Fálkinn - 21.06.1930, Page 71
F A L Ií I N N
71
J. Þorláksson &
Norðmann.
Á síðari árum hefir orðið gagn-
gjör breyting á byggingarlagi ís-
lendinga við þaS, aS fariS var að
nota járnbenta steinsteypu.
Þelta byggingarefni hefir þann
kost, að þaS er margfalt ending-
arbetra en tímbur og bárujárn
og ekki mun dýrara. Og óttinn
við að steynsteypa mundi ekki
þola jarðskjálfta virðist vera á-
stæðulaus, en framan af var það
ein af aðalmótbárunum gegn
steinsteypunni, að bús úr henni
mundi brynja í jarðskjálftum.
Nú byggja menn bæði bús og
brýr fullum fetum úr stein-
steypu og má telja, að ef nægi-
lega mikið af járni er liaft í
benni sje bún sterkasta bygg-
ingarefnið, sem til er.
FirmaS Jón Þorláksson &
NorSmann kemur mjög við sögu
þessa nýja byggingaháttar. Það
er stofnað árið 1923 undir því
nafni, sem það befir nú, en er
í raun og veru miklu eldra. Þeg-
ar Jón Þorláksson sagði af sjer
landsverkfræðingsembættinu ár-
ið 1917, sem bann liafði gegnt
frá því árið 1905, stofnaði bann
verkfræðiskrifstofu og annaðist
á næstu árum ýmisleg verk-
fræðistörf, bæði fyrir einstak-
linga og bæjarfjelög. Meðal
annars gerði liann á næstu ár-
um frumdrætti að Rafmagns-
veitu Reykjavíkur, gerði vatns-
veituna á Akureyri og fleira. En
jafnframt tók bann að rcka
vcrslun með allskonar bygging-
arefni, svo sem cement og járn.
Hafði bann meiri reynslu um
liina nýju byggingaraðferð en
menn höfðu alment hjer á landi
í þá daga, bæði úr starfi sínu, sem
verkfræðingur og siðar. Raf-
stöðvarhúsin við Elliðaár reisti
hann og með tilboði sínu í þá
byggingu sannaði liann, að hægt
var að byggja vönduð stein-
steypubús án þess að verðið færi
fram úr hófi.
Jóni Þorlákssyni var falin yfir-
stjórn framkvæmdar Flóaáveit-
unnar og vann hann mest að und-
irbúningi þess máls sjálfur, en
bafði síðar aðra verkfræðinga
sjer til aðstoðar, er önnur störf
hlóðust á liann.
Cement var þegar frá byrjun
aðal innflutningsvara verslunar-
innar og er enn i dag. Er það
einkum danskt Portland-ccment,
sem firmað hefir flutt inn, en
þó stundum nokkuð af norsku
cementi. Þakjárnsinnflutningur
firmans hefir jafnan verið mik-
ill líka og smámsaman liafa
bæst við fleiri og fleiri bygginga-
vörur; má nefna allskonar saum,
þakpappa, rúðugler, reyrvef,
gólfdúka, flókapappa, vegg- og
gólfflísar, látúnsjaðra og því um
líkt. Ennfremur hefir firmað
mikla verslun með allskonar efni
til vatnsleiðslu, bæði innanhúss
og langleiðslur, miðstöðvarkatla,
ofna, pípur, og eldavjelar fyrir
miðstöðvarbitun, vaska og vatns-
salerni, þvottaskálar og baðker.
Ennfremur eldfæri allskonar, þar
á meðal frá eldfæraverksmiðju
C. M. Hess í Vejle.
Firmað befir jafnframt lengi
selt áböld ýms, vjelar og verk-
færi til notkunar við byggingar
og önnur verkleg fyrirtæki, svo
sem cementsblöndunarvjclar, þær
fyrstu, sem til landsins fluttust,
og nú þykja ómissandi við bverja
steinsteypubyggingu. Áður var
cementið blandað á trjcpalli,
sandur, möl og cement flutt á
pallinn og mokað saman með
skóflum, en aðrir báru að vatn
í fötum og heltu yfir; var þctta
seinleg grautargerð og þóttifrem-
ur vont verk. — Járnbrautarteina
flytur firmað inn, vinnuvagna
allskonar og lijólbörur, dælur
og smiðjur, auk einföldustu vcrk-
færa til bygginga og jarðvinnu.
Er verslun þessi orðin svo fjöl-
breytt í þessum greinum öllum,
að fæstir munu byggja hús nú á
tímum, án þess að leita þangað
uni kaup á ýmsu því, sem þeir
þurfa til byggingarinnar, enda er
verslunin stærst allra firma lijer
á landi í þeim greinum, sem bjer
bafa verið nefndar, þegar alt er
talið saman. Munar þar mest um
aðalinnflutning firmans, sem er
cement og járn.
Árið 1923 gekk Óskar Norð-
mann inn í firmað, sem um leið
fjekk það nafn, sem það hefir
nú. Var verslunin þá orðin svo
mikil, að ekki veiíti af sjcrstök-
um manni til þess að annast for-
stöðu hennar og fjell það í lilut
Norðmanns, scm ckki er vcrk-
fræðingur cn bafði tekið próf í
verslunarfræði í Kaupmannaliöfn
að afloknu stúdentsprófi. En
Jón Þorláksson gaf sig einkum að
verkfræðingsstörfum; má þar
nefna Flóaáveituna, sem hann
fór að gera fullnaðaráætlun um
um líkt leyti. En ári síðar varð
Jón Þorláksson fjármáiaráðberra
og sat í stjórn landsins til ársins
1927, síðasta árið jafnframt sem
forsætisráðlierra ogannaðist Ósk-
ar Norðmann stjórn firmans á
því tímabili. En síðan í ársbyrj-
un 1928 hefir Jón Þorláksson
starfað að stjórn firmans.
J. Þorláksson & Norðmann er
sameignarfjclag með ótakmark-
aðri ábyrgð beggja eigendanna.
Firmað liefir skrifstofur sínar í
Bankastræti 11, i búsi Jóns Þor-
lákssonar á 2. hæð. En vöru-
geymsluliús hefir það bak við
aðalhúsið í búsi, scm bygt var
fyrir nokkrum árum til þcssa.
Er það tvilyft með kjallara og
alt notað til vörugeymslu.
Það er talandi dæmi tfm þær
miklu breytingar, sem orðið hafi
á seinni árum, að mikill bluti af
þeim byggingarvörum, sem firm-
að Jón Þorláksson & Norðmann
verslar með, voru sumpart litt
þektar og sumpart óþektar lijer
á landi fyrir rúmum aldarfjórð-
ungi. Ccment var þá sáralitið not-
að til bygginga, vatnsleiðslupíp-
ur bvergi til á landinu, miðstöðv-
ar óþektar, járnbent steinsteypa
óþekt, gólfdúkar nær óþektir,
fráræslur og vatnssalerni livergi
til og vjelar engar notaðar til
búsbygginga. Með vaxandi þekk-
ingu í byggingum, sem liinir
fyrstu íslensku verkfræðingar
fluttu með sjer frá útlöndum
hafa orðið þær stórbreytingar,
sem menn ekki gera sjer grein
fyrir í fljótu bragði. Og í kjölfar
þeirra breytinga hlutu að rísa
upp verslanir, sem fullnægðu
kröfum bins nýja thna. Firmað
J. Þorláksson & Norðmann verð-
ur æfinlcga talið framarlega í
flokki þeirra.
Úr vörubirgðahúsinu.