Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1930, Síða 72

Fálkinn - 21.06.1930, Síða 72
72 F A L K I N N Eggert Kristjánsson & Co. Inn- og útílutningsverslun. Hinn 4. maí 1922 stofnuSu þeir Eggert Kristjánsson og Eyjólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Mjólkurf jelags Reykjavíkur versl- unarfjelag undir firmanafninu Eggert Kristjánsson & Co. Byrj- uðu þeir fjelagar með því að setja á stofn tóbaks- og sælgætis- verslun • í Aðalstræti 9 og ráku liana eitt ár, en undirbjuggu jafn- framt stofnun þess verslunar- reksturs er var aðalmarkmiðið: sem sje inn- og útflutningsversl- unar. í september 1923 liætti firmað verslun sinni í Aðalstræti en stofnaði jafnframt læildversl- un. Tók það á leigu skrifstofur í húsinu í Ilafnarstræti 15, sem áð- ur var eign P. J. Thorsteinsson og síðar Jóns Laxdal. Ilafa skrif- stofurnar verið þar alla tíð síðan, þar til í maí mánuði síðastliðn- um, að þær voru fluttar í bið nýja stórhýsi Mjólkurfjelags Reykjavikur við Ilafnarstræti og Tryggvagötu. Var húsnæðið fyr- ir löngu orðið of þröngt á fyr- nefndum stað, en í húsi mjólkur- fjelagsins hefir firmað fengið mjög rúmgóðar og skemtilegar skrifstofur og sýnisiiornasafn. En vörubirgðir hefir firmað á Vest- urgötu 3, í geymsluhúsum Th. Tliorsteinsson. Eyjólfur Jóhannesson var að- eins skanima stund i firmanu. Störf hans við Mjólkurfjclagið, sem uxu hröðum skrcfum, urðu svo mikil, að hann munekkihafa sjeð sjer fært að sinna öðru. Gckk hann því úr firmanu síðla á árinu 1923 og seldi Eggert Kristjánssyni sinn hlut. Hefir Eggert verið einkaeigandi síðan. Eggert Kristjánsson hyrjaði smátt og fór gætilega, en hrátt óx þó viðskiftavclta lians. IJon- um tókst að ná ýmsum ágætum samböndum við kunn og mikils- virt verslunarhús útlend og hef- ir hann getað boðið svo góð kjör í ýmsum vörugreinum, að liann mun vera slærsti innflytjandi á landinu livað sumar vörutegund- ir snertir. Eggert Kristjánsson & Co. relc- ur verslun og viðskifti við flest Evrópulönd og einnig við Asiu og Ameríku. Firmað flytur til dæmis inn ýmsar landbúnaðaraf- urðir frá Danmörku svo og tó- haksvörur. og fleira. Einnig má nefna vjelbátana frægu, sem þetta firma hefir nýlega flutt inn þaðan og hlotið hafa hið, mesta hrós þeirra, sem vit hafa á fiskiskipum. Frá Noregi flyt- ur firmað inn niðursuðuvörur ýmsar, einkum fiskniðursuðu, ennfremur má nefna innflutn- ing á tunnum frá Noregi, einkum síldar- og lýsistunn- um, og hcfir þessi innflutn- ingur verið afarmikill sum árin. Ýmsar fleiri vörur, scm hjer yrði of langt að telja, flytur firmað inn frá Noregi; geta má þess líka, að firmað Iiafði um mörg ár að- alumboð fyrir súkkulaði- og sælindagerðina „Freja“ sem mun vera liin stærsta í sinni röð á Norðurlöndum. En sá innflutn- ingur liætti, er norska krónan stórhækkaði, svo að firmað gat ekki fylgst með samkepninni. Frá Svíþjóð er m. a. flutt inn mikið af vefnaðarvörum, frá Þýskalandi einnig vefnaðarvörur ýmiskonar og nýlenduvörur, frá Ilollandi ostar og margt flcira, frá Bclgíu súkkulaði (Cida) og niðursuðuvörur, frá Frakk- landi fegrunarvörur ýmiskonar (Gihhs), frá Englandi allskon- ar nýlenduvörur og ávexti. Suð- ræn aldini af öllum hugsanleg- um tegundum flytur firmað inn frá Spáni, ítaliu og Grikk- landi, en fínni vefnaðarvörur ýmiskonar og leikföng einlc- um frá Tjekkóslóvakíu og Aust- urríki. Af framantöldu má sjá, að firmað flytur inn flestallar venjulegar vörur fyrir vefnaðar- og nýlenduvöruverslanir auk byggingarefnis, veiðarfæra, mó- torbáta og því um líks. En sjer- staklega mikill cr innflutningur- inn af allskonar ávöxtum, þurk- uðum og niðursoðnum , enda mun ekkcrt innlent firma hafa jafn mikinn innflutning i þeirri grein sem stendur. Hcfir nú vcrið minst nokkuð á innflutningsverslun firmans. En jafnframt licfir Eggert Krist- jánsson lengst af kcypt innlendar afurðir til útflutnings, einkum landhúnaðarafurðir. Má þar eink- um nefna saltkjöt, ull og gærur og hcfir mikið kveðið að þeirri verslun í sumum árum. Líka hef- ir firmað keypt afarmikið af sölt- uðum og liertum húðum til út- flutnings og stundum verið stærsti útflytjandinn í þeirri vörugrein. Af sjávarafurðum hef- ir firmað ekki keypt mikið, en þó má nefna sundmaga og lýsi. Út- flutningsverslunin hefir eins og áður er sagt, einkum beinst að landbúnaðaraf urðunum. Eggert Kristjánsson er fæddur í Mýrdal i Hnappadalssýslu 6. okt. 1897, sonur Guðnýjar Guðnadótt- ur og Kristjáns Eggertssonar er þar hjuggu þá. Tveggja ára gam- all fluttist hann með forcldrum sínum að Dalsmynni og þar dvaldi hann æskuár sín, þangað til hann kom suður til Hafnar- fjarðar átján ára gamall og gcklc á Flensborgarskóla vcturna 1916 —1919. Ilingað til Rcykjavikur fluttist hann fyrir fult og alt ár- ið 1920. Vann hann hjer við verslunarstörf fyrstu árin, þang- að til hann sctti upp verslun þá, sem áður getur. Hann er kvænt- ur Guðrúnu Þórðardóttur, Eyj- ólfssonar frá Vogsósum. Eggert varð fyrst almenningi kunnur hjer syðra fyrir iþrótta- iðkanir og þá einkum glímu. Var liann um eitt skeið í flokki hinna snörpustu glímumanna suður lijer, og reyndist hann oft frcmst- ur í flokki á opinbcrum glimu- sýningum. Ilann er „þjettur á velli og þjettur í lund‘ eins og sagt cr um góða Islendinga, rammur að afli og fimur. Nú er liann hættur að sjást koma fram á glimuvöllinn girt- ur mcgingjörðum sínum, og sakna þess margir. Ilann glímir nú í staðinn við vcrslunarrekst- urinn og fer honum þar að fyrra dæmi, að hann hefir belur. Egg- ert er gott dæmi þess, hve vel þeim manni gctur tekist að ryðja sjer braut í lífinu, sem húinn er orku, þrautseigju og dugnaði. Hann byrjaði með tvær hcndur tómar og hefir á tæpum átta ár- um komið svo undir sig fótun- um, að verslun lians stendur nú framarlega í kaupsýslulífi lands- ins og hefir áunnið sjer vinsæld- ir og traust um alt land.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.