrst um sinn til húsa við liorniÖ á
Templarasundi og Kirkjutorgi. Ekki
voru vörurnar margbreyttar þá, að-
eins píanó, orgel og nótur. Þá var
engin sjerverslun hjer á landi í þess-
ari grein. Stærri hljóðfæri voru pönt-
uð beina leið frá verksmiðjunum og
nótur seldar hjá bóksölum. 1918 flutti
verslunin í suðvesturhorn „Hótel ís-
land“, þar sem nú er Vöruhúsið. Þá
voru vörur orðnar margbreyttari,
grammófónar, plötur, harmónikur,
munnhörpur, fiðlur o. fl. höfðu bæst
við. 1919 flutti verslunin í húsið nr.
18 við Laugaveg. Hafði verslunin þá
fengið einkaumboð fyrir ýmsar verk-
smiðjur úti í heimi, svo sem
POLYPHONWERKE í Berlín o. fl.
Haustið 1922 bætti verslunin við sig
sjerdeild fyrir fínni leðurvörur og
tók undir hana sjerslaka verslunar-
búð í sama húsi. Sumarið 1924 flutti
verslunin í húsið nr. 1. við Austur-
stræti („Veltuna") gegnt „Hotel Is-
land“ og hefir verið þar síðan.
HLJÓÐFÆRAHÚSIÐ er stærsta
sjerverslun á íslandi í þessari grein.
Hefir það vaxið geysilega á síðari ár-
um og hefir orðið að bæta við sig
sjerstakri deild fyrir stærri hl.jóð-
færi, pianó og orgel. Er sú deild í
húsinu nr. 1 við Veltusund. Er það
einnig nótnadeild. Þar eru sýnd
stærri hljóðfæri. Eru þau þar í
tveim stórum verslunarherbergjum
með stórum sýningargluggum. Auk
þessa hefir Hljóðfærahúsið einnig
sjeð um hljómleika fyrir erlenda og
innlenda listamenn. Hafa allir hljóm-
leikar erlendra lieimsmeistara í
Reykjavik verið haldnir fyrir milli-
göngu Hljóðfærahússins. Má þar m.
a. nefna fiðlusnillingana Henri
Marteau, Issay Mitnitzkij, Wolfgang
Schneiderhan (,,Wolfi“), F.v. Reuter,
Hermann Diener, pianóleikarana
Kurt Ilaeser, Annie Leifs, próf. Willy
Klasen, Johanne Stockmarr, o. fl.
celloleikarann Fritz Dietzmann,
harmonikusnillingana Gellin & Borg-
ström, Henri Eriksen o. fl„ söng-
varana frú Mysz-Gmeiner, Eggert
Stefánsson, Helge Nissen, Sig. Mark-
an, Henrik Dahl, Mary Alice Therp,
Per Biörn, Gagga Lund, frú Darbo,
Signe Liljequist, Áke Claesson o. fl.
HLJÓÐFÆRAHÚSIÐ fer nú með
umboð fyrir mörg hin stærstu versl-
unarfyrirtæki og verksmiðjur er-
lendis, svo sem Herm. N. Petersen &
Sön og Hupfeld-Gebr. Zimmermann
(piano), Jacob Knudsen (orgel),
Polyphonwerke A/G, og Edison Bell
(Intern.) Ltd, Linguaphone Institute
(málakensluplöur) o. fl. Auk þesshef-
ir það á boðstólum vörur fráHismast-
er’s Voice, Columbia, Decca Gramo-
phone Co., Itonia Gramophones Co,
nótur frá stærstu nótnaforlögum
heimsins og frá sínu eigin for-
lagi, nýtísku leðurvörur frá Berlin,
Wien og París. í sýningargluggum
verslunarinnar eru ávalt til sýnis
nýjustu og fullkomnustu vörur í of-
annefndum greinum. Útsölur hefir
Hljóðfærahúsið í Hafnarfirði, Borg-
arfirði, á Akranesi, ísafirði, Akureyri
og Siglufirði. Umboðsmenn verslun-
arinnar á þessum stöðum geta ávalt
með stuttum fyrirvara útvegað all-
ar nýjungar með bestu kjörum.
úr vandaðri eik, frá 65 kr.,
með ioki aðeins 88 kr.
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Gólff ónar
f vönduðum eikarkössum 265 kr.,
í mahognikössum 365 kr.
Bestu grammófónplötur heimsins
leiknar af
mestu snillingum,
sem nú eru uppi.
Allar íslensku plöturnar.
Nýtfsku dansplötur,
1.00, 2.25, 3.50, 4.50.
Einkaumboð fyrir
»POLYPHON«,
Polydor & Brunswick.
rðfó n a r
Bo
Ein faldar Harmonikur
frá 11.50.
Tuö-faldar Harmónikur
frá 36.50.
HOHNERS kromatiskar
Konsert-Harmoniknr
frá 185 krönnm.
Hljómfegurstu
ferðafónar,
kr. 56.50.
kr. 22.50.
Lítið inn' í
tlLJÓB’FÆHAHiJS.
HEYHJiWlKUR
(Stofnað 1916)
Elsta og stærsta sjerverslun landsins í þessari grein.
Austurstræti 1 & Veltusundi 1. Sími 656.
á móti Hótel ísland. Símnefni: Hljóðfærahús.